KR-ingar sextán stigum undir í hálfleik en unnu eftir tvær framlengingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2015 21:29 Pavel Ermolinskij var með þrennu í kvöld. Vísir/Vilhelm KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en þeir lentu í miklum vandræðum með ÍR, eitt af neðstu liðum deildarinnar. KR vann leikinn á endanum með þremur stigum, 113-110, eftir tvíframlengdan leik en ÍR-ingar voru sextán stigum yfir í hálfleik og með níu stiga forskot þegar aðeins rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Pavel Ermolinskij var með þrennu í leiknum en hann skoraði 24 stig, tók 18 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Hann var kominn með þrennuna þegar rúmar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Pavel var stigahæstur hjá KR en Helgi Már Magnússon skoraði 23 stig og Michael Craion var með 22 stig og 16 fráköst. Matthías Sigurðarson var með 29 stig, 12f fráköst og 9 stoðsendingar og vantaði því bara eina stoðsendingu í þrennuna. ÍR-liðið vann fyrsta leikhlutann 29-15 og var sextán stigum yfir í hálfleik, 55-39. KR-liðið fékk greinilega góða ræðu frá Finni Frey Stefánssyni þjálfar í hálfleik því KR-ingar skoruðu 13 af fyrstu 15 stigum seinni hálfleiks og unnu þriðja leikhlutann á endanum 28-14. ÍR var þó enn fimm stigum yfir, 72-67, fyrir lokaleikhlutann. ÍR-ingar voru hinsvegar ekkert hættir og svöruðu með góðum spretti í fjórða leikhlutanum. ÍR var 86-77 yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en KR tryggði sér framlengingu með því að skora níu síðustu stig leiksins og jafna metin í 86-86. KR náði fimm stiga forskoti í fyrstu framlengingunni en ÍR-liðið tryggði sér aðra framlengingu með því að vinna síðustu eina og hálfu mínútuna 6-1. KR var skrefinu á undan í annarri framlengingunni og náði þá loksins að tryggja sér sigur og koma í veg fyrir óvæntustu úrslit tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem KR-ingar sleppa með skrekkinn á heimavelli og vinna í framlengingu eftir svakalegan endasprett í fjórða leikhluta en það gerðist líka á móti Tindastól.KR-ÍR 113-110 (15-28, 24-30, 28-14, 19-14, 13-13, 14-11)KR: Pavel Ermolinskij 24/18 fráköst/14 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 23/10 fráköst, Michael Craion 22/16 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 16/6 stolnir, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 15/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/8 fráköst, Björn Kristjánsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 29/12 fráköst/9 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 26/8 fráköst, Trey Hampton 23/8 fráköst/3 varin skot, Kristján Pétur Andrésson 16/5 fráköst, Hamid Dicko 8, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 4/6 fráköst. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Grindvíkingar unnu framlenginguna 18-3 Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Borgarnes en Grindavík þurfti framlengingu til að vinna Skallagrímsliðið 95-80. 15. janúar 2015 21:23 Tómas í stuði í fjórða og Þórsarar unnu Tindastól Vikan var góð fyrir Benedikt Guðmundsson og lærisveina hans í Þór frá Þorlákshöfn. 15. janúar 2015 21:13 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 77-97 | LIðsheildarsigur Snæfells Snæfell upp að hlið Hauka. 15. janúar 2015 21:30 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en þeir lentu í miklum vandræðum með ÍR, eitt af neðstu liðum deildarinnar. KR vann leikinn á endanum með þremur stigum, 113-110, eftir tvíframlengdan leik en ÍR-ingar voru sextán stigum yfir í hálfleik og með níu stiga forskot þegar aðeins rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Pavel Ermolinskij var með þrennu í leiknum en hann skoraði 24 stig, tók 18 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Hann var kominn með þrennuna þegar rúmar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Pavel var stigahæstur hjá KR en Helgi Már Magnússon skoraði 23 stig og Michael Craion var með 22 stig og 16 fráköst. Matthías Sigurðarson var með 29 stig, 12f fráköst og 9 stoðsendingar og vantaði því bara eina stoðsendingu í þrennuna. ÍR-liðið vann fyrsta leikhlutann 29-15 og var sextán stigum yfir í hálfleik, 55-39. KR-liðið fékk greinilega góða ræðu frá Finni Frey Stefánssyni þjálfar í hálfleik því KR-ingar skoruðu 13 af fyrstu 15 stigum seinni hálfleiks og unnu þriðja leikhlutann á endanum 28-14. ÍR var þó enn fimm stigum yfir, 72-67, fyrir lokaleikhlutann. ÍR-ingar voru hinsvegar ekkert hættir og svöruðu með góðum spretti í fjórða leikhlutanum. ÍR var 86-77 yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en KR tryggði sér framlengingu með því að skora níu síðustu stig leiksins og jafna metin í 86-86. KR náði fimm stiga forskoti í fyrstu framlengingunni en ÍR-liðið tryggði sér aðra framlengingu með því að vinna síðustu eina og hálfu mínútuna 6-1. KR var skrefinu á undan í annarri framlengingunni og náði þá loksins að tryggja sér sigur og koma í veg fyrir óvæntustu úrslit tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem KR-ingar sleppa með skrekkinn á heimavelli og vinna í framlengingu eftir svakalegan endasprett í fjórða leikhluta en það gerðist líka á móti Tindastól.KR-ÍR 113-110 (15-28, 24-30, 28-14, 19-14, 13-13, 14-11)KR: Pavel Ermolinskij 24/18 fráköst/14 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 23/10 fráköst, Michael Craion 22/16 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 16/6 stolnir, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 15/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/8 fráköst, Björn Kristjánsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 29/12 fráköst/9 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 26/8 fráköst, Trey Hampton 23/8 fráköst/3 varin skot, Kristján Pétur Andrésson 16/5 fráköst, Hamid Dicko 8, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 4/6 fráköst.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Grindvíkingar unnu framlenginguna 18-3 Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Borgarnes en Grindavík þurfti framlengingu til að vinna Skallagrímsliðið 95-80. 15. janúar 2015 21:23 Tómas í stuði í fjórða og Þórsarar unnu Tindastól Vikan var góð fyrir Benedikt Guðmundsson og lærisveina hans í Þór frá Þorlákshöfn. 15. janúar 2015 21:13 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 77-97 | LIðsheildarsigur Snæfells Snæfell upp að hlið Hauka. 15. janúar 2015 21:30 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Grindvíkingar unnu framlenginguna 18-3 Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Borgarnes en Grindavík þurfti framlengingu til að vinna Skallagrímsliðið 95-80. 15. janúar 2015 21:23
Tómas í stuði í fjórða og Þórsarar unnu Tindastól Vikan var góð fyrir Benedikt Guðmundsson og lærisveina hans í Þór frá Þorlákshöfn. 15. janúar 2015 21:13
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 77-97 | LIðsheildarsigur Snæfells Snæfell upp að hlið Hauka. 15. janúar 2015 21:30