Vill flóttamannabúðir í Níger og Súdan Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2015 10:10 Matteo Renzi segir að hægt væri að vinna úr hælisumsóknum flóttafólk í flóttamannabúðum í Evrópu. Vísir/EPA Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að Evrópusambandið verði að bregðast hratt við og móta ítarlega áætlun til að stöðva flæði flóttamanna frá Líbýu. Hann segir mögulegt að setja upp flóttamannabúðir í Níger, Súdan og mögulega fleiri löndum í Afríku sem deili landamærum með Líbýu, með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Þar væri hægt að vinna úr hælisumsóknum flóttafólks. Þannig myndu öll Evrópulöndin bera ábyrgð á fólkinu, en ekki bara Ítalía. Renzi sagði ítalska þinginu í morgun að hernaðaraðgerðir þyrfti til að stöðva smyglara. Varnarmálaráðherra Ítalíu segir að áætlanir liggi fyrir. „Við vitum hvar þeir geyma bátana sína og hvar þeir safnast saman. Áætlanir til hernaðaríhlutunar eru til staðar,“ sagði Roberta Pinotti í sjónvarpsviðtali eftir ávarp forsætisráðherrans á þinginu. Undanfarin misseri hefur Ítalía þurft að bjarga hundruðum flóttamanna á Miðjarðarhafinu. Samkvæmt AP fréttaveitunni kom strandgæsla Ítalíu með 446 flóttamenn að landi, sem bjargað hafði verið í gær. Leiðtogar Evrópusambandsins munu koma saman á morgun til að ræða mögulegar aðgerðir. Pinotti segist vongóð um að ESB muni taka skref til að koma til móts við vandamálið sem þessi mikli fjöldi flóttamanna hefur skapað. „Við teljum að tími sé kominn til að ESB setji í gang alþjóðlega lögregluaðgerð til að stöðva þessa glæpamenn,“ sagði hún. Renzi sagði á þinginu í morgun að aðgerðir Ítalíu væru ekki nægjanlegar og meira þyrfti til. Frá byrjun 2014 hefur Ítalía bjargað um 200 þúsund flóttamönnum sem lent hafa í sjálfheldu á Miðjarðarhafinu. „Við erum að biðja Evrópu um að vera Evrópa, ekki bara þegar kemur að því að búa til fjárhagsáætlanir.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51 Sigldi á björgunarskipið Skipstjóri fiskiskipsins sem sökk í miðjarðarhafinu sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. 22. apríl 2015 08:45 Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að Evrópusambandið verði að bregðast hratt við og móta ítarlega áætlun til að stöðva flæði flóttamanna frá Líbýu. Hann segir mögulegt að setja upp flóttamannabúðir í Níger, Súdan og mögulega fleiri löndum í Afríku sem deili landamærum með Líbýu, með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Þar væri hægt að vinna úr hælisumsóknum flóttafólks. Þannig myndu öll Evrópulöndin bera ábyrgð á fólkinu, en ekki bara Ítalía. Renzi sagði ítalska þinginu í morgun að hernaðaraðgerðir þyrfti til að stöðva smyglara. Varnarmálaráðherra Ítalíu segir að áætlanir liggi fyrir. „Við vitum hvar þeir geyma bátana sína og hvar þeir safnast saman. Áætlanir til hernaðaríhlutunar eru til staðar,“ sagði Roberta Pinotti í sjónvarpsviðtali eftir ávarp forsætisráðherrans á þinginu. Undanfarin misseri hefur Ítalía þurft að bjarga hundruðum flóttamanna á Miðjarðarhafinu. Samkvæmt AP fréttaveitunni kom strandgæsla Ítalíu með 446 flóttamenn að landi, sem bjargað hafði verið í gær. Leiðtogar Evrópusambandsins munu koma saman á morgun til að ræða mögulegar aðgerðir. Pinotti segist vongóð um að ESB muni taka skref til að koma til móts við vandamálið sem þessi mikli fjöldi flóttamanna hefur skapað. „Við teljum að tími sé kominn til að ESB setji í gang alþjóðlega lögregluaðgerð til að stöðva þessa glæpamenn,“ sagði hún. Renzi sagði á þinginu í morgun að aðgerðir Ítalíu væru ekki nægjanlegar og meira þyrfti til. Frá byrjun 2014 hefur Ítalía bjargað um 200 þúsund flóttamönnum sem lent hafa í sjálfheldu á Miðjarðarhafinu. „Við erum að biðja Evrópu um að vera Evrópa, ekki bara þegar kemur að því að búa til fjárhagsáætlanir.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51 Sigldi á björgunarskipið Skipstjóri fiskiskipsins sem sökk í miðjarðarhafinu sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. 22. apríl 2015 08:45 Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51
Sigldi á björgunarskipið Skipstjóri fiskiskipsins sem sökk í miðjarðarhafinu sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. 22. apríl 2015 08:45
Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03
Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00
Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32