GM kíkir inní framtíðina Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 15:41 Afar framúrstefnulegt útlit tilraunabílsins frá GM. Á bílasýningunni í Shanghai, sem var að hefjast, sýnir General Motors þennan Chevrolet FNR tilraunabíl með þeim orðum að með honum sé reynt að rýna í framtíðina og útlit bíla eftir nokkur ár. Bíllinn er eingöngu knúinn áfram af rafmótorum, einum fyrir hvert hjól bílsins og rafhlöður bílsins má hlaða þráðlaust. Kristalljós eru bæði sem aðalljós bílsins og afturljós og radar á þaki bílsins skynjar allt umhverfi bílsins og með þeim búnaði getur bíllinn ekið alfarið án aðstoðar ökumanns. Bíllinn er með hurðir sem opnast upp. Innanrýmið er í stíl við ytra útlit hans, afar framúrstefnulegt og framstólunum má snúa til að einfalda inn- og útstig og til að eiga þægilegri samskipti við aftursætisfarþega.Óvenjulegt innra útlit bíls og framsætin engin undantekning. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent
Á bílasýningunni í Shanghai, sem var að hefjast, sýnir General Motors þennan Chevrolet FNR tilraunabíl með þeim orðum að með honum sé reynt að rýna í framtíðina og útlit bíla eftir nokkur ár. Bíllinn er eingöngu knúinn áfram af rafmótorum, einum fyrir hvert hjól bílsins og rafhlöður bílsins má hlaða þráðlaust. Kristalljós eru bæði sem aðalljós bílsins og afturljós og radar á þaki bílsins skynjar allt umhverfi bílsins og með þeim búnaði getur bíllinn ekið alfarið án aðstoðar ökumanns. Bíllinn er með hurðir sem opnast upp. Innanrýmið er í stíl við ytra útlit hans, afar framúrstefnulegt og framstólunum má snúa til að einfalda inn- og útstig og til að eiga þægilegri samskipti við aftursætisfarþega.Óvenjulegt innra útlit bíls og framsætin engin undantekning.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent