Jimmy Walker varði titilinn á Sony Open 19. janúar 2015 16:08 Walker kann vel við sig á Hawaii. Getty Það er óhætt að segja að bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker hafi gert góða ferð til Hawaii en tvö mót hafa verið haldin PGA-mótaröðinni á þessari fallegu eyju á síðustu tveimur vikum. Á Huyndai Tournament of Champions í síðustu viku endaði Walker í öðru sæti en í gær gerði hann sér lítið fyrir og varði titil sinn á Sony Open með miklum yfirburðum eftir frábæran lokahring upp á 63 högg. Walker hefur því halað inn 1,7 milljónum dollara sem eru rúmlega 200 milljónir íslenskra króna en það verður að teljast ágætt fyrir tveggja vikna golfferð til Hawaii. Stjarna þessa frábæra kylfings hefur risið hratt á undanförnu ári en eftir að hafa leikið í 188 mótum á PGA-mótaröðinni sigraði hann fyrst á Frys.com Open árið 2013. Síðan þá hefur hann bætt þremur titlum í safnið í aðeins 32 mótum ásamt því að hafa leikið mjög vel fyrir bandaríska liðið í síðasta Ryder-bikar. Í öðru sæti á Sony Open endaði Scott Piercy en þrír deildu þriðja sætinu, meðal annars Matt Kuchar sem hafði verið í toppbaráttunni alla helgina. Lokastöðuna er hægt að sjá hér. Næsta mót á PGA-mótaröðinni hefst á fimmtudaginn en það er Humana Challenge þar sem ungstirnið Patrick Reed á titil að verja. Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker hafi gert góða ferð til Hawaii en tvö mót hafa verið haldin PGA-mótaröðinni á þessari fallegu eyju á síðustu tveimur vikum. Á Huyndai Tournament of Champions í síðustu viku endaði Walker í öðru sæti en í gær gerði hann sér lítið fyrir og varði titil sinn á Sony Open með miklum yfirburðum eftir frábæran lokahring upp á 63 högg. Walker hefur því halað inn 1,7 milljónum dollara sem eru rúmlega 200 milljónir íslenskra króna en það verður að teljast ágætt fyrir tveggja vikna golfferð til Hawaii. Stjarna þessa frábæra kylfings hefur risið hratt á undanförnu ári en eftir að hafa leikið í 188 mótum á PGA-mótaröðinni sigraði hann fyrst á Frys.com Open árið 2013. Síðan þá hefur hann bætt þremur titlum í safnið í aðeins 32 mótum ásamt því að hafa leikið mjög vel fyrir bandaríska liðið í síðasta Ryder-bikar. Í öðru sæti á Sony Open endaði Scott Piercy en þrír deildu þriðja sætinu, meðal annars Matt Kuchar sem hafði verið í toppbaráttunni alla helgina. Lokastöðuna er hægt að sjá hér. Næsta mót á PGA-mótaröðinni hefst á fimmtudaginn en það er Humana Challenge þar sem ungstirnið Patrick Reed á titil að verja.
Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira