BMW rafmagnsvæðir X5 jeppann Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2015 16:28 BMW X5 xDrive40e. BMW brýtur nú blað með því að bjóða fyrsta sinni einn sinna hefbundnu bíla með rafmagnsmótorum sem hlaðnir eru heimilisrafmagni. BMW framleiðir rafmagnsbílana i3 og i8, en eingöngu sem slíkir, þó svo i8 sé einnig búinn brunavél. Enginn annar bíla BMW hefur verið með rafmótorum í drifrásinni fyrr en nú að BMW ætlar að bjóða X5 með rafmótorum, auk 2,0 lítra bensínvélar. Bensínvélin ein skilar 245 hestöflum, en rafmótorarnir 113 hestöflum en saman er þessi drifrás skráð fyrir 313 hestöflum. Þessi bíll er því öflugri en BMW X5 xDrive35i með 6 strokka vél. Bíllinn er 6,8 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraða uppá 210 km/klst. Hann getur ekið fyrstu 30 kílómetrana eingöngu á rafmagni og á allt að 120 km hraða. Bíllinn er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og hann er með 8 gíra sjálfskiptingu. Hann fær týpuheitið BMW X5 xDrive40e. Verð hans hefur ekki verið gefið upp. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
BMW brýtur nú blað með því að bjóða fyrsta sinni einn sinna hefbundnu bíla með rafmagnsmótorum sem hlaðnir eru heimilisrafmagni. BMW framleiðir rafmagnsbílana i3 og i8, en eingöngu sem slíkir, þó svo i8 sé einnig búinn brunavél. Enginn annar bíla BMW hefur verið með rafmótorum í drifrásinni fyrr en nú að BMW ætlar að bjóða X5 með rafmótorum, auk 2,0 lítra bensínvélar. Bensínvélin ein skilar 245 hestöflum, en rafmótorarnir 113 hestöflum en saman er þessi drifrás skráð fyrir 313 hestöflum. Þessi bíll er því öflugri en BMW X5 xDrive35i með 6 strokka vél. Bíllinn er 6,8 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraða uppá 210 km/klst. Hann getur ekið fyrstu 30 kílómetrana eingöngu á rafmagni og á allt að 120 km hraða. Bíllinn er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og hann er með 8 gíra sjálfskiptingu. Hann fær týpuheitið BMW X5 xDrive40e. Verð hans hefur ekki verið gefið upp.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent