Illugi Jökulsson í Facebook-útlegð Bjarki Ármannsson skrifar 21. mars 2015 18:30 Vísir/GVA Facebook-aðgangi Illuga Jökulssonar, sem telur einhverja fimm þúsund vini, var óvænt lokað í gærkvöldi. Illugi segist ekki vita hvers vegna lokað var fyrir aðgang hans en hann reiknar fastlega með því að hann fái að snúa aftur sem fyrst. „Þetta gerðist í gærkvöldi, ég var eitthvað að skrifast á við fólk um formannskjörið í Samfylkingunni og þá bara datt ég út,“ segir Illugi. „Svo ætlaði ég að stimpla mig inn aftur en þá var mér tilkynnt að aðganginum hefði verið lokað og að ég yrði bara að leggja fram einhverja kvörtun ef ég væri ekki sáttur með það.“ Illugi segist hafa sent umsjónarmönnum Facebook skilaboð, ásamt sönnun á því að hann sé í raun hann sjálfur, en ekki fengið aðgang að síðunni á ný. „Það segja mér sérfræðingar í Facebook að þetta stafi sjálfsagt af því að einhverjir hafi tekið sig saman og kvartað yfir mér,“ segir hann. „En ég vona að svo sé ekki, en þá veit ég ekkert af hverju það stafar.“ Illugi er alla jafna mjög virkur í þjóðfélagsumræðunni á Facebook-síðu sinni en hann segist ekki trúa því að til dæmis stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar, sem hann hefur gagnrýnt oftar en einu sinni, hafi verið að reyna að láta loka fyrir síðuna hans þess vegna. „Ég er ekkert í öngum mínum, en það er dálítið hallærislegt ef að það er virkilega svo að einhverjir séu að leggja sig niður við að skemma Facebook-aðganga fyrir öðru fólki,“ segir hann. „Þá er það svona um það bil eins lágt og hægt er að komast, finnst mér.“ Fólk notast mismikið við samskiptavefinn sívinsæla en Illugi segist ekkert eiga erfitt með að komast í gegnum næstu dagana án þess að notast við hann. „Það er bara hið besta mál,“ segir Illugi. „Ég er búinn að vera að rannsaka krókódíla og risaeðlur í allan dag, þannig að ég hef haft nóg að starfa.“ Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Facebook-aðgangi Illuga Jökulssonar, sem telur einhverja fimm þúsund vini, var óvænt lokað í gærkvöldi. Illugi segist ekki vita hvers vegna lokað var fyrir aðgang hans en hann reiknar fastlega með því að hann fái að snúa aftur sem fyrst. „Þetta gerðist í gærkvöldi, ég var eitthvað að skrifast á við fólk um formannskjörið í Samfylkingunni og þá bara datt ég út,“ segir Illugi. „Svo ætlaði ég að stimpla mig inn aftur en þá var mér tilkynnt að aðganginum hefði verið lokað og að ég yrði bara að leggja fram einhverja kvörtun ef ég væri ekki sáttur með það.“ Illugi segist hafa sent umsjónarmönnum Facebook skilaboð, ásamt sönnun á því að hann sé í raun hann sjálfur, en ekki fengið aðgang að síðunni á ný. „Það segja mér sérfræðingar í Facebook að þetta stafi sjálfsagt af því að einhverjir hafi tekið sig saman og kvartað yfir mér,“ segir hann. „En ég vona að svo sé ekki, en þá veit ég ekkert af hverju það stafar.“ Illugi er alla jafna mjög virkur í þjóðfélagsumræðunni á Facebook-síðu sinni en hann segist ekki trúa því að til dæmis stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar, sem hann hefur gagnrýnt oftar en einu sinni, hafi verið að reyna að láta loka fyrir síðuna hans þess vegna. „Ég er ekkert í öngum mínum, en það er dálítið hallærislegt ef að það er virkilega svo að einhverjir séu að leggja sig niður við að skemma Facebook-aðganga fyrir öðru fólki,“ segir hann. „Þá er það svona um það bil eins lágt og hægt er að komast, finnst mér.“ Fólk notast mismikið við samskiptavefinn sívinsæla en Illugi segist ekkert eiga erfitt með að komast í gegnum næstu dagana án þess að notast við hann. „Það er bara hið besta mál,“ segir Illugi. „Ég er búinn að vera að rannsaka krókódíla og risaeðlur í allan dag, þannig að ég hef haft nóg að starfa.“
Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira