Guðmundur Reynir spilar með Ólsurum í sumar: Verður að vera flygill á staðnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 12:17 Guðmundur Reynir Gunnarsson verður mikill liðsstyrkur fyrir Ólsara. vísir/daníel „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt í sumar,“ segir knattspyrnumaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson sem hefur fengið lánssamning hjá Víkingi Ólafsvík frá KR. Hann spilar með Ólsurum í 1. deildinni í sumar. Guðmundur Reynir hefur spilað allan sinn meistaraflokksferil með KR fyrir utan stutta dvöl í Svíþjóð en sagðist eftir síðasta tímabil leggja skóna á hilluna. „Ég ætlaði að gera það en síðan eru nokkrir strákar sem ég þekki mættir í Ólafsvík og það kveikti aðeins í mér. Ég hef pælt síðustu vikuna hvort ég ætti að prófa eitthvað nýtt og ákvað á endanum að taka slaginn,“ segir Guðmundur Reynir við Vísi. Hann segir óvíst hvort skórnir séu komnir endanlega af hillunni, en hann er með samning við út tímabilið 2016. „KR-ingarnir voru mjög liðlegir að leyfa mér þetta og kann ég þeim bestu þakkir. Ég ætlaði aldrei að spila í úrvalsdeildinni í sumar, en ég gæti spilað aftur fyrir KR næsta sumar. Það er bara óvíst hvað gerist,“ segir bakvörðurinn öflugi. Guðmundur Reynir verður á flakki milli Ólafsvíkur og Reykjavíkur í sumar og gæti búið eitthvað fyrir vestan. „Ég verð mögulega eitthvað í Ólafsvík en það er ekki alveg komið á hreint. Ég verð líka eitthvað í bænum,“ segir hann. Aðspurður hvort ekki verði að vera píanó þar sem hann gistir fyrir vestan hlær þessi mikli tónlistarsnillingur og svarar: „Að sjálfsögðu. Það verður að vera flygill á staðnum.“ Guðmundur kveðst ætla að hefja leik strax með Ólsurum í Lengjubikarnum, en ljóst er að Ólafsvíkurliðið er ansi líklegt til afreka í sumar með hann og annan KR-ing, Egil Jónsson, innan sinna raða í sumar. Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira
„Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt í sumar,“ segir knattspyrnumaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson sem hefur fengið lánssamning hjá Víkingi Ólafsvík frá KR. Hann spilar með Ólsurum í 1. deildinni í sumar. Guðmundur Reynir hefur spilað allan sinn meistaraflokksferil með KR fyrir utan stutta dvöl í Svíþjóð en sagðist eftir síðasta tímabil leggja skóna á hilluna. „Ég ætlaði að gera það en síðan eru nokkrir strákar sem ég þekki mættir í Ólafsvík og það kveikti aðeins í mér. Ég hef pælt síðustu vikuna hvort ég ætti að prófa eitthvað nýtt og ákvað á endanum að taka slaginn,“ segir Guðmundur Reynir við Vísi. Hann segir óvíst hvort skórnir séu komnir endanlega af hillunni, en hann er með samning við út tímabilið 2016. „KR-ingarnir voru mjög liðlegir að leyfa mér þetta og kann ég þeim bestu þakkir. Ég ætlaði aldrei að spila í úrvalsdeildinni í sumar, en ég gæti spilað aftur fyrir KR næsta sumar. Það er bara óvíst hvað gerist,“ segir bakvörðurinn öflugi. Guðmundur Reynir verður á flakki milli Ólafsvíkur og Reykjavíkur í sumar og gæti búið eitthvað fyrir vestan. „Ég verð mögulega eitthvað í Ólafsvík en það er ekki alveg komið á hreint. Ég verð líka eitthvað í bænum,“ segir hann. Aðspurður hvort ekki verði að vera píanó þar sem hann gistir fyrir vestan hlær þessi mikli tónlistarsnillingur og svarar: „Að sjálfsögðu. Það verður að vera flygill á staðnum.“ Guðmundur kveðst ætla að hefja leik strax með Ólsurum í Lengjubikarnum, en ljóst er að Ólafsvíkurliðið er ansi líklegt til afreka í sumar með hann og annan KR-ing, Egil Jónsson, innan sinna raða í sumar.
Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira