Flottar tilraunabjöllur í New York Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2015 10:07 Bjöllurnar fjórar eru allar sérstakar útlits og munu vafalaust gleðja marga. Á bílasýningunni í New York er Volkswagen að sýna 4 tilraunaútgáfur af Bjöllunni goðsagnarkenndu og ef þær fá góð viðbrögð stendur til að framleiða einhverjar þeirra, jafnvel allar. Þessar fjórar útfærslur bjöllunnar eru R-Line, Denim blæjuútgáfa, Pink Color og Covertible Wave. Meginástæðan fyrir framleiðslu þessara útgáfa er að fagna 60 ára sögu sölu bíla Volkswagen í Bandaríkjunum frá árinu 1955, en það ár hófst saga Volkswagen of America. Fyrsta bjallan var þó framleidd árið 1938, svo saga hennar er öllu lengri, eða 77 ára. Allar þessar nýju gerðir bjöllunnar verða öflugar, en R-Line bíllinn fær t.d. 217 hestafla vél. Hvort að þessar gerðir bjöllunar verða aðeins í sölu í Bandaríkjunum er ekki ljóst, en víst er að framleiðslunni verður aðallega beint þangað. Volkswagen Beetle R-Line. Volkswagen Beetle Covertible Denim. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent
Á bílasýningunni í New York er Volkswagen að sýna 4 tilraunaútgáfur af Bjöllunni goðsagnarkenndu og ef þær fá góð viðbrögð stendur til að framleiða einhverjar þeirra, jafnvel allar. Þessar fjórar útfærslur bjöllunnar eru R-Line, Denim blæjuútgáfa, Pink Color og Covertible Wave. Meginástæðan fyrir framleiðslu þessara útgáfa er að fagna 60 ára sögu sölu bíla Volkswagen í Bandaríkjunum frá árinu 1955, en það ár hófst saga Volkswagen of America. Fyrsta bjallan var þó framleidd árið 1938, svo saga hennar er öllu lengri, eða 77 ára. Allar þessar nýju gerðir bjöllunnar verða öflugar, en R-Line bíllinn fær t.d. 217 hestafla vél. Hvort að þessar gerðir bjöllunar verða aðeins í sölu í Bandaríkjunum er ekki ljóst, en víst er að framleiðslunni verður aðallega beint þangað. Volkswagen Beetle R-Line. Volkswagen Beetle Covertible Denim.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent