Gunnar fagnar strangara lyfjaeftirliti í UFC Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. febrúar 2015 23:00 Gunnar Nelson. Vísir/Getty Bardagasamtökin UFC í Bandaríkjunum hafa kynnt að lyfjaeftirlit með bardagaköppum verði hert og viðurlögin sömuleiðis. Fjölmargir þekktir bardagakappar í UFC-heiminum hafa gerst uppvísir að ólöglegri lyfjanotkun, þeirra á meðal Anderson Silva, Nick Diaz og Hector Lombard. Nýju lögin taka gildi 1. júlí í sumar og mun ná til allra þeirra 585 bardagamanna sem eru á samningi hjá UFC. Hægt verður að framkvæma handahófskennd lyfjapróf hvenær sem er og mun UFC beita sér fyrir því að þeir sem falla verði dæmdir í lengra keppnisbann en þekkist í dag. Það er í höndum íþróttayfirvalda í hverju fylki fyrir sig í Bandaríkjunum að dæma bardagamenn sem falla á lyfjaprófi í viðkomandi fylki. UFC mun þó einnig vera í samstarfi með eftirlitsaðilum sem starfa á heimsvísu. „Miðað við þann fjölda mála sem hafa komið upp vildum við bregðast við fyrr en síðar,“ sagði Lorenzo Fertitta, stjórnarformaður UFC, sem tilkynnti þetta á blaðamannafundi ásamt forsetanum Dana White. „Það var mikilvægt fyrir trúverðugleika íþróttarinnar.“ Gunnar Nelson, sem keppir í veltivigt, er á samningi hjá UFC og fagnaði breytingunum á Twitter-síðu sinni í dag.Well done @ufc with new PED testing policy and supporting longer ban. Important that true technique and talent shines through. @danawhite— Gunnar Nelson (@GunniNelson) February 18, 2015 MMA Tengdar fréttir Sigurinn dæmdur af Anderson Silva Besti MMA-bardagamaður sögunnar féll á lyfjaprófi og sigur hans gegn Nick Diaz telur ekki. 6. febrúar 2015 18:50 Silva neitar því að hafa notað stera Það var mikið áfall fyrir UFC þegar besti bardagamaður íþróttarinnar frá upphafi, Anderson Silva, féll á lyfjaprófi. 5. febrúar 2015 12:15 Silva og Diaz féllu báðir á lyfjaprófi Annað stóra lyfjahneykslið á árinu hjá UFC. 4. febrúar 2015 09:30 Gunnar Nelson vill berjast með Conor í Vegas Írski vélbyssukjafturinn berst um heimsmeistaratitilinn í júlí og þar vill Gunnar vera líka. 17. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Bardagasamtökin UFC í Bandaríkjunum hafa kynnt að lyfjaeftirlit með bardagaköppum verði hert og viðurlögin sömuleiðis. Fjölmargir þekktir bardagakappar í UFC-heiminum hafa gerst uppvísir að ólöglegri lyfjanotkun, þeirra á meðal Anderson Silva, Nick Diaz og Hector Lombard. Nýju lögin taka gildi 1. júlí í sumar og mun ná til allra þeirra 585 bardagamanna sem eru á samningi hjá UFC. Hægt verður að framkvæma handahófskennd lyfjapróf hvenær sem er og mun UFC beita sér fyrir því að þeir sem falla verði dæmdir í lengra keppnisbann en þekkist í dag. Það er í höndum íþróttayfirvalda í hverju fylki fyrir sig í Bandaríkjunum að dæma bardagamenn sem falla á lyfjaprófi í viðkomandi fylki. UFC mun þó einnig vera í samstarfi með eftirlitsaðilum sem starfa á heimsvísu. „Miðað við þann fjölda mála sem hafa komið upp vildum við bregðast við fyrr en síðar,“ sagði Lorenzo Fertitta, stjórnarformaður UFC, sem tilkynnti þetta á blaðamannafundi ásamt forsetanum Dana White. „Það var mikilvægt fyrir trúverðugleika íþróttarinnar.“ Gunnar Nelson, sem keppir í veltivigt, er á samningi hjá UFC og fagnaði breytingunum á Twitter-síðu sinni í dag.Well done @ufc with new PED testing policy and supporting longer ban. Important that true technique and talent shines through. @danawhite— Gunnar Nelson (@GunniNelson) February 18, 2015
MMA Tengdar fréttir Sigurinn dæmdur af Anderson Silva Besti MMA-bardagamaður sögunnar féll á lyfjaprófi og sigur hans gegn Nick Diaz telur ekki. 6. febrúar 2015 18:50 Silva neitar því að hafa notað stera Það var mikið áfall fyrir UFC þegar besti bardagamaður íþróttarinnar frá upphafi, Anderson Silva, féll á lyfjaprófi. 5. febrúar 2015 12:15 Silva og Diaz féllu báðir á lyfjaprófi Annað stóra lyfjahneykslið á árinu hjá UFC. 4. febrúar 2015 09:30 Gunnar Nelson vill berjast með Conor í Vegas Írski vélbyssukjafturinn berst um heimsmeistaratitilinn í júlí og þar vill Gunnar vera líka. 17. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Sigurinn dæmdur af Anderson Silva Besti MMA-bardagamaður sögunnar féll á lyfjaprófi og sigur hans gegn Nick Diaz telur ekki. 6. febrúar 2015 18:50
Silva neitar því að hafa notað stera Það var mikið áfall fyrir UFC þegar besti bardagamaður íþróttarinnar frá upphafi, Anderson Silva, féll á lyfjaprófi. 5. febrúar 2015 12:15
Silva og Diaz féllu báðir á lyfjaprófi Annað stóra lyfjahneykslið á árinu hjá UFC. 4. febrúar 2015 09:30
Gunnar Nelson vill berjast með Conor í Vegas Írski vélbyssukjafturinn berst um heimsmeistaratitilinn í júlí og þar vill Gunnar vera líka. 17. febrúar 2015 13:30