Íslandsmótið í golfi fer fram á Garðavelli á Akranesi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2015 11:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs unnu Íslandsmótið í fyrra. Mynd/GSÍmyndir.net Golfsamband Íslands hefur nú birt mótaskrá sína fyrir sumarið 2015 en Íslandsmótið í höggleik fer fram á Akranesi í fyrsta sinn í ellefu ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá GSÍ. Eimskipsmótaröðin hefst 23. maí á Hólmsvelli í Leiru. Næst er ferðinni svo heitið til Vestmannaeyja en þar verður leikið dagana 29. til 31. maí. Hlíðavöllur kemur nýr inn á mótaröð þeirra bestu en þriðja mót sumarsins verður í umsjá Golfklúbbs Mosfellsbæjar dagana 12. til 14. júní. Íslandsmótið í holukeppni fer fram 19.til 21. júní en að þessu sinni er leikið á Jaðarsvelli og í umsjá Golfklúbbs Akureyrar. Sjálft Íslandsmótið í golfi hefst svo 23. júlí á Garðavelli Akranesi en síðast var mótið leikið þar árið 2004. Golfklúbburinn Leynir fagnar í ár 50 ára afmæli sínu en klúbburinn var stofnaður 15. mars 1965. Lokamót Eimskipsmótaraðarinnar verður svo leikið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi dagana 22.til 23. ágúst. Á Íslandsbankamótaröðinni eru sex mót líkt og í fyrra en það fyrsta hefst 23. maí á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni. Líkt og í fyrra leikur flokkur 17 til 18 ára 54 holur en nú verða öll mótin leikin með því fyrirkomulagi að undanskildu Íslandsmótinu í holukeppni, en þetta er gert vegna reglna um heimslista áhugamanna. Keppendur í þessum flokki munu því hefja leik degi fyrr en aðrir keppendur. Áskorendamótaröð Íslandsbanka hefst 23. maí á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar, Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Golfsamband Íslands hefur nú birt mótaskrá sína fyrir sumarið 2015 en Íslandsmótið í höggleik fer fram á Akranesi í fyrsta sinn í ellefu ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá GSÍ. Eimskipsmótaröðin hefst 23. maí á Hólmsvelli í Leiru. Næst er ferðinni svo heitið til Vestmannaeyja en þar verður leikið dagana 29. til 31. maí. Hlíðavöllur kemur nýr inn á mótaröð þeirra bestu en þriðja mót sumarsins verður í umsjá Golfklúbbs Mosfellsbæjar dagana 12. til 14. júní. Íslandsmótið í holukeppni fer fram 19.til 21. júní en að þessu sinni er leikið á Jaðarsvelli og í umsjá Golfklúbbs Akureyrar. Sjálft Íslandsmótið í golfi hefst svo 23. júlí á Garðavelli Akranesi en síðast var mótið leikið þar árið 2004. Golfklúbburinn Leynir fagnar í ár 50 ára afmæli sínu en klúbburinn var stofnaður 15. mars 1965. Lokamót Eimskipsmótaraðarinnar verður svo leikið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi dagana 22.til 23. ágúst. Á Íslandsbankamótaröðinni eru sex mót líkt og í fyrra en það fyrsta hefst 23. maí á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni. Líkt og í fyrra leikur flokkur 17 til 18 ára 54 holur en nú verða öll mótin leikin með því fyrirkomulagi að undanskildu Íslandsmótinu í holukeppni, en þetta er gert vegna reglna um heimslista áhugamanna. Keppendur í þessum flokki munu því hefja leik degi fyrr en aðrir keppendur. Áskorendamótaröð Íslandsbanka hefst 23. maí á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar,
Golf Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira