Idris Elba sló 88 ára hraðamet Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2015 11:15 Idris Elba fagnar metslættinum á Pendine sandströndinni í Wales. Leikarinn Idris Elba sem þekktur er úr The Wire, Luther og Thor gerði sér lítið fyrir og bætti 88 ára „Flying mile“ hraðamet á Bentley bíl sínum á Pendine sandströndinni í Wales. Metið hafði staðið frá 1927 og var í eigu Sir Malcolm Campell á Napier-Campbell Blue Bird bíl sínum og náði hann þá 281,3 km meðalhraða. Til þess að bæta metið þufti Elba að halda meiri meðalhraða í fulla mílu og sló hann það nokkuð sannfærandi og náði 290,2 km meðalhraða. Á þessari leið sinni náði Idris Elba á tíma 300 km hraða. Bíll Idris Elba er Bentley Continental GT Speed með 12 stokka og 635 hestafla vél. Þessi metsláttur Elba var tekinn upp fyrir þáttinn Idris Elba: No Limits sem framleiddur er af Discovery Channel og verður sendur út í júlí.Napier-Campbell Blue Bird bíll Sir Malcolm Campbell átti metið áður, sem staðið hafði frá árinu 1927. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent
Leikarinn Idris Elba sem þekktur er úr The Wire, Luther og Thor gerði sér lítið fyrir og bætti 88 ára „Flying mile“ hraðamet á Bentley bíl sínum á Pendine sandströndinni í Wales. Metið hafði staðið frá 1927 og var í eigu Sir Malcolm Campell á Napier-Campbell Blue Bird bíl sínum og náði hann þá 281,3 km meðalhraða. Til þess að bæta metið þufti Elba að halda meiri meðalhraða í fulla mílu og sló hann það nokkuð sannfærandi og náði 290,2 km meðalhraða. Á þessari leið sinni náði Idris Elba á tíma 300 km hraða. Bíll Idris Elba er Bentley Continental GT Speed með 12 stokka og 635 hestafla vél. Þessi metsláttur Elba var tekinn upp fyrir þáttinn Idris Elba: No Limits sem framleiddur er af Discovery Channel og verður sendur út í júlí.Napier-Campbell Blue Bird bíll Sir Malcolm Campbell átti metið áður, sem staðið hafði frá árinu 1927.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent