Sex kylfingar deila forystunni á Northern Trust Open 20. febrúar 2015 15:15 Vijay Singh einbeittur að vanda á fyrsta hring í dag. Getty Sex kylfingar eru jafnir í efsta sæti á Northern Trust Open sem fram fer á Riviera vellinum í Kaliforníuríki en þar ber helst að nefna gömlu brýnin Vijay Singh og Retief Goosen sem rúlluðu aftur árunum á fyrsta hring og léku á 66 höggum eða fimm undir pari. Það gerðu einnig Bandaríkjamennirnir Daniel Summerhays, James Hahn, Derek Fathauer og Nick Watney en Carlos Ortiz frá Mexíkó er einn í sjöunda sæti á fjórum undir pari.Jordan Spieth fór einnig vel af stað og lék fyrsta hring á tveimur undir pari, einu höggi betur en hinn högglangi Dustin Johnson og sigurvegari síðasta árs, Bubba Watson, en þeir léku báðir á einu höggi undir pari. Þá voru nokkur stór nöfn í tómum vandræðum á fyrsta hring, þar á meðal Hunter Mahan sem lék á fjórum yfir pari, Luke Donald á sex yfir pari og Ernie Els á sjö yfir en hann er meðal neðstu manna. Northern Trust Open verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina en útsendingartíma má sjá hér. Golf Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Sex kylfingar eru jafnir í efsta sæti á Northern Trust Open sem fram fer á Riviera vellinum í Kaliforníuríki en þar ber helst að nefna gömlu brýnin Vijay Singh og Retief Goosen sem rúlluðu aftur árunum á fyrsta hring og léku á 66 höggum eða fimm undir pari. Það gerðu einnig Bandaríkjamennirnir Daniel Summerhays, James Hahn, Derek Fathauer og Nick Watney en Carlos Ortiz frá Mexíkó er einn í sjöunda sæti á fjórum undir pari.Jordan Spieth fór einnig vel af stað og lék fyrsta hring á tveimur undir pari, einu höggi betur en hinn högglangi Dustin Johnson og sigurvegari síðasta árs, Bubba Watson, en þeir léku báðir á einu höggi undir pari. Þá voru nokkur stór nöfn í tómum vandræðum á fyrsta hring, þar á meðal Hunter Mahan sem lék á fjórum yfir pari, Luke Donald á sex yfir pari og Ernie Els á sjö yfir en hann er meðal neðstu manna. Northern Trust Open verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina en útsendingartíma má sjá hér.
Golf Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira