Hrafn: Held það verði breytingar í útlendingamálum Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2015 10:30 Bikarmeistarar Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta stukku á einn heitasta íslenska bitann á markaðnum í gær þegar liðið samdi við skyttuna Tómas Heiðar Tómasson. Eftir að reglur um erlenda leikmenn voru hertar fyrir tveimur árum og aðeins einn Kani leyfður og enginn Bosman-leikmaður hefur gildi góðra íslenska leikmanna margfaldast. Margir innan hreyfingarinnar búast við því að Bosman-leikmenn verði leyfðir á næsta ársþingi, enda tæpt að það standist almenna löggjöf að meina þeim um atvinnu á Íslandi. „Ég hef skilning á sjónarmiðum beggja en eftir síðasta tímabil var maður á því að þessa breytingu þurfi að gera. Ekki síst vegna þess að ég er ekki viss um að þetta standist regluverk Evrópu um að hefta atvinnuflæði evrópskra einstaklinga,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi. „Fyrsta árið eftir að reglurnar tóku gildi fannst mér gæðin í deildinni ekki mikil. Það verður tekist á um þetta á þinginum og ég hef trú á því að sjónarmið þeirra sem vilja óbreytt ástand séu örlítið sterkari núna.“ „Gæðin eru meiri og við erum að sjá yngri stráka fá tækifæri og komast erlendis eins og Dag Kár hjá okkur. Þetta verður beggja blands en ég skal hreinlega játa það að ég er ekki búinn að gera upp hug minn,“ segir Hrafn. Landsbyggðarliðin vilja flest hver fá Bosman-leikmennina inn svo auðveldara sé fyrir þau að manna sín lið með gæðaleikmönnum. Það hefur lengi þótt erfitt að fá góða íslenska leikmenn af höfuðborgarsvæðinu til að spila úti á landi. „Ég get skrifað undir það [að þetta sé mikilvægt fyrir landsbyggðarliðin]. Lið eins og KFÍ hefði svo sannarlega gagnast þessi regla. Þar erum við með félag sem stendur vel en hendur þess eru bundnar og það nær ekki að nýta það sem það hefur til að tefla fram eins sterku liði og það getur. Það er því vissulega sjónarmið,“ segir Hrafn. „Við myndum örugglega fá víðari flóru af sterkum liðum ef þessi regla væri í gildi.“ Hrafn játar því að gæðin í deildinni verða meiri með fleiri erlendum leikmönnum. „Spilamennskan verður eflaust betri. Það er ekki spurning. Ég er svolítið hoppandi á milli. Það eru líka til leikmenn sem ég hugsa að hefðu ekki fengið sömu tækifæri hefðu sömu reglur væru í gildi. Ég held það verði breytingar ef ég ætti að giska,“ segir Hrafn Kristjánsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00 Tapið í Njarðvík ekki endapunktur Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk liðsstyrk í gær þegar félagið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Íslenskir leikmenn eru gulls ígildi þar sem aðeins einn erlendur leikmaður er leyfður. Gæðin í deildinni eru meiri núna en í fyrra á fyrsta ári. 15. apríl 2015 06:00 Tómas Heiðar samdi við Stjörnuna 50-50-90-skyttan spilar með bikarmeisturunum í Dominos-deildinni á næsta tímabili. 14. apríl 2015 13:15 Justin Shouse mun spila sitt áttunda tímabil í Garðabænum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar kynnti nýjan leikmann, Tómas Heiðar Tómasson, á blaðamannafundi í dag en þar kom líka fram að Justin Shouse ætlar að spila áfram með liðinu. 14. apríl 2015 16:30 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta stukku á einn heitasta íslenska bitann á markaðnum í gær þegar liðið samdi við skyttuna Tómas Heiðar Tómasson. Eftir að reglur um erlenda leikmenn voru hertar fyrir tveimur árum og aðeins einn Kani leyfður og enginn Bosman-leikmaður hefur gildi góðra íslenska leikmanna margfaldast. Margir innan hreyfingarinnar búast við því að Bosman-leikmenn verði leyfðir á næsta ársþingi, enda tæpt að það standist almenna löggjöf að meina þeim um atvinnu á Íslandi. „Ég hef skilning á sjónarmiðum beggja en eftir síðasta tímabil var maður á því að þessa breytingu þurfi að gera. Ekki síst vegna þess að ég er ekki viss um að þetta standist regluverk Evrópu um að hefta atvinnuflæði evrópskra einstaklinga,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi. „Fyrsta árið eftir að reglurnar tóku gildi fannst mér gæðin í deildinni ekki mikil. Það verður tekist á um þetta á þinginum og ég hef trú á því að sjónarmið þeirra sem vilja óbreytt ástand séu örlítið sterkari núna.“ „Gæðin eru meiri og við erum að sjá yngri stráka fá tækifæri og komast erlendis eins og Dag Kár hjá okkur. Þetta verður beggja blands en ég skal hreinlega játa það að ég er ekki búinn að gera upp hug minn,“ segir Hrafn. Landsbyggðarliðin vilja flest hver fá Bosman-leikmennina inn svo auðveldara sé fyrir þau að manna sín lið með gæðaleikmönnum. Það hefur lengi þótt erfitt að fá góða íslenska leikmenn af höfuðborgarsvæðinu til að spila úti á landi. „Ég get skrifað undir það [að þetta sé mikilvægt fyrir landsbyggðarliðin]. Lið eins og KFÍ hefði svo sannarlega gagnast þessi regla. Þar erum við með félag sem stendur vel en hendur þess eru bundnar og það nær ekki að nýta það sem það hefur til að tefla fram eins sterku liði og það getur. Það er því vissulega sjónarmið,“ segir Hrafn. „Við myndum örugglega fá víðari flóru af sterkum liðum ef þessi regla væri í gildi.“ Hrafn játar því að gæðin í deildinni verða meiri með fleiri erlendum leikmönnum. „Spilamennskan verður eflaust betri. Það er ekki spurning. Ég er svolítið hoppandi á milli. Það eru líka til leikmenn sem ég hugsa að hefðu ekki fengið sömu tækifæri hefðu sömu reglur væru í gildi. Ég held það verði breytingar ef ég ætti að giska,“ segir Hrafn Kristjánsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00 Tapið í Njarðvík ekki endapunktur Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk liðsstyrk í gær þegar félagið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Íslenskir leikmenn eru gulls ígildi þar sem aðeins einn erlendur leikmaður er leyfður. Gæðin í deildinni eru meiri núna en í fyrra á fyrsta ári. 15. apríl 2015 06:00 Tómas Heiðar samdi við Stjörnuna 50-50-90-skyttan spilar með bikarmeisturunum í Dominos-deildinni á næsta tímabili. 14. apríl 2015 13:15 Justin Shouse mun spila sitt áttunda tímabil í Garðabænum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar kynnti nýjan leikmann, Tómas Heiðar Tómasson, á blaðamannafundi í dag en þar kom líka fram að Justin Shouse ætlar að spila áfram með liðinu. 14. apríl 2015 16:30 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00
Tapið í Njarðvík ekki endapunktur Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk liðsstyrk í gær þegar félagið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Íslenskir leikmenn eru gulls ígildi þar sem aðeins einn erlendur leikmaður er leyfður. Gæðin í deildinni eru meiri núna en í fyrra á fyrsta ári. 15. apríl 2015 06:00
Tómas Heiðar samdi við Stjörnuna 50-50-90-skyttan spilar með bikarmeisturunum í Dominos-deildinni á næsta tímabili. 14. apríl 2015 13:15
Justin Shouse mun spila sitt áttunda tímabil í Garðabænum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar kynnti nýjan leikmann, Tómas Heiðar Tómasson, á blaðamannafundi í dag en þar kom líka fram að Justin Shouse ætlar að spila áfram með liðinu. 14. apríl 2015 16:30
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum