Hólmfríður: Hef sjaldan verið í betra standi Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2015 19:00 Hólmfríður Magnúsdóttir í landsleik gegn Japan á Algarve. vísir/getty Tímabilið í úrvalsdeild kvenna í Noregi hefst um helgina og byrjar Íslendingaliðið Avaldsnes á heimaleik gegn Arna-Björnar. Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er lykilmaður í liði Avaldsnes, en hún hefur spilað 76 leiki og skorað í þeim 51 mark. „Ég hef sjaldan verið í betra formi fyrir tímabil. Ég er í góðu standi, sterk andlega og hef sjaldan notið mín svona á undirbúningstímabilinu,“ segir Hólmfríður í viðtali við karmoynytt.no. Landsliðskonan nýtur lífsins í Karmöy og hefur ekkert nema góða hluti að segja um yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu, Arne Utvik. „Ég get bara sagt góða hluti um fyrstu fjögur árin mín hérna. Ég elska Karmöy. Fólkið hérna er orðin ný fjölskylda fyrir mér,“ segir Hólmfríður. „Fyrst og fremst verð ég að tala um Arne Utvik og það sem hann hefur gert fyrir mig, félagið og norskan kvennafótbolta. Undir hans stjórn er umhverfið í kringum liðið mun betra og hann hefur skilað mikilli vinnu og sett pening í félagið. Hann mætir á æfingar, sækir boltana og sinnir allskonar störfum fyrir félagið.“ Utvik fékk Tom Nordlie, frægan þjálfara í Noregi sem hefur þjálfað karlalið á borð við Lilleström, Start, Vålerenga, Odd, Viking og nú síðast Íslendingaliðið Sandnes. „Við erum með marga nýja leikmenn í hópnum og þeir eru spennandi. Liðið er búið að æfa vel undir stjórn Tom Nordli sem er mjög góður þjálfari með marga styrkleika. Hann hefur skýra stefnu og er mjög virkur á æfingum,“ segir Hólmfríður. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi Sjá meira
Tímabilið í úrvalsdeild kvenna í Noregi hefst um helgina og byrjar Íslendingaliðið Avaldsnes á heimaleik gegn Arna-Björnar. Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er lykilmaður í liði Avaldsnes, en hún hefur spilað 76 leiki og skorað í þeim 51 mark. „Ég hef sjaldan verið í betra formi fyrir tímabil. Ég er í góðu standi, sterk andlega og hef sjaldan notið mín svona á undirbúningstímabilinu,“ segir Hólmfríður í viðtali við karmoynytt.no. Landsliðskonan nýtur lífsins í Karmöy og hefur ekkert nema góða hluti að segja um yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu, Arne Utvik. „Ég get bara sagt góða hluti um fyrstu fjögur árin mín hérna. Ég elska Karmöy. Fólkið hérna er orðin ný fjölskylda fyrir mér,“ segir Hólmfríður. „Fyrst og fremst verð ég að tala um Arne Utvik og það sem hann hefur gert fyrir mig, félagið og norskan kvennafótbolta. Undir hans stjórn er umhverfið í kringum liðið mun betra og hann hefur skilað mikilli vinnu og sett pening í félagið. Hann mætir á æfingar, sækir boltana og sinnir allskonar störfum fyrir félagið.“ Utvik fékk Tom Nordlie, frægan þjálfara í Noregi sem hefur þjálfað karlalið á borð við Lilleström, Start, Vålerenga, Odd, Viking og nú síðast Íslendingaliðið Sandnes. „Við erum með marga nýja leikmenn í hópnum og þeir eru spennandi. Liðið er búið að æfa vel undir stjórn Tom Nordli sem er mjög góður þjálfari með marga styrkleika. Hann hefur skýra stefnu og er mjög virkur á æfingum,“ segir Hólmfríður.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi Sjá meira