Páll Óskar komst ekki í Eurovision: „Olli mér gífurlegum vonbrigðum“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. mars 2015 07:00 Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður og fyrrum Eurovisionfari, gerði árið 2007 tilraun til að taka þátt í söngvakeppni evróskra sjónvarpsstöðva með laginu Allt fyrir Ástina. Hann sendi lagið í undankeppni RÚV en var hafnað á þeim forsendum að einn lagahöfundanna var sænskur. „Þetta olli mér gífurlegum vonbrigðum á sínum tíma. En þá kváðu reglurnar hjá RÚV á um það að allir lagahöfundar og textahöfundar yrðu að vera af íslensku bergi brotnir,“ sagi Páll Óskar í hlaðvarpsþættinum Eurovísi sem birtur var í gær. Hann var gestur í þættinum ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, miðborgarstjóra og fyrrum Eurovision-kynni. Árið 2008 var reglunum breytt þannig að tveir þriðju hluta lagsins og helmingur texta séu eftir íslenska höfunda.Sjá einnig: Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar og Jakob Frímann voru báðir afar gagnrýnir á strangar reglur RíkisútvarpsinsEins og að láta handboltamenn fá kartöflur „Mörður Árnason kom með það að það mætti alls ekki hafa lagið á ensku þó svo að keppnin fari fram á ensku að mestu leyti. Það hefur gilt til dagsins í dag að öll undankeppnin þarf að vera á íslensku. Þetta er svona eisn og að senda handboltalandsliðið í æfingabúðir með kartöflupoka sem þeir kasta á milli sín og svo fara þeir á vettvang og fá þá handbolta til að keppa með,“ sagði Jakob Frímann. Jakob sagðist hafa rætt þetta margoft við bæði útvarpsstjóra og dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Hann er á þeirri skoðun að það eigi að vera ákvörðun höfundarins á hvaða tungumáli hann vilji semja lagið, það séu grundvallarmannréttindi.Páll Óskar keppti árið 1997 í Eurovision.„Með fullri virðingu fyrir ríkissjónvarpið er ekki „in da pop industri,“ frekar en 365 en 365 þó meira ýfir að líkindum. [...] Það að ein sjónvarpsstöð sé að véla um það hvernig eigi að gera þetta, hver eigi að gera hvað, hvernig lagið eigi að vera eða megi vera. Þeir eiga að láta það fagfélögum og fagmönnum eftir ef við viljum ná betri árangri en við höfum almennt verið að ná,“ sagði Jakob. Plata Páls Óskars, Allt fyrir ástina, var gefin út árið 2007 og naut gríðarlegra vinsælda hér á landi. Eiríkur Hauksson fór út fyrir Íslands hönd með lagið Valentine‘s lost, en þrátt fyrir frábæra frammistöðu komst hann ekki upp úr undanúrslitunum. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Í lok viðtalsins syngur Páll Óskar Eurovision-lagið sitt frá árinu 1997 og leikur Ásgeir Ásgeirsson undir.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að senda lag inn í undankeppnina þegar hann fær rétta lagið í hendurnar. 25. mars 2015 11:30 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður og fyrrum Eurovisionfari, gerði árið 2007 tilraun til að taka þátt í söngvakeppni evróskra sjónvarpsstöðva með laginu Allt fyrir Ástina. Hann sendi lagið í undankeppni RÚV en var hafnað á þeim forsendum að einn lagahöfundanna var sænskur. „Þetta olli mér gífurlegum vonbrigðum á sínum tíma. En þá kváðu reglurnar hjá RÚV á um það að allir lagahöfundar og textahöfundar yrðu að vera af íslensku bergi brotnir,“ sagi Páll Óskar í hlaðvarpsþættinum Eurovísi sem birtur var í gær. Hann var gestur í þættinum ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, miðborgarstjóra og fyrrum Eurovision-kynni. Árið 2008 var reglunum breytt þannig að tveir þriðju hluta lagsins og helmingur texta séu eftir íslenska höfunda.Sjá einnig: Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar og Jakob Frímann voru báðir afar gagnrýnir á strangar reglur RíkisútvarpsinsEins og að láta handboltamenn fá kartöflur „Mörður Árnason kom með það að það mætti alls ekki hafa lagið á ensku þó svo að keppnin fari fram á ensku að mestu leyti. Það hefur gilt til dagsins í dag að öll undankeppnin þarf að vera á íslensku. Þetta er svona eisn og að senda handboltalandsliðið í æfingabúðir með kartöflupoka sem þeir kasta á milli sín og svo fara þeir á vettvang og fá þá handbolta til að keppa með,“ sagði Jakob Frímann. Jakob sagðist hafa rætt þetta margoft við bæði útvarpsstjóra og dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Hann er á þeirri skoðun að það eigi að vera ákvörðun höfundarins á hvaða tungumáli hann vilji semja lagið, það séu grundvallarmannréttindi.Páll Óskar keppti árið 1997 í Eurovision.„Með fullri virðingu fyrir ríkissjónvarpið er ekki „in da pop industri,“ frekar en 365 en 365 þó meira ýfir að líkindum. [...] Það að ein sjónvarpsstöð sé að véla um það hvernig eigi að gera þetta, hver eigi að gera hvað, hvernig lagið eigi að vera eða megi vera. Þeir eiga að láta það fagfélögum og fagmönnum eftir ef við viljum ná betri árangri en við höfum almennt verið að ná,“ sagði Jakob. Plata Páls Óskars, Allt fyrir ástina, var gefin út árið 2007 og naut gríðarlegra vinsælda hér á landi. Eiríkur Hauksson fór út fyrir Íslands hönd með lagið Valentine‘s lost, en þrátt fyrir frábæra frammistöðu komst hann ekki upp úr undanúrslitunum. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Í lok viðtalsins syngur Páll Óskar Eurovision-lagið sitt frá árinu 1997 og leikur Ásgeir Ásgeirsson undir.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að senda lag inn í undankeppnina þegar hann fær rétta lagið í hendurnar. 25. mars 2015 11:30 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira
Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að senda lag inn í undankeppnina þegar hann fær rétta lagið í hendurnar. 25. mars 2015 11:30