Vin Diesel skírir nýfædda dóttur eftir Paul Walker Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 09:34 Paul Walker og Vin Diesel úr Fast & Furious. Fast & Furious leikarinn Vin Diesel og Paloma Jimenez eiginkona hans eru nýbúin að eignast dóttur, sem er þeirra þriðja barn. Í minningu samleikara Vin Diesel, Paul Walker, hefur stúlkan verið skírð Pauline. Paul Walker lést í hörmulegu bílslysi í nóvember árið 2013, en þá voru tökur á Fast & Furious 7 myndinni langt komnar. Stutt er í að sýningar hefjist á þessari mynd, þ.e. 3. apríl og þar sem 85% af þeim tökum sem Paul Walker átti að sjást í voru afstaðnar þegar Paul Walker lést, spilar hann stórt hlutverk í myndinni. Vin Diesel og Paul Walker voru ekki aðeins samleikarar í Fast & Furious myndunum, heldur náði vinskapur þeirra mun lengra og eyddu þeir miklum tíma saman. Því vill Vin Diesel minnast þessa góðvinar síns með þessari nafngift dóttur sinnar. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent
Fast & Furious leikarinn Vin Diesel og Paloma Jimenez eiginkona hans eru nýbúin að eignast dóttur, sem er þeirra þriðja barn. Í minningu samleikara Vin Diesel, Paul Walker, hefur stúlkan verið skírð Pauline. Paul Walker lést í hörmulegu bílslysi í nóvember árið 2013, en þá voru tökur á Fast & Furious 7 myndinni langt komnar. Stutt er í að sýningar hefjist á þessari mynd, þ.e. 3. apríl og þar sem 85% af þeim tökum sem Paul Walker átti að sjást í voru afstaðnar þegar Paul Walker lést, spilar hann stórt hlutverk í myndinni. Vin Diesel og Paul Walker voru ekki aðeins samleikarar í Fast & Furious myndunum, heldur náði vinskapur þeirra mun lengra og eyddu þeir miklum tíma saman. Því vill Vin Diesel minnast þessa góðvinar síns með þessari nafngift dóttur sinnar.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent