Audi smíðar kraftaútgáfu Q7 Finnur Thorlacius skrifar 17. febrúar 2015 10:58 Audi Q7 kemur brátt af nýrri kynslóð og einnig í kraftaútgáfu. Audi neitaði sér lengi um smíði jeppa í samkeppninni við hina þýsku lúxusbílaframleiðendurna. Audi setti fyrst á markað Q7 jeppann árið 2005 og eftir honum fylgdu svo Q5 og Q3 jepplingarnir. Kraftaútgáfur fólksbíla Audi hafa lengi verið við líði og bera þeir stafina S eða RS. Lengi hafði Audi þó ekki fundist ástæða til að útbúa jeppa og jepplinga sína þannig. Það breyttist þó árið 2013 er SQ5 og RS Q3 komu á markað. Nú er komið að stærsta bílnum að fá þessa meðferð, þ.e, jeppanum Q7. Það er vefsíða Top Gear sem greinir frá þessum áætlunum Audi. Þar segir að ekki sé ljóst hvort bíllinn fái stafina S eða RS. Ekki er heldur ljóst hvort bíllinn verður með bensín- eða dísilvél. Audi SQ5 er t.d. með 313 hestafla dísilvél. Það er ef til vill ekki skrítið að Audi setji á markað kraftaútgáfu af Q7 jeppanum, en keppinautarnir bjóða bíla eins og Mercedes GL63 AMG, BMW X5 M, Range Rover Sport SVR, Porsche Cayenne Turbo og Bentley Bentayga. Hafa verður þó í huga að þeir tveir síðastnefndu tilheyra Volkswagen bílafjölskyldunni, líkt og Audi. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent
Audi neitaði sér lengi um smíði jeppa í samkeppninni við hina þýsku lúxusbílaframleiðendurna. Audi setti fyrst á markað Q7 jeppann árið 2005 og eftir honum fylgdu svo Q5 og Q3 jepplingarnir. Kraftaútgáfur fólksbíla Audi hafa lengi verið við líði og bera þeir stafina S eða RS. Lengi hafði Audi þó ekki fundist ástæða til að útbúa jeppa og jepplinga sína þannig. Það breyttist þó árið 2013 er SQ5 og RS Q3 komu á markað. Nú er komið að stærsta bílnum að fá þessa meðferð, þ.e, jeppanum Q7. Það er vefsíða Top Gear sem greinir frá þessum áætlunum Audi. Þar segir að ekki sé ljóst hvort bíllinn fái stafina S eða RS. Ekki er heldur ljóst hvort bíllinn verður með bensín- eða dísilvél. Audi SQ5 er t.d. með 313 hestafla dísilvél. Það er ef til vill ekki skrítið að Audi setji á markað kraftaútgáfu af Q7 jeppanum, en keppinautarnir bjóða bíla eins og Mercedes GL63 AMG, BMW X5 M, Range Rover Sport SVR, Porsche Cayenne Turbo og Bentley Bentayga. Hafa verður þó í huga að þeir tveir síðastnefndu tilheyra Volkswagen bílafjölskyldunni, líkt og Audi.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent