Robert De Niro leikur Enzo Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2015 09:13 Robert De Niro. Margir hafa haft hug á því að koma ævi Enzo Ferrari á hvíta tjaldið, en hann var stofnandi ítalska sportbílaframleiðandans. Nú stefnir loks í bíómynd um þennan litríka verkfræðing sem bæði stjórnaði rekstri Ferrari og var frægur ökumaður í keppnisakstri. Það verður enginn aukvisi sem kemur til með að leika hlutverk Enzo, eða Robert De Niro og er hann líka einn af framleiðendum bíómyndarinnar. Talsvert er þó í sýningu myndarinnar þar sem enn er verið að skrifa handritið. De Niro hefur sjálfur greint frá því að myndin verði tekin upp á Ítalíu. Einnig hefur heyrst að til greina komi að Clint Eastwood leikstýri myndinni. Samkvæmt frétt frá beska dagblaðinu The Guardian yrði líf Enzo Ferrari frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og til dauða hans 1988 til umfjöllunar í myndinni. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent
Margir hafa haft hug á því að koma ævi Enzo Ferrari á hvíta tjaldið, en hann var stofnandi ítalska sportbílaframleiðandans. Nú stefnir loks í bíómynd um þennan litríka verkfræðing sem bæði stjórnaði rekstri Ferrari og var frægur ökumaður í keppnisakstri. Það verður enginn aukvisi sem kemur til með að leika hlutverk Enzo, eða Robert De Niro og er hann líka einn af framleiðendum bíómyndarinnar. Talsvert er þó í sýningu myndarinnar þar sem enn er verið að skrifa handritið. De Niro hefur sjálfur greint frá því að myndin verði tekin upp á Ítalíu. Einnig hefur heyrst að til greina komi að Clint Eastwood leikstýri myndinni. Samkvæmt frétt frá beska dagblaðinu The Guardian yrði líf Enzo Ferrari frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og til dauða hans 1988 til umfjöllunar í myndinni.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent