Pálína: Væri himnasending að vinna með þriðja liðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2015 10:00 Pálína, til hægri, verður í eldínunni gegn Keflavík í kvöld. Vísir/Stefán „Við erum rosalega spenntar og það er góð stemning í mannskapnum,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Grindavíkur sem mætir Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta í dag klukkan 13.30. Bæði lið hafa verið á miklum skriði að undanförnu og þau mættust 11. febrúar í generalprufu fyrir úrslitaleikinn. Þann leik vann Grindavík með níu stiga mun og Grindjánar unnu einnig leikinn á undan því gegn Keflavík. „Keflavík er með flott lið en við líka. Þarna eru tvö góð lið að mætast. Við einbeitum okkur samt bara að okkar leik og sérstaklega að því að hafa gaman. Það eru bara tvö lið sem komast í úrslitaleikinn og hin liðin eru í tíu daga fríi á meðan. Það skiptir miklu máli að njóta þess að vera í Höllinni,“ segir Pálína.Vísir/DaníelVildi nýja áskorun Stemningin er búin að vera mikil í Grindavík í aðdraganda leiksins og æfingavikan óhefðbundin hjá stelpunum. „Vikan fyrir bikarúrslitaleikinn er alltaf skemmtilegust og hún þjappar hópnum saman. Við erum búnar að fara í keilu og út að borða í vikunni. Svo fengum við bréf frá nafnlausum aðila með mynd af okkur en í þeim stóðu vel valin orð. Svo er gulur dagur í dag [gær] í bænum. Allir mæta í gulu í vinnuna, skólann og á bæjarskrifstofuna. Það er kátt í bænum,“ segir Pálína. Þessi magnaða körfuboltakona, sem hefur þrisvar verið kjörinn besti leikmaður ársins, þekkir það vel að fara í bikarúrslit. Hún getur orðið sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Ég er orðin virkilega spennt. Ég var að skoða þetta hjá mér í vikunni. Ég hef farið sex sinnum í Höllina og unnið fjórum sinnum. Það yrði því algjör himnasending að vinna með þriðja liðinu og gott fyrir ferilskrána mína,“ segir Pálína sem yfirgaf einmitt Keflavík fyrir Grindavík: „Þetta er það sem mig langaði að gera þegar ég fór til Grindavíkur. Ég var búin að vinna öll liðs- og einstaklingsverðlaun með Keflavík og vildi því takast á við nýjar áskoranir. Ég vona bara að titilinn verði gulur í ár.“Vísir/StefánErum að slípa okkur saman Grindavík var í basli í deildinni fyrir áramót en hefur nú unnið sjö leiki af síðustu tíu og er í þriðja sætinu. Það tapaði þó tveimur af þremur áður en það fór í Höllina. „Við höfum bara kynnst betur sem lið. Við erum með nýtt lið og nýjan þjálfara. Það tekur alltaf smá tíam fyrir lið að slípa sig saman en frá og með miðjum desember höfum við fundið taktinn. Við töpuðum samt tveimur leikjum í deildinni í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. Það leit út fyrir að hugurinn væri kominn í Höllina þannig vonandi er bara að við vinnum leikinn,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
„Við erum rosalega spenntar og það er góð stemning í mannskapnum,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Grindavíkur sem mætir Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta í dag klukkan 13.30. Bæði lið hafa verið á miklum skriði að undanförnu og þau mættust 11. febrúar í generalprufu fyrir úrslitaleikinn. Þann leik vann Grindavík með níu stiga mun og Grindjánar unnu einnig leikinn á undan því gegn Keflavík. „Keflavík er með flott lið en við líka. Þarna eru tvö góð lið að mætast. Við einbeitum okkur samt bara að okkar leik og sérstaklega að því að hafa gaman. Það eru bara tvö lið sem komast í úrslitaleikinn og hin liðin eru í tíu daga fríi á meðan. Það skiptir miklu máli að njóta þess að vera í Höllinni,“ segir Pálína.Vísir/DaníelVildi nýja áskorun Stemningin er búin að vera mikil í Grindavík í aðdraganda leiksins og æfingavikan óhefðbundin hjá stelpunum. „Vikan fyrir bikarúrslitaleikinn er alltaf skemmtilegust og hún þjappar hópnum saman. Við erum búnar að fara í keilu og út að borða í vikunni. Svo fengum við bréf frá nafnlausum aðila með mynd af okkur en í þeim stóðu vel valin orð. Svo er gulur dagur í dag [gær] í bænum. Allir mæta í gulu í vinnuna, skólann og á bæjarskrifstofuna. Það er kátt í bænum,“ segir Pálína. Þessi magnaða körfuboltakona, sem hefur þrisvar verið kjörinn besti leikmaður ársins, þekkir það vel að fara í bikarúrslit. Hún getur orðið sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Ég er orðin virkilega spennt. Ég var að skoða þetta hjá mér í vikunni. Ég hef farið sex sinnum í Höllina og unnið fjórum sinnum. Það yrði því algjör himnasending að vinna með þriðja liðinu og gott fyrir ferilskrána mína,“ segir Pálína sem yfirgaf einmitt Keflavík fyrir Grindavík: „Þetta er það sem mig langaði að gera þegar ég fór til Grindavíkur. Ég var búin að vinna öll liðs- og einstaklingsverðlaun með Keflavík og vildi því takast á við nýjar áskoranir. Ég vona bara að titilinn verði gulur í ár.“Vísir/StefánErum að slípa okkur saman Grindavík var í basli í deildinni fyrir áramót en hefur nú unnið sjö leiki af síðustu tíu og er í þriðja sætinu. Það tapaði þó tveimur af þremur áður en það fór í Höllina. „Við höfum bara kynnst betur sem lið. Við erum með nýtt lið og nýjan þjálfara. Það tekur alltaf smá tíam fyrir lið að slípa sig saman en frá og með miðjum desember höfum við fundið taktinn. Við töpuðum samt tveimur leikjum í deildinni í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. Það leit út fyrir að hugurinn væri kominn í Höllina þannig vonandi er bara að við vinnum leikinn,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira