Söfnuðu gulli í Þrándheimi 3. febrúar 2015 18:30 Daníel Jens og Ingibjörg Erla. mynd/aðsend Íslenskr taekwondo-fólk stóð sig vel í Noregi um síðustu helgi og unnu til fjölda verðlauna á Norðurlandamótinu sem haldið var í Þrándheimi. Alls fóru 25 keppendur frá Íslandi og unnu þeir til 6 gullverðlauna, 10 silfurverðlauna og 6 bronsverðlauna. Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir frá Selfossi vörðu báðar Norðurlandameistaratitla sína í greininni. Ingibjörg Erla varð Norðurlandameistari í fimmta sinn, nokkuð sem fáir ef nokkrir hafa leikið eftir og sannar það svo ekki sé um villst að hún er ein besta taekwondokona Evrópu um þessar mundir. Ástrós vann sinn þriðja Norðurlandameistaratitil í röð, þrátt fyrir ungan aldur. Ástrós vann það einstaka afrek að hreppa gullverðlaun bæði í bardaga og formum og er afar sjaldgæft að keppendur sem komnir eru svo langt í íþróttinni skuli skara fram úr í báðum hlutum hennar. Ennfremur varð Ástrós fyrst íslenskra kvenna til að verða Norðurlandameistari í formum. Annar Keflvíkingur, Ágúst Kristinn Eðvarðsson, vann sinn þriðja Norðurlandameistaratitil í bardaga og það rétt rúmlega tveimur vikum eftir að hafa verið valinn taekwondokeppandi Reykjavik International Games 2015. Þessi ungi keppandi á svo sannarlega bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og er nánast ósigrandi í sínum flokki. Daníel Jens Pétursson frá Selfossi varð Norðurlandameistari með fáheyrðum yfirburðum. Hann vann bardaga sína með miklum mun, og var undanúrslitabardaginn hjá Daníel stöðvaður í þriðju lotu vegna yfirburða hans. Daníel sannaði þar enn eina ferðina að hann er öflugasti taekwondomaður Íslands, enda nýkrýndur RIG meistari. Gunnar Snorri Svanþórsson, frá Selfossi, vann einnig sinn flokk með miklum yfirburðum, og var undanúrslitabardagi hans stöðvaður í þriðju lotu, líkt og bardagi Daníels, liðsfélaga hans hjá Selfossi, vegna yfirburða. Íslendingar áttu gríðarlega góðu gengi að fagna á NM sem haldið var í Keflavík árið 2014 og fylgdu því svo sannarlega vel eftir á þessu móti hjá nágrönnum okkar í Noregi. Íþróttin hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár og fjölmargir einstaklega efnilegir keppendur hafa litið dagsins ljós sem sett hafa stefnuna á Ólympíuleika í framtíðinni.Íslenski hópurinn.mynd/aðsend MMA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sjá meira
Íslenskr taekwondo-fólk stóð sig vel í Noregi um síðustu helgi og unnu til fjölda verðlauna á Norðurlandamótinu sem haldið var í Þrándheimi. Alls fóru 25 keppendur frá Íslandi og unnu þeir til 6 gullverðlauna, 10 silfurverðlauna og 6 bronsverðlauna. Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir frá Selfossi vörðu báðar Norðurlandameistaratitla sína í greininni. Ingibjörg Erla varð Norðurlandameistari í fimmta sinn, nokkuð sem fáir ef nokkrir hafa leikið eftir og sannar það svo ekki sé um villst að hún er ein besta taekwondokona Evrópu um þessar mundir. Ástrós vann sinn þriðja Norðurlandameistaratitil í röð, þrátt fyrir ungan aldur. Ástrós vann það einstaka afrek að hreppa gullverðlaun bæði í bardaga og formum og er afar sjaldgæft að keppendur sem komnir eru svo langt í íþróttinni skuli skara fram úr í báðum hlutum hennar. Ennfremur varð Ástrós fyrst íslenskra kvenna til að verða Norðurlandameistari í formum. Annar Keflvíkingur, Ágúst Kristinn Eðvarðsson, vann sinn þriðja Norðurlandameistaratitil í bardaga og það rétt rúmlega tveimur vikum eftir að hafa verið valinn taekwondokeppandi Reykjavik International Games 2015. Þessi ungi keppandi á svo sannarlega bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og er nánast ósigrandi í sínum flokki. Daníel Jens Pétursson frá Selfossi varð Norðurlandameistari með fáheyrðum yfirburðum. Hann vann bardaga sína með miklum mun, og var undanúrslitabardaginn hjá Daníel stöðvaður í þriðju lotu vegna yfirburða hans. Daníel sannaði þar enn eina ferðina að hann er öflugasti taekwondomaður Íslands, enda nýkrýndur RIG meistari. Gunnar Snorri Svanþórsson, frá Selfossi, vann einnig sinn flokk með miklum yfirburðum, og var undanúrslitabardagi hans stöðvaður í þriðju lotu, líkt og bardagi Daníels, liðsfélaga hans hjá Selfossi, vegna yfirburða. Íslendingar áttu gríðarlega góðu gengi að fagna á NM sem haldið var í Keflavík árið 2014 og fylgdu því svo sannarlega vel eftir á þessu móti hjá nágrönnum okkar í Noregi. Íþróttin hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár og fjölmargir einstaklega efnilegir keppendur hafa litið dagsins ljós sem sett hafa stefnuna á Ólympíuleika í framtíðinni.Íslenski hópurinn.mynd/aðsend
MMA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sjá meira