Mahindra að kaupa Pininfarina Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2015 09:41 Pininfarina hefur teiknað margan fagran fákinn. Ítalska hönnunarfyrirtækið Pininfarina hefur teiknað marga af fallegustu bílum heims, þar á meðal Ferrari 250 GT og F355. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að yfirvofandi er gjaldþrot fyrirtækisins og hefur það verið rekið með tapi í 10 af síðustu 11 árum. Pininfarina hefur gengið afar illa á síðustu árum, ekki síst eftir að tekin var sú ákvörðun innan raða þess að yfirgefa bílabransann árið 2011 og beina spjótunum að annarri hönnun. Nú er svo komið að það þarf utanaðkomandi aðstoð til að bjarga fyrirtækinu frá gjáldþroti. Sú aðstoð virðist þó vera innan seilingar, því indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra ætlar einfaldlega að kaupa fyrirtækið og með því bjarga því frá gjaldþroti. Viðræður hafa farið fram á milli fyrirtækjanna undanfarnar vikur og munu þær líklega enda með kaupum. Mahindra & Mahindra hefur einu sinni nýtt sér starfskrafta Pininfarina, en ítalska hönnunarhúsið teiknaði Mahindra Halo tilraunabílinn sem sýndur var í fyrra. Mahindra hefur greinilega vel líkað og ætlar í framhaldinu að hefja upp ímynd bíla sinna með því að hafa svo virt hönnunahús innan vébanda fyrirtækisins.Mahindra Halo tilraunarafmagnsbíllinn. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent
Ítalska hönnunarfyrirtækið Pininfarina hefur teiknað marga af fallegustu bílum heims, þar á meðal Ferrari 250 GT og F355. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að yfirvofandi er gjaldþrot fyrirtækisins og hefur það verið rekið með tapi í 10 af síðustu 11 árum. Pininfarina hefur gengið afar illa á síðustu árum, ekki síst eftir að tekin var sú ákvörðun innan raða þess að yfirgefa bílabransann árið 2011 og beina spjótunum að annarri hönnun. Nú er svo komið að það þarf utanaðkomandi aðstoð til að bjarga fyrirtækinu frá gjáldþroti. Sú aðstoð virðist þó vera innan seilingar, því indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra ætlar einfaldlega að kaupa fyrirtækið og með því bjarga því frá gjaldþroti. Viðræður hafa farið fram á milli fyrirtækjanna undanfarnar vikur og munu þær líklega enda með kaupum. Mahindra & Mahindra hefur einu sinni nýtt sér starfskrafta Pininfarina, en ítalska hönnunarhúsið teiknaði Mahindra Halo tilraunabílinn sem sýndur var í fyrra. Mahindra hefur greinilega vel líkað og ætlar í framhaldinu að hefja upp ímynd bíla sinna með því að hafa svo virt hönnunahús innan vébanda fyrirtækisins.Mahindra Halo tilraunarafmagnsbíllinn.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent