Sjö sekúndur gætu hirt úrvalsdeildarsætið af Stjörnunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. apríl 2015 11:00 Mínútur Söru Diljá í úrvalsdeildinni gætu kostað Stjörnuna sæti á meðal þeirra bestu. vísir/valli Stjarnan tryggði sér sæti í Dominos-deild kvenna í körfubolta á þriðjudagskvöldið þegar liðið lagði Njarðvík, 57-54, á útivelli í oddaleik umspilsins um úrvalsdeildarsætið. Svo gæti þó farið að Stjarnan verði áfram í 1. deildinni næsta vetur en Njarðvík verði á meðal þeirra bestu á ný. Njarðvík er búið að leggja fram kæru til KKÍ vegna meints ólöglegs leikmanns sem Stjarnan tefldi fram, en þetta staðfestir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við Vísi. Njarðvík vill meina að Sara Diljá Sigurðardóttir, leikmaður Stjörnunnar, hafi ekki mátt spila með Garðabæjarliðinu í umspilinu þar sem hún er á meðal sjö leikjahæstu kvenna Valsliðsins í úrvalsdeildinni. Sara Diljá spilaði ekki fyrsta leikinn í umspilinu en spilaði leiki tvö og þrjú. Hún skoraði níu stig og tók 10 fráköst í oddaleiknum þegar Stjarnan tryggði sér sæti í efstu deild. Sara er á mála hjá Val en gerði venslasamning við Stjörnuna. Þeir eru notaðir fyrir stelpur sem fá minna að spila með úrvalsdeildarliðunum þannig þær fái mínútur í 1. deildinni. Reglan er þannig að þær sjö konur sem spila flestar mínútur að meðaltali með hverju úrvalsdeildarliði mega ekki spila með venslaliðum. Munurinn er ótrúlega lítill hjá Valsliðinu, en Sara Diljá er með 14 mínútur og 34 sekúndur að meðaltali í leik fyrir Val. Hún er sú sjöunda leikjahæsta, aðeins sjö sekúndum á undan Sóllilju Bjarnadóttur. Ef bikarinn er tekinn með er Sara Diljá þó langt fyrir neðan sjöunda sætið og lögleg með Stjörnunni í úrslitaeinvíginu, en nú á eftir að skera úr um hvort bara deildin telji eða deild og bikar. „Aga- og úrskurðarnefnd tekur þetta nú fyrir. Stjarnan fær tíma til að skila inn andmælum og sinni skýringu og svo verða lögfræðingar nefndarinnar að ákveða hvað verður,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi.Flestar mínútur hjá Val í Dominos-deild kvenna: Taleya Mayberry 35:13 Guðbjörg Sverrisdóttir 30:44 Ragnheiður Benónísdóttir 27:36 Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 27:30 Fanney Lind Guðmundsdóttir 27:06 Kristrún Sigurjónsdóttir 26:22 Sara Diljá Sigurðardóttir 14:34 Sóllija Bjarnadóttir 14:27 Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Stjarnan tryggði sér sæti í Dominos-deild kvenna í körfubolta á þriðjudagskvöldið þegar liðið lagði Njarðvík, 57-54, á útivelli í oddaleik umspilsins um úrvalsdeildarsætið. Svo gæti þó farið að Stjarnan verði áfram í 1. deildinni næsta vetur en Njarðvík verði á meðal þeirra bestu á ný. Njarðvík er búið að leggja fram kæru til KKÍ vegna meints ólöglegs leikmanns sem Stjarnan tefldi fram, en þetta staðfestir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við Vísi. Njarðvík vill meina að Sara Diljá Sigurðardóttir, leikmaður Stjörnunnar, hafi ekki mátt spila með Garðabæjarliðinu í umspilinu þar sem hún er á meðal sjö leikjahæstu kvenna Valsliðsins í úrvalsdeildinni. Sara Diljá spilaði ekki fyrsta leikinn í umspilinu en spilaði leiki tvö og þrjú. Hún skoraði níu stig og tók 10 fráköst í oddaleiknum þegar Stjarnan tryggði sér sæti í efstu deild. Sara er á mála hjá Val en gerði venslasamning við Stjörnuna. Þeir eru notaðir fyrir stelpur sem fá minna að spila með úrvalsdeildarliðunum þannig þær fái mínútur í 1. deildinni. Reglan er þannig að þær sjö konur sem spila flestar mínútur að meðaltali með hverju úrvalsdeildarliði mega ekki spila með venslaliðum. Munurinn er ótrúlega lítill hjá Valsliðinu, en Sara Diljá er með 14 mínútur og 34 sekúndur að meðaltali í leik fyrir Val. Hún er sú sjöunda leikjahæsta, aðeins sjö sekúndum á undan Sóllilju Bjarnadóttur. Ef bikarinn er tekinn með er Sara Diljá þó langt fyrir neðan sjöunda sætið og lögleg með Stjörnunni í úrslitaeinvíginu, en nú á eftir að skera úr um hvort bara deildin telji eða deild og bikar. „Aga- og úrskurðarnefnd tekur þetta nú fyrir. Stjarnan fær tíma til að skila inn andmælum og sinni skýringu og svo verða lögfræðingar nefndarinnar að ákveða hvað verður,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi.Flestar mínútur hjá Val í Dominos-deild kvenna: Taleya Mayberry 35:13 Guðbjörg Sverrisdóttir 30:44 Ragnheiður Benónísdóttir 27:36 Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 27:30 Fanney Lind Guðmundsdóttir 27:06 Kristrún Sigurjónsdóttir 26:22 Sara Diljá Sigurðardóttir 14:34 Sóllija Bjarnadóttir 14:27
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira