Íslenska íshokkílandsliðið á uppleið | Fyrsti leikurinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2015 15:30 Mynd/Íshokkísamband Íslands Íslenska landsliðið í íshokkí spilar í kvöld sinn fyrsta leik í A-riðli 2. deildar á heimsmeistaramóti karla en mótið fer fram í Skautahöllinni í Laugardal dagana 13. til 19. apríl. Íslenska liðið mætir Belgum klukkan 20.00 í kvöld en á næstu dögum munu strákarnir síðan spila við Rúmeníu, Serbíu, Ástralíu og Spán. Það er búist við góðri mætingu og stemmningu á fyrsta leiknum í kvöld en margir spenntir að sjá íslenska liðið. Það er nefnilega mikil bjartsýni í herbúðum íslenska liðsins en íslenska landsliðið í íshokkí hefur bætt árangur sinn jafnt og þétt á heimsmeistaramótum á undanförnum árum. Það hefur því mikið breyst frá því að liðið byrjaði í neðstu deild á sínu fyrsta móti. Íslenska liðið endaði þá í 9.sæti, sem var jafnframt neðsta sætið í riðlinum. Árið 2006 vann íslenska liðið sig upp úr 3.deild. Allt fram á tímabilið 2010-11 voru tveir jafnsterkir sex liða riðlar í 2. deild. IIHF tók þá hinsvegar upp nýtt kerfi og nú er riðlunum raðað eftir styrkleika, þ.e. vinna þarf B riðil til að komast upp í A riðil. Íslenska liðið hefur smátt og smátt unnið sig upp riðla og deildir og á síðasta tímabili náðist besti árangur íslenska liðsins þegar það vann til silfurverðlauna í A.riðli 2.deildar sem fram fór í Belgrad í Serbíu. Tvær landsliðsbúðir voru haldnar á tímabilinu á Íslandi og um páskana hélt liðið til Furudals í Svíþjóð þar sem æft var í fjóra daga ásamt því að spilaðir voru tveir æfingaleikir við lið sem var samansett af sterkum leikmönnum úr nágrenni Furudals. Íslenska hópinn skipa 22 leikmenn þ.e. 12 framherjar, 8 varnarmenn og 2 markmenn. Einn nýliði er í hópnum, Steindór Ingason. Fyrirliði liðsins er Ingvar Þór Jónsson en aðstoðarfyrirliðar þeir Emil Alengaard og Jón Benedikt Gíslason. Þjálfari liðsins er Tim Brithén en honum til aðstoðar er Gunnlaugar Björnsson.Landslið Íslands á heimsmeistaramót í íshokkí á Íslandi:Framherjar Emil Alengard Jón Gíslason Robin Hedström Björn Róbert Sigurðarson Jóhann Már Leifsson Egill Þormóðsson Jónas Breki Magnússon Brynjar Bergmann Úlfar Andrésson Arnþór Bjarnason Pétur Maack Andri Már MikaelssonVarnarmenn Ingvar Þór Jónsson Andri Helgason Björn Már Jakobsson Ingólfur Elíasson Birkir Árnason Orri Blöndal Steindór Ingason Ingþór ÁrnasonMarkmenn Snorri Sigurbergsson Dennis HedströmDagskrá mótsins er eftirfarandi:13. apríl 13:00 Spánn - Ástralía 16:30 Serbía - Rúmenía20:00 Ísland - Belgía14. apríl 13:00 Rúmenía - Ástralía 16:30 Belgía - Spánn20:00 Ísland - Serbía16. apríl 13:00 Rúmenía - Belgía 16:30 Serbía - Ástralía20:00 Ísland - Spánn17. apríl 13:00 Belgía - Serbía 16:30 Spánn - Rúmenía20:00 Ástralía - Ísland19. apríl 13:00 Serbía - Spánn 16:30 Ástralía - Belgía20:00 Rúmenía - Ísland Íþróttir Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Sjá meira
Íslenska landsliðið í íshokkí spilar í kvöld sinn fyrsta leik í A-riðli 2. deildar á heimsmeistaramóti karla en mótið fer fram í Skautahöllinni í Laugardal dagana 13. til 19. apríl. Íslenska liðið mætir Belgum klukkan 20.00 í kvöld en á næstu dögum munu strákarnir síðan spila við Rúmeníu, Serbíu, Ástralíu og Spán. Það er búist við góðri mætingu og stemmningu á fyrsta leiknum í kvöld en margir spenntir að sjá íslenska liðið. Það er nefnilega mikil bjartsýni í herbúðum íslenska liðsins en íslenska landsliðið í íshokkí hefur bætt árangur sinn jafnt og þétt á heimsmeistaramótum á undanförnum árum. Það hefur því mikið breyst frá því að liðið byrjaði í neðstu deild á sínu fyrsta móti. Íslenska liðið endaði þá í 9.sæti, sem var jafnframt neðsta sætið í riðlinum. Árið 2006 vann íslenska liðið sig upp úr 3.deild. Allt fram á tímabilið 2010-11 voru tveir jafnsterkir sex liða riðlar í 2. deild. IIHF tók þá hinsvegar upp nýtt kerfi og nú er riðlunum raðað eftir styrkleika, þ.e. vinna þarf B riðil til að komast upp í A riðil. Íslenska liðið hefur smátt og smátt unnið sig upp riðla og deildir og á síðasta tímabili náðist besti árangur íslenska liðsins þegar það vann til silfurverðlauna í A.riðli 2.deildar sem fram fór í Belgrad í Serbíu. Tvær landsliðsbúðir voru haldnar á tímabilinu á Íslandi og um páskana hélt liðið til Furudals í Svíþjóð þar sem æft var í fjóra daga ásamt því að spilaðir voru tveir æfingaleikir við lið sem var samansett af sterkum leikmönnum úr nágrenni Furudals. Íslenska hópinn skipa 22 leikmenn þ.e. 12 framherjar, 8 varnarmenn og 2 markmenn. Einn nýliði er í hópnum, Steindór Ingason. Fyrirliði liðsins er Ingvar Þór Jónsson en aðstoðarfyrirliðar þeir Emil Alengaard og Jón Benedikt Gíslason. Þjálfari liðsins er Tim Brithén en honum til aðstoðar er Gunnlaugar Björnsson.Landslið Íslands á heimsmeistaramót í íshokkí á Íslandi:Framherjar Emil Alengard Jón Gíslason Robin Hedström Björn Róbert Sigurðarson Jóhann Már Leifsson Egill Þormóðsson Jónas Breki Magnússon Brynjar Bergmann Úlfar Andrésson Arnþór Bjarnason Pétur Maack Andri Már MikaelssonVarnarmenn Ingvar Þór Jónsson Andri Helgason Björn Már Jakobsson Ingólfur Elíasson Birkir Árnason Orri Blöndal Steindór Ingason Ingþór ÁrnasonMarkmenn Snorri Sigurbergsson Dennis HedströmDagskrá mótsins er eftirfarandi:13. apríl 13:00 Spánn - Ástralía 16:30 Serbía - Rúmenía20:00 Ísland - Belgía14. apríl 13:00 Rúmenía - Ástralía 16:30 Belgía - Spánn20:00 Ísland - Serbía16. apríl 13:00 Rúmenía - Belgía 16:30 Serbía - Ástralía20:00 Ísland - Spánn17. apríl 13:00 Belgía - Serbía 16:30 Spánn - Rúmenía20:00 Ástralía - Ísland19. apríl 13:00 Serbía - Spánn 16:30 Ástralía - Belgía20:00 Rúmenía - Ísland
Íþróttir Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Sjá meira