Ólafur: Hef aldrei skilið umræðuna um brennivín í landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2015 16:31 Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins, var gestur Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í dag. Ólafur er í dag þjálfari Vals og snýr því aftur í Pepsi-deildina eftir nokkra fjarveru. Hann hefur þjálfað Hauka síðustu ár, eftir að hann lét af störfum sem landsliðsþjálfari árið 2011. Hann naut mikillar velgengni með FH á sínum tíma og vann marga titla með liðinu á árunum 2003 til 2007, uns hann var ráðinn landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðinu gekk hins vegar ekki vel undir hans stjórn og viðurkennir Ólafur að árangurinn hafi verið honum vonbrigði.„Þetta var feiknarskemmtilegur tími en vissulega var árangurinn vonbrigði, bæði fyrir mig og marga aðra. Það situr aðeins í manni og svo sem ekkert óeðlilegt.“ Ólafur segir að hann hafi tekinn ákveðna áhættu þegar hann var búinn að vera í starfinu í eitt og hálft ár. Áhættu sem hann vissi að gæti komið honum í koll. „Ég gat vitað að það myndi kosta eitthvað. Ég ákvað að yngja liðið upp og ég skipti alveg um allt.“ „Landsliðið var búið að vera á sama stað í mörg ár. Við Pétur [Pétursson] lögðumst yfir þetta og ég held að þetta hafi verið sniðugt hjá okkur. Ég sé ekkert eftir því.“ „Við ákváðum bara að fara þessa leið, það var bara gaman að því.“ Ólafur segist vera mikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins og að hann sé ánægður með hversu vel liðinu hefur gengið eftir að Lars Lagerbäck tók við því ásamt Heimi Hallgrímssyni.VísirEins og Pétur Pétursson, fyrrum aðstoðarþjálfari Ólafs hjá landsliðinu, sagði í viðtali við Hjört fyrr í vikunni þá hafa þeir fengið nokkra gagnrýni frá sumum landsliðsmönnum um meint agaleysi í þeirra stjórnartíð. „Ég get svo sem ekkert sagt við því. Ef þeim finnst þetta þá get ég í sjálfu sér ekkert sagt við því. Ég taldi mig vera að gera fína hluti en einhverjir telja annað. Það er þá bara þeirra vandamál.“ Eins og fjallað var um á Vísi í dag fékk Ólafur stuðning frá landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni um að það hafi aldrei verið fyllerí í landsliðinu undir stjórn þeirra Ólafs og Péturs. „Ég hef aldrei skilið af hverju brennivíni er blandað í þessa umræðu. Við vorum ekki á fylleríi. Það er algjört kjaftæði. Menn fóru út eftir leiki. Það var þannig áður og það verður þannig áfram. Þetta voru bara sögur og mér sárnaði þetta ekki. Enda veit ég betur.“VísirÓlafur tók við liði Hauka eftir að hafa hætt með landsliðið en segir að starf sitt hafi í raun ekki breyst mikið. „Þetta eru enn ellefu á móti ellefu og æft alla daga. Það er engin breyting á minni vinnu. Það voru ekki sömu gæði hjá Haukum og hjá FH og landsliðinu en það er eini munurinn. Vinnan er sú sama.“ Ólafur ræddi einnig um tímabilið fram undan sem þjálfari Vals en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér efst í fréttinni. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pétur: Hefði getað drukkið minna og reykt minna Pétur Pétursson fór yfir feril sinn í ítarlegu viðtali við Hjört Hjartarson. 13. apríl 2015 23:22 Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45 Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir Landsliðsfyrirliðinn þvertekur fyrir skemmtanastand leikmanna á árum áður og segir Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson eiga mikið í árangri liðsins í dag. 16. apríl 2015 10:30 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins, var gestur Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í dag. Ólafur er í dag þjálfari Vals og snýr því aftur í Pepsi-deildina eftir nokkra fjarveru. Hann hefur þjálfað Hauka síðustu ár, eftir að hann lét af störfum sem landsliðsþjálfari árið 2011. Hann naut mikillar velgengni með FH á sínum tíma og vann marga titla með liðinu á árunum 2003 til 2007, uns hann var ráðinn landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðinu gekk hins vegar ekki vel undir hans stjórn og viðurkennir Ólafur að árangurinn hafi verið honum vonbrigði.„Þetta var feiknarskemmtilegur tími en vissulega var árangurinn vonbrigði, bæði fyrir mig og marga aðra. Það situr aðeins í manni og svo sem ekkert óeðlilegt.“ Ólafur segir að hann hafi tekinn ákveðna áhættu þegar hann var búinn að vera í starfinu í eitt og hálft ár. Áhættu sem hann vissi að gæti komið honum í koll. „Ég gat vitað að það myndi kosta eitthvað. Ég ákvað að yngja liðið upp og ég skipti alveg um allt.“ „Landsliðið var búið að vera á sama stað í mörg ár. Við Pétur [Pétursson] lögðumst yfir þetta og ég held að þetta hafi verið sniðugt hjá okkur. Ég sé ekkert eftir því.“ „Við ákváðum bara að fara þessa leið, það var bara gaman að því.“ Ólafur segist vera mikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins og að hann sé ánægður með hversu vel liðinu hefur gengið eftir að Lars Lagerbäck tók við því ásamt Heimi Hallgrímssyni.VísirEins og Pétur Pétursson, fyrrum aðstoðarþjálfari Ólafs hjá landsliðinu, sagði í viðtali við Hjört fyrr í vikunni þá hafa þeir fengið nokkra gagnrýni frá sumum landsliðsmönnum um meint agaleysi í þeirra stjórnartíð. „Ég get svo sem ekkert sagt við því. Ef þeim finnst þetta þá get ég í sjálfu sér ekkert sagt við því. Ég taldi mig vera að gera fína hluti en einhverjir telja annað. Það er þá bara þeirra vandamál.“ Eins og fjallað var um á Vísi í dag fékk Ólafur stuðning frá landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni um að það hafi aldrei verið fyllerí í landsliðinu undir stjórn þeirra Ólafs og Péturs. „Ég hef aldrei skilið af hverju brennivíni er blandað í þessa umræðu. Við vorum ekki á fylleríi. Það er algjört kjaftæði. Menn fóru út eftir leiki. Það var þannig áður og það verður þannig áfram. Þetta voru bara sögur og mér sárnaði þetta ekki. Enda veit ég betur.“VísirÓlafur tók við liði Hauka eftir að hafa hætt með landsliðið en segir að starf sitt hafi í raun ekki breyst mikið. „Þetta eru enn ellefu á móti ellefu og æft alla daga. Það er engin breyting á minni vinnu. Það voru ekki sömu gæði hjá Haukum og hjá FH og landsliðinu en það er eini munurinn. Vinnan er sú sama.“ Ólafur ræddi einnig um tímabilið fram undan sem þjálfari Vals en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér efst í fréttinni.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pétur: Hefði getað drukkið minna og reykt minna Pétur Pétursson fór yfir feril sinn í ítarlegu viðtali við Hjört Hjartarson. 13. apríl 2015 23:22 Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45 Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir Landsliðsfyrirliðinn þvertekur fyrir skemmtanastand leikmanna á árum áður og segir Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson eiga mikið í árangri liðsins í dag. 16. apríl 2015 10:30 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Pétur: Hefði getað drukkið minna og reykt minna Pétur Pétursson fór yfir feril sinn í ítarlegu viðtali við Hjört Hjartarson. 13. apríl 2015 23:22
Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45
Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir Landsliðsfyrirliðinn þvertekur fyrir skemmtanastand leikmanna á árum áður og segir Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson eiga mikið í árangri liðsins í dag. 16. apríl 2015 10:30