Patrekur: Ég er stoltur af strákunum mínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2015 15:30 Vísir/AFP Það var létt yfir Patreki Jóhannessyni á blaðamannafundi austurríska landsliðsins á W-hótelinu í Doha í Katar í morgun, þrátt fyrir svekkjandi jafntefli liðsins gegn Túnis í gær. „Leikmenn eru þreyttir eftir leikinn eins og gefur að skilja og ég gaf þeim frí til klukkan 17.00 í dag til að hlaða batteríin,“ sagði Patrekur á fundinum í morgun. „Við erum með þrjú stig í þessum riðli sem er gott. Með eðlilegri dómgæslu í leiknum gegn Króatíu hefðum við átt að fá eitt stig úr þeim leik en við gætum allt eins verið með ekkert stig eftir þessa þrjá leiki. Ég er því sáttur.“Sjá einnig: Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Austurríki er í þriðja sæti síns riðils og á möguleika að koma sér upp í annað sætið með því að vinna síðustu tvo leikina sína - gegn Íran annað kvöld og Makedóníu á föstudaginn. Patrekur verður þó reyndar að treysta á að Króatía vinni Makedóníu á morgun. Íran er enn án stiga í riðlinum en Patrekur varaði við því að menn færu að hugsa um leikinn gegn Makedóníu of fljótt. „Þetta eru snöggir leikmenn sem eru í frábæru líkamlegu formi. Þeir spila á stundum óagaðan handbolta en geta verið hættulegur andstæðingur,“ segir Patrekur og bendir á að Íran hafi veitt Bosníu og Túnis harða samkeppni í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Vissulega þykjum við sigurstranglegri aðilinn í þessum leik og við verðum að taka því hlutverki alvarlega. Við þurfum fyrst og fremst að passa upp á að einbeitingin verði í góðu lagi hjá okkur.“Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Hann sagðist vera ánægður með frammistöðu sinna manna á mótinu til þessa. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir hafa unnið mjög vel saman, bæði innan og utan vallarins. Þeir voru óheppnir gegn Túnis í gær en stundum er það þannig í handbolta.“ Patrekur var einnig spurður hvort það hafi verið skemmtilegra að spila í gær þar sem að það voru mun fleiri áhorfendur á þeim leik en í leikjunum gegn Makedóníu og Bosníu. „Jú, auðvitað. Það var frábært að fá allt þetta fólk á leikinn - loksins. Það er auðveldara fyrir leikmenn að komast í gírinn og áhorfendur heima fá skemmtilegri upplifun. Ég vona bara að það mæti margir Íranar á morgun,“ sagði hann og uppskar hlátur viðstaddra. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Patrekur Jóhannesson og austurríska landsliðið komst á blað á HM í Katar í kvöld. 17. janúar 2015 20:24 Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50 Lærisveinar Patreks fengu stig gegn Túnis Austurríki í þriðja sæti B-riðils eftir jafntefli í æsispennandi leik. 19. janúar 2015 19:40 Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Austurríki og Túnis gerðu jafntefli í æsispennandi leik í C-riðli á HM. Patrekur Jóhannesson ræddi við Vísi eftir leik. 19. janúar 2015 20:40 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Það var létt yfir Patreki Jóhannessyni á blaðamannafundi austurríska landsliðsins á W-hótelinu í Doha í Katar í morgun, þrátt fyrir svekkjandi jafntefli liðsins gegn Túnis í gær. „Leikmenn eru þreyttir eftir leikinn eins og gefur að skilja og ég gaf þeim frí til klukkan 17.00 í dag til að hlaða batteríin,“ sagði Patrekur á fundinum í morgun. „Við erum með þrjú stig í þessum riðli sem er gott. Með eðlilegri dómgæslu í leiknum gegn Króatíu hefðum við átt að fá eitt stig úr þeim leik en við gætum allt eins verið með ekkert stig eftir þessa þrjá leiki. Ég er því sáttur.“Sjá einnig: Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Austurríki er í þriðja sæti síns riðils og á möguleika að koma sér upp í annað sætið með því að vinna síðustu tvo leikina sína - gegn Íran annað kvöld og Makedóníu á föstudaginn. Patrekur verður þó reyndar að treysta á að Króatía vinni Makedóníu á morgun. Íran er enn án stiga í riðlinum en Patrekur varaði við því að menn færu að hugsa um leikinn gegn Makedóníu of fljótt. „Þetta eru snöggir leikmenn sem eru í frábæru líkamlegu formi. Þeir spila á stundum óagaðan handbolta en geta verið hættulegur andstæðingur,“ segir Patrekur og bendir á að Íran hafi veitt Bosníu og Túnis harða samkeppni í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Vissulega þykjum við sigurstranglegri aðilinn í þessum leik og við verðum að taka því hlutverki alvarlega. Við þurfum fyrst og fremst að passa upp á að einbeitingin verði í góðu lagi hjá okkur.“Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Hann sagðist vera ánægður með frammistöðu sinna manna á mótinu til þessa. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir hafa unnið mjög vel saman, bæði innan og utan vallarins. Þeir voru óheppnir gegn Túnis í gær en stundum er það þannig í handbolta.“ Patrekur var einnig spurður hvort það hafi verið skemmtilegra að spila í gær þar sem að það voru mun fleiri áhorfendur á þeim leik en í leikjunum gegn Makedóníu og Bosníu. „Jú, auðvitað. Það var frábært að fá allt þetta fólk á leikinn - loksins. Það er auðveldara fyrir leikmenn að komast í gírinn og áhorfendur heima fá skemmtilegri upplifun. Ég vona bara að það mæti margir Íranar á morgun,“ sagði hann og uppskar hlátur viðstaddra.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Patrekur Jóhannesson og austurríska landsliðið komst á blað á HM í Katar í kvöld. 17. janúar 2015 20:24 Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50 Lærisveinar Patreks fengu stig gegn Túnis Austurríki í þriðja sæti B-riðils eftir jafntefli í æsispennandi leik. 19. janúar 2015 19:40 Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Austurríki og Túnis gerðu jafntefli í æsispennandi leik í C-riðli á HM. Patrekur Jóhannesson ræddi við Vísi eftir leik. 19. janúar 2015 20:40 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Patrekur Jóhannesson og austurríska landsliðið komst á blað á HM í Katar í kvöld. 17. janúar 2015 20:24
Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50
Lærisveinar Patreks fengu stig gegn Túnis Austurríki í þriðja sæti B-riðils eftir jafntefli í æsispennandi leik. 19. janúar 2015 19:40
Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Austurríki og Túnis gerðu jafntefli í æsispennandi leik í C-riðli á HM. Patrekur Jóhannesson ræddi við Vísi eftir leik. 19. janúar 2015 20:40