Lewis Hamilton kaupir Ferrari La Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 10:46 Lewis Hamilton brosir nú hringinn á nýja La Ferrari bíl sínum. Lewis Hamilton fagnaði sigrinum í Ástralska Formúlu 1 kappakstrinum með því að kaupa sér Ferrari La Ferrari bíl. Ekki er þar um ódýran bíl að ræða en hann kostar 1,5 milljónir dollara, eða ríflega 200 milljónir króna. Einhverjir hefðu haldið að þar sem Lewis Hamilton ekur fyrir Mercedes Benz í Formúlu 1 þá myndi hann fá sér bíl úr smiðju þeirra og að forsvarsmenn Mercedes Benz væru ekki par hrifnir af þessum kaupum ökuþórsins. Það virðist þó ekki standa í þeim og segjast þeir vera alveg sama um kaup hans á þessum Ferrari bíl, enda þar um að ræða einn öflugasta og hraðskreiðasta bíl sem framleiddur er. Það hæfi slíkum ökumanni. Ferrari La Ferrari er tengiltvinnbíll með aflrás sem samanstendur af öflugri bensínvél og rafmótorum sem samtals skila 963 hestöflum. Hann hefur hámarkshraða yfir 350 km/klst og er sneggri í hundraðið en 3 sekúndur. Af honum verða aðeins smíðuð 499 eintök. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Lewis Hamilton fagnaði sigrinum í Ástralska Formúlu 1 kappakstrinum með því að kaupa sér Ferrari La Ferrari bíl. Ekki er þar um ódýran bíl að ræða en hann kostar 1,5 milljónir dollara, eða ríflega 200 milljónir króna. Einhverjir hefðu haldið að þar sem Lewis Hamilton ekur fyrir Mercedes Benz í Formúlu 1 þá myndi hann fá sér bíl úr smiðju þeirra og að forsvarsmenn Mercedes Benz væru ekki par hrifnir af þessum kaupum ökuþórsins. Það virðist þó ekki standa í þeim og segjast þeir vera alveg sama um kaup hans á þessum Ferrari bíl, enda þar um að ræða einn öflugasta og hraðskreiðasta bíl sem framleiddur er. Það hæfi slíkum ökumanni. Ferrari La Ferrari er tengiltvinnbíll með aflrás sem samanstendur af öflugri bensínvél og rafmótorum sem samtals skila 963 hestöflum. Hann hefur hámarkshraða yfir 350 km/klst og er sneggri í hundraðið en 3 sekúndur. Af honum verða aðeins smíðuð 499 eintök.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent