Hjálparsveit skáta í Kópavogi fá Iveco Trakker í sína þjónustu Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2015 11:08 Frá afhendingu bílsins. Nýverið festi Hjálparsveit skáta í Kópavogi kaup á nýjum vörubíl af Iveco Trakker gerð frá Kraftvélum. Þessi nýji vörubíll hentar einkar vel til starfa HSSK og er sérútbúinn til að nýtast sem best í starfi HSSK. Vörubíllinn er útbúinn krókheysi og getur flutt mismunandi einingar sem hífðar eru upp á vörubílinn. Meðal annars er hann hugsaður til flutninga á snjóbíl sveitarinnar. Auk snjóbíls getur vörubíllinn flutt rústabjörgunargám sem sveitin hefur í sinni þjónustu. Þar má finna allan þann búnað sem nýtist í jarðskjálftum, snjóflóðum eða öðrum hamförum. IVECO vörubíllinn hefur gríðarmikla drifgetu. Hann er með drif á öllum öxlum eða 6x6 og hægt er að læsa drifum ásamt millikassa bílsins. Það gerir bílinn mjög hæfan til aksturs og eykur drifgetuna til muna. Ætti ófærð eða óbrúaðar ár því ekki að vera farartálmi. Samstarf HSSK og Kraftvéla hefur varað til margra ára. Ákveðið var að leita til þeirra eftir að þörf fyrir endurnýjun varð ljós og fljótlega var ákveðið að Kraftvélar útvega þennan nýja trukk. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent
Nýverið festi Hjálparsveit skáta í Kópavogi kaup á nýjum vörubíl af Iveco Trakker gerð frá Kraftvélum. Þessi nýji vörubíll hentar einkar vel til starfa HSSK og er sérútbúinn til að nýtast sem best í starfi HSSK. Vörubíllinn er útbúinn krókheysi og getur flutt mismunandi einingar sem hífðar eru upp á vörubílinn. Meðal annars er hann hugsaður til flutninga á snjóbíl sveitarinnar. Auk snjóbíls getur vörubíllinn flutt rústabjörgunargám sem sveitin hefur í sinni þjónustu. Þar má finna allan þann búnað sem nýtist í jarðskjálftum, snjóflóðum eða öðrum hamförum. IVECO vörubíllinn hefur gríðarmikla drifgetu. Hann er með drif á öllum öxlum eða 6x6 og hægt er að læsa drifum ásamt millikassa bílsins. Það gerir bílinn mjög hæfan til aksturs og eykur drifgetuna til muna. Ætti ófærð eða óbrúaðar ár því ekki að vera farartálmi. Samstarf HSSK og Kraftvéla hefur varað til margra ára. Ákveðið var að leita til þeirra eftir að þörf fyrir endurnýjun varð ljós og fljótlega var ákveðið að Kraftvélar útvega þennan nýja trukk.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent