Sjálfakandi Audi frá San Francisco til New York Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2015 15:00 Audi SQ5 bíllinn sem aka mun þvert yfir Bandaríkin án ökumanns. Fyrirtækið Delphi Automotive er að leggja af stað eftir nokkra daga í lengstu ökuferð sem farin hefur verið á sjálfakandi bíl. Lagt verður af stað á Audi SQ5 bíl frá San Francisco til New York og er vegalengdin þar á milli er 5.633 kílómetrar. Ferðin hefst 22. mars og endar 3. apríl, en þann dag hefst bílasýningin í New York. Ekki er það nú svo að bíllinn verði alveg tómur á leiðinni, en tveir verkfræðingar munu sitja í bílnum, þó svo meiningin sé að þeir muni aldrei aka bílnum sjálfir. Með þessari ferð ætlar Delphi að safna frekari upplýsingum til þróunar á búnaði sínum fyrir sjálfakandi bíla. Delphi ætlar einnig að prófa öryggiskerfi frá Mobileye sem kemur í veg fyrir að hægt sé að aka á aðra bíla og tengist bremsubúnaði Audi bílsins. Delphi Automotive, sem áður var deild innan General Motors, vill meina að allir nýir bílar gætu verið með sjálfakandi búnaði árið 2020, jafnvel þó að flestir muni enn kjósa að aka bílum sínum sjálfir. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent
Fyrirtækið Delphi Automotive er að leggja af stað eftir nokkra daga í lengstu ökuferð sem farin hefur verið á sjálfakandi bíl. Lagt verður af stað á Audi SQ5 bíl frá San Francisco til New York og er vegalengdin þar á milli er 5.633 kílómetrar. Ferðin hefst 22. mars og endar 3. apríl, en þann dag hefst bílasýningin í New York. Ekki er það nú svo að bíllinn verði alveg tómur á leiðinni, en tveir verkfræðingar munu sitja í bílnum, þó svo meiningin sé að þeir muni aldrei aka bílnum sjálfir. Með þessari ferð ætlar Delphi að safna frekari upplýsingum til þróunar á búnaði sínum fyrir sjálfakandi bíla. Delphi ætlar einnig að prófa öryggiskerfi frá Mobileye sem kemur í veg fyrir að hægt sé að aka á aðra bíla og tengist bremsubúnaði Audi bílsins. Delphi Automotive, sem áður var deild innan General Motors, vill meina að allir nýir bílar gætu verið með sjálfakandi búnaði árið 2020, jafnvel þó að flestir muni enn kjósa að aka bílum sínum sjálfir.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent