Stutt í Golf R 400 Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2015 16:00 Volkswagen R 400 verður snaröflugt tryllitæki. Hér hefur áður verið sagt frá hugmyndum Volkswagen að smíði enn aflmeiri Golf bíls en 300 hestafla Golf R kraftabílsins. Volkswagen hefur sýnt Golf R 400 á bílasýningum, en margir hafa ætlað að þessi bíll færi engu að síður aldrei í framleiðslu. Það hefur þó verið staðfest og það sem meira er, það eru ekki nema örfáir mánuðir í komu hans að sögn yfirmanns vélarframleiðslu Volkswagen, Dr. Heinz-Jakob Neusser. Golf R 400 er eins og nafnið bendir til með 400 hestöfl undir húddinu og fjöðrun og bremsur sem hæfa svo miklu afli. Búist er við því að Golf R 400 verði sýndur í endanlegri mynd á bílasýningunni í Frankfurt í september. Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent
Hér hefur áður verið sagt frá hugmyndum Volkswagen að smíði enn aflmeiri Golf bíls en 300 hestafla Golf R kraftabílsins. Volkswagen hefur sýnt Golf R 400 á bílasýningum, en margir hafa ætlað að þessi bíll færi engu að síður aldrei í framleiðslu. Það hefur þó verið staðfest og það sem meira er, það eru ekki nema örfáir mánuðir í komu hans að sögn yfirmanns vélarframleiðslu Volkswagen, Dr. Heinz-Jakob Neusser. Golf R 400 er eins og nafnið bendir til með 400 hestöfl undir húddinu og fjöðrun og bremsur sem hæfa svo miklu afli. Búist er við því að Golf R 400 verði sýndur í endanlegri mynd á bílasýningunni í Frankfurt í september.
Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent