Sköflungurinn fór í sundur í bílslysi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 15:15 Hafsteinn Ægir Geirsson verður í gipsi næstu vikurnar. vísir/ernir/facebook Hafsteinn Ægir Geirsson, margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, festir ekki á sig hjálminn á næstunni og heldur í hjólatúr. Þessi tvöfaldi Ólympíufari varð fyrir bíl í síðustu viku þegar hann var að hjóla í Grafarholtinu og verður frá keppni næstu mánuðina. „Bæði beinin í sköflungnum fóru í sundur og svo er brot fyrir ofan ökklann líka. Þetta er alveg þokkalega stórt brot en meiðslin eru lítil miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Hafsteinn við Vísi. Hann var að beygja frá Reynisvatnsvegi yfir á Þúsöld í Grafarholtinu þegar bíll á þokkalegri ferð keyrði á Hafstein. Hann small á bílrúðunni og rúllaði svo af krafti af húddinu og niður á götu. „Ef þú leggst upp á bíl og rúllar þér niður er það sárt. Það er því hægt að ímynda sér hversu mikið högg þetta var. Þó ég hafi verið á lítilli ferð var bíllinn á venjulegum umferðarhraða,“ segir Hafsteinn. „Ég sá bara ekki bílinn koma. Það myndast eitthvað blindhorn þarna og því er ekkert við ökumanninn að sakast. Hann gerir ekkert af sér. Þetta er bara óhapp.“Rötgenmynd og leggurinn á Hafsteini á sjúkrahúsinu.mynd/facebookBílstjórinn í áfalli Bíllinn sem keyrði á Hafstein lenti eftir það aftan á öðrum bíl og var heppni að hjólreiðagarpurinn væri ekki þar á milli. Ökumaður bílsins gat svo ekki farið út úr bílnum til að hlúa að Hafsteini. „Það voru allskonar aðstæður sem komu þarna upp þar sem ég hefði getað slasað mig miklu meira. Ég er bara mjög heppinn í raun og veru miðað við það sem gerðist,“ segir hann. „Þegar ég ligg svo fyrir framan bílinn og fullt af fólki er að hlaupa í kringum mig byrjar ökumaðurinn að flauta á fullu. Framrúðan var brotin eftir mig þannig hann vissi ekkert hvað var í gangi. Málið var að hann var í áfalli og komst ekkert út úr bílnum. Ég hefði náttúrlega getað verið dauður þannig bílstjóranum hefur vafalítið ekkert liðið vel.“Hjólreiðakappinn getur lítið hreyft sig.vísir/ernirLiggur og horfir á Discovery Aðgerðin á fótlegg hafsteins heppnaðist mjög vel og eftir rúma viku fer hann í endurkomu. Þá verða saumarnir teknir út og skipt um gips. Hann er þó ekki að fara að hjóla í bráð. „Það er spurning hvort ég fari þá í spelku, en þetta eru allavega sex vikur í spelku eða gipsi. Svo kemur í ljós hver staðan er,“ segir Hafsteinn sem eyðir nú deginum bara heima hjá sér. „Það er voða lítið sem ég get gert. Ég get lítið staðið því þá fer vökvi niður í legginn sem myndar bjúg. Það er mjög vont. Best er að liggja bara. Ég hef verið mjög duglegur að hreyfa mig allt mitt líf og lítið setið á rassinum. Nú fæ ég bara ágætis hvíld.“ Það var þokkalega létt yfir Hafsteini þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann væri vanalega á skrifstofutíma að selja hjól - en ekki hvað? - í Erninum, en er þess í stað bara heim að horfa á sjónvarpið. „Ég hef reyndar ekki náð að horfa á eina bíómynd. En ég er veikur fyrir Discovery-stöðinni. Hún er alltaf í gangi,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson.myndir/facebook Íþróttir Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sjá meira
Hafsteinn Ægir Geirsson, margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, festir ekki á sig hjálminn á næstunni og heldur í hjólatúr. Þessi tvöfaldi Ólympíufari varð fyrir bíl í síðustu viku þegar hann var að hjóla í Grafarholtinu og verður frá keppni næstu mánuðina. „Bæði beinin í sköflungnum fóru í sundur og svo er brot fyrir ofan ökklann líka. Þetta er alveg þokkalega stórt brot en meiðslin eru lítil miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Hafsteinn við Vísi. Hann var að beygja frá Reynisvatnsvegi yfir á Þúsöld í Grafarholtinu þegar bíll á þokkalegri ferð keyrði á Hafstein. Hann small á bílrúðunni og rúllaði svo af krafti af húddinu og niður á götu. „Ef þú leggst upp á bíl og rúllar þér niður er það sárt. Það er því hægt að ímynda sér hversu mikið högg þetta var. Þó ég hafi verið á lítilli ferð var bíllinn á venjulegum umferðarhraða,“ segir Hafsteinn. „Ég sá bara ekki bílinn koma. Það myndast eitthvað blindhorn þarna og því er ekkert við ökumanninn að sakast. Hann gerir ekkert af sér. Þetta er bara óhapp.“Rötgenmynd og leggurinn á Hafsteini á sjúkrahúsinu.mynd/facebookBílstjórinn í áfalli Bíllinn sem keyrði á Hafstein lenti eftir það aftan á öðrum bíl og var heppni að hjólreiðagarpurinn væri ekki þar á milli. Ökumaður bílsins gat svo ekki farið út úr bílnum til að hlúa að Hafsteini. „Það voru allskonar aðstæður sem komu þarna upp þar sem ég hefði getað slasað mig miklu meira. Ég er bara mjög heppinn í raun og veru miðað við það sem gerðist,“ segir hann. „Þegar ég ligg svo fyrir framan bílinn og fullt af fólki er að hlaupa í kringum mig byrjar ökumaðurinn að flauta á fullu. Framrúðan var brotin eftir mig þannig hann vissi ekkert hvað var í gangi. Málið var að hann var í áfalli og komst ekkert út úr bílnum. Ég hefði náttúrlega getað verið dauður þannig bílstjóranum hefur vafalítið ekkert liðið vel.“Hjólreiðakappinn getur lítið hreyft sig.vísir/ernirLiggur og horfir á Discovery Aðgerðin á fótlegg hafsteins heppnaðist mjög vel og eftir rúma viku fer hann í endurkomu. Þá verða saumarnir teknir út og skipt um gips. Hann er þó ekki að fara að hjóla í bráð. „Það er spurning hvort ég fari þá í spelku, en þetta eru allavega sex vikur í spelku eða gipsi. Svo kemur í ljós hver staðan er,“ segir Hafsteinn sem eyðir nú deginum bara heima hjá sér. „Það er voða lítið sem ég get gert. Ég get lítið staðið því þá fer vökvi niður í legginn sem myndar bjúg. Það er mjög vont. Best er að liggja bara. Ég hef verið mjög duglegur að hreyfa mig allt mitt líf og lítið setið á rassinum. Nú fæ ég bara ágætis hvíld.“ Það var þokkalega létt yfir Hafsteini þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann væri vanalega á skrifstofutíma að selja hjól - en ekki hvað? - í Erninum, en er þess í stað bara heim að horfa á sjónvarpið. „Ég hef reyndar ekki náð að horfa á eina bíómynd. En ég er veikur fyrir Discovery-stöðinni. Hún er alltaf í gangi,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson.myndir/facebook
Íþróttir Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sjá meira