Apple græddi milljarð á klukkustund ingvar haraldsson skrifar 3. febrúar 2015 11:55 Tim Cook, stórnarformaður Apple, á hlutabréf í Apple að verðmæti 49 milljarða íslenskra króna. vísir/ap Bandaríski tölvurisinn Apple hagnaðist um einn milljarð króna á hverri klukkustund á síðasta ársfjórðungi. Á hverri mínútu hagnaðist fyrirtækið um 18 milljónir króna og um 300 þúsund krónur á sekúndu. Þetta kemur fram í tölum sem The Daily Mail hefur tekið saman. Í heild hagnaðist fyrirtækið um 2.395 milljarða króna á ársfjórðungnum sem er umtalsvert meira en landsframleiðsla Íslands á öllu árinu 2013 en hún var 1.873 milljarðar. Raunar er þetta mesti hagnaður sem nokkurt fyrirtæki hefur skilað á einum ársfjórðungi. Sjá einnig: Apple skilur keppinautana eftir í rykinuHeildarvirði hlutabréfa í Apple er 84.000 milljarðar króna. Það er meira en landsframleiðsla allra ríkja heimsins að undanskildum þeim 20 ríkustu. Þá á Apple 24.000 milljarða króna í reiðufé. Bandaríska ríkið myndi fá 8000 milljarða króna í ríkiskassann ef Apple myndi greiða hefðbundinn 35 prósent bandarískan fyrirtækjaskatt af erlendum eignum sínum.Sjá einnig: Apple kynnir stærstu breytinguna á iPhone hingað tilHinsvegar greiddi félagið einungis 1 prósent skatt af tekjum sínum í Bretlandi á síðasta ári. Talið er að fyrirtækið hafi selt vörur fyrir 2.000 milljarða króna. Vegna tekjutilfærslna milli landa og skattasamninga við ýmis ríki gaf fyrirtækið upp 19 milljarða króna til skatts í Bretlandi og af því greiddi Apple einungis 220 milljónir í skatt. Tækni Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski tölvurisinn Apple hagnaðist um einn milljarð króna á hverri klukkustund á síðasta ársfjórðungi. Á hverri mínútu hagnaðist fyrirtækið um 18 milljónir króna og um 300 þúsund krónur á sekúndu. Þetta kemur fram í tölum sem The Daily Mail hefur tekið saman. Í heild hagnaðist fyrirtækið um 2.395 milljarða króna á ársfjórðungnum sem er umtalsvert meira en landsframleiðsla Íslands á öllu árinu 2013 en hún var 1.873 milljarðar. Raunar er þetta mesti hagnaður sem nokkurt fyrirtæki hefur skilað á einum ársfjórðungi. Sjá einnig: Apple skilur keppinautana eftir í rykinuHeildarvirði hlutabréfa í Apple er 84.000 milljarðar króna. Það er meira en landsframleiðsla allra ríkja heimsins að undanskildum þeim 20 ríkustu. Þá á Apple 24.000 milljarða króna í reiðufé. Bandaríska ríkið myndi fá 8000 milljarða króna í ríkiskassann ef Apple myndi greiða hefðbundinn 35 prósent bandarískan fyrirtækjaskatt af erlendum eignum sínum.Sjá einnig: Apple kynnir stærstu breytinguna á iPhone hingað tilHinsvegar greiddi félagið einungis 1 prósent skatt af tekjum sínum í Bretlandi á síðasta ári. Talið er að fyrirtækið hafi selt vörur fyrir 2.000 milljarða króna. Vegna tekjutilfærslna milli landa og skattasamninga við ýmis ríki gaf fyrirtækið upp 19 milljarða króna til skatts í Bretlandi og af því greiddi Apple einungis 220 milljónir í skatt.
Tækni Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira