„Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2015 13:30 Erlendur Eiríksson spjaldar Halldór Kristinn Halldórsson við litla hrifningu Leiknismanna. vísir/andri marinó Allt varð vitlaust á 68. mínútu í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gærkvöldi. Edvard Börkur Óttharsson, miðvörður Leiknis, féll þá til jarðar eftir baráttu um boltann við Ragnar Þór Gunnarsson, framherja Vals.Sjá einnig:Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Erlendur Eiríksson skipti sér ekki af málinu og lét leikinn halda áfram, en þegar Brynjar Hlöðversson, samherji Edvards, sá félaga sinn liggja áfram stoppaði hann með boltann í miðjuhringnum. Hann virtist ekki alveg vita hvað hann ætti að gera þar sem Erlendur gerði sig ekki líklegan til að stöðva leikinn. Í ráðleysi sínu sneri hann sér að vinstri kantinum þar sem Birkir Björnsson stóð tilbúinn að fá boltann og reyndi sendingu þangað. Líklega var ætlunin á endanum að koma boltanum út af.Ólafur Jóhannesson vildi rautt á Halldór Kristinn.vísir/andri marinóEinar Karl Ingvarsson, miðjumaður Vals, nýtti sér ráðleysi Brynjars, stal af honum boltanum tók á sprett með hann að marki Leiknis. Þegar hann nálgaðist vítateiginn var Einar Karl straujaður niður af Halldóri Kristni Halldórssyni, miðverði Leiknis. Breiðhyltingar voru vægast sagt ósáttir við framgöngu mótherja sinna og fannst að þeir hefðu átt að fá tækifæri til að koma boltanum út af. Allt varð vitlaust inn á vellinum og einnig á hliðarlínunni þar sem Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, gerði sér ferð að varamannaskýli Vals til að segja Ólafi Jóhannssyni, þjálfara Vals, til syndanna. Báðir þjálfarar Leiknis, Freyr og Davíð Snorri Jónasson, auk markvarðarþjálfarans Vals Gunnarssonar, skiptust á að öskra á Ólaf og aðstoðarmann hans, Sigurbjörn Hreiðarsson.Sjá einnig:Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Á endanum kallaði aðstoðardómarinn þeim megin á Erlend og bað hann um að áminna bekkinn hjá Leiknismönnum. Ólafur Jóhannesson lét einnig í sér heyra og bað um rautt spjald á Halldór Kristinn sem fór ekki vel í Leiknismennina. Á endanum dró hann þó í land og bað Einar Karl um að sparka boltanum aftur fyrir endamörk úr aukspyrnunni.Þórður Steinar Hreiðarsson og Ólafur Hrannar Kristjánsson ræðast við.vísir/andri marinóLeikurinn var sýndur í beinni útsendingu á SportTV í gærkvöldi og misstu menn þar af megninu af látunum á bekknum, en beindu myndavél sinni niður að Frey þegar hann fékk áminninguna. „Þetta er full seint í rassinn gripið, Ólafur,“ sagði Freyr við fyrrverandi landsliðsþjálfarann um ákvörðun hans að nýta ekki aukaspyrnuna heldur koma boltanum aftur til Leiknis. „Hvað á maður að gera þegar hann tekur ákvörðun um þetta? Hver djöfullinn er þetta maður?“ öskraði Sigurbjörn á Frey sem svaraði: „Þú átt að grípa inn í þarna.“ „Hann er að hlaupa inn á vellinum,“ sagði Sigurbjörn og Freyr, sem þjálfaði Sigurbjörn hjá Val fyrir nokkrum árum lauk umræðunni með því að segja: „Er ekki í lagi með þig Bjössi?“ Þessar fjörlegu tvær mínútur má sjá í spilaranum hér að ofan. Myndirnar eru frá SportTV. Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Allt varð vitlaust á 68. mínútu í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gærkvöldi. Edvard Börkur Óttharsson, miðvörður Leiknis, féll þá til jarðar eftir baráttu um boltann við Ragnar Þór Gunnarsson, framherja Vals.Sjá einnig:Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Erlendur Eiríksson skipti sér ekki af málinu og lét leikinn halda áfram, en þegar Brynjar Hlöðversson, samherji Edvards, sá félaga sinn liggja áfram stoppaði hann með boltann í miðjuhringnum. Hann virtist ekki alveg vita hvað hann ætti að gera þar sem Erlendur gerði sig ekki líklegan til að stöðva leikinn. Í ráðleysi sínu sneri hann sér að vinstri kantinum þar sem Birkir Björnsson stóð tilbúinn að fá boltann og reyndi sendingu þangað. Líklega var ætlunin á endanum að koma boltanum út af.Ólafur Jóhannesson vildi rautt á Halldór Kristinn.vísir/andri marinóEinar Karl Ingvarsson, miðjumaður Vals, nýtti sér ráðleysi Brynjars, stal af honum boltanum tók á sprett með hann að marki Leiknis. Þegar hann nálgaðist vítateiginn var Einar Karl straujaður niður af Halldóri Kristni Halldórssyni, miðverði Leiknis. Breiðhyltingar voru vægast sagt ósáttir við framgöngu mótherja sinna og fannst að þeir hefðu átt að fá tækifæri til að koma boltanum út af. Allt varð vitlaust inn á vellinum og einnig á hliðarlínunni þar sem Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, gerði sér ferð að varamannaskýli Vals til að segja Ólafi Jóhannssyni, þjálfara Vals, til syndanna. Báðir þjálfarar Leiknis, Freyr og Davíð Snorri Jónasson, auk markvarðarþjálfarans Vals Gunnarssonar, skiptust á að öskra á Ólaf og aðstoðarmann hans, Sigurbjörn Hreiðarsson.Sjá einnig:Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Á endanum kallaði aðstoðardómarinn þeim megin á Erlend og bað hann um að áminna bekkinn hjá Leiknismönnum. Ólafur Jóhannesson lét einnig í sér heyra og bað um rautt spjald á Halldór Kristinn sem fór ekki vel í Leiknismennina. Á endanum dró hann þó í land og bað Einar Karl um að sparka boltanum aftur fyrir endamörk úr aukspyrnunni.Þórður Steinar Hreiðarsson og Ólafur Hrannar Kristjánsson ræðast við.vísir/andri marinóLeikurinn var sýndur í beinni útsendingu á SportTV í gærkvöldi og misstu menn þar af megninu af látunum á bekknum, en beindu myndavél sinni niður að Frey þegar hann fékk áminninguna. „Þetta er full seint í rassinn gripið, Ólafur,“ sagði Freyr við fyrrverandi landsliðsþjálfarann um ákvörðun hans að nýta ekki aukaspyrnuna heldur koma boltanum aftur til Leiknis. „Hvað á maður að gera þegar hann tekur ákvörðun um þetta? Hver djöfullinn er þetta maður?“ öskraði Sigurbjörn á Frey sem svaraði: „Þú átt að grípa inn í þarna.“ „Hann er að hlaupa inn á vellinum,“ sagði Sigurbjörn og Freyr, sem þjálfaði Sigurbjörn hjá Val fyrir nokkrum árum lauk umræðunni með því að segja: „Er ekki í lagi með þig Bjössi?“ Þessar fjörlegu tvær mínútur má sjá í spilaranum hér að ofan. Myndirnar eru frá SportTV.
Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira