Framtíðarútlit Audi bíla Finnur Thorlacius skrifar 16. febrúar 2015 10:22 Audi Prologue Avant. Audi hefur sent frá sér myndir af bíl sem sýndur verður á komandi bílasýningu í Genf. Hann markar framtíðarútlit bíla frá Audi. Bíllinn sem sést hér á mynd ber vinnuheitið Audi Prologue Avant, en Audi hefur áður sýnt tilraunabíl sem borið hefur heitið Prologue, en nú er það útfært enn frekar á langbak. Audi hefur ekki sagt hvað er undir húddinu á þessum nýja bíl, en ef það er sama vélin og í fyrri Prologue bíl er það ekki til að svekkja unnendur öflugra bíla. Í honum var 4,0 lítra vél með tveimur forþjöppum og rafmótorum sem skilar 677 hestöflum og skilar bílnum í hundraðið á litlum 3,5 sekúndum. Það er þó ekki vélbúnaður bílsins sem er aðalfréttin með þessum nýja Audi Prologue Avant, heldur ytra útlit hans, sem gefur tóninn fyrir hönnum framtíðarbíla Audi. Ólíkt fyrri Prologue tilraunabíl Audi er þessi Avant bíll með 4 hurðum, en fyrri Prologue bíll var aðeins með 2 hurðum. Mesta útlitsbreytingin frá fyrri Prologue bíl er á framenda bílsins og er hægt að segja að vel hafi tekist til með hönnun hans. Sá nýi stendur á 22 tommu felgum og er ansi lágur frá vegi. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent
Audi hefur sent frá sér myndir af bíl sem sýndur verður á komandi bílasýningu í Genf. Hann markar framtíðarútlit bíla frá Audi. Bíllinn sem sést hér á mynd ber vinnuheitið Audi Prologue Avant, en Audi hefur áður sýnt tilraunabíl sem borið hefur heitið Prologue, en nú er það útfært enn frekar á langbak. Audi hefur ekki sagt hvað er undir húddinu á þessum nýja bíl, en ef það er sama vélin og í fyrri Prologue bíl er það ekki til að svekkja unnendur öflugra bíla. Í honum var 4,0 lítra vél með tveimur forþjöppum og rafmótorum sem skilar 677 hestöflum og skilar bílnum í hundraðið á litlum 3,5 sekúndum. Það er þó ekki vélbúnaður bílsins sem er aðalfréttin með þessum nýja Audi Prologue Avant, heldur ytra útlit hans, sem gefur tóninn fyrir hönnum framtíðarbíla Audi. Ólíkt fyrri Prologue tilraunabíl Audi er þessi Avant bíll með 4 hurðum, en fyrri Prologue bíll var aðeins með 2 hurðum. Mesta útlitsbreytingin frá fyrri Prologue bíl er á framenda bílsins og er hægt að segja að vel hafi tekist til með hönnun hans. Sá nýi stendur á 22 tommu felgum og er ansi lágur frá vegi.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent