Sang-Moon Bae kallaður í herinn í heimalandinu 2. janúar 2015 17:30 Skiptir Bae golfkylfunum út fyrir vélbyssu? AP Ferill suður-kóreska kylfingsins Sang-Moon Bae á PGA-mótaröðinni er í hættu en þessu 28 ára kylfingur, sem er i 84. sæti á heimslistanum í golfi, hefur fengið þau skilaboð frá stjórnvöldum í heimalandinu að hann þurfi að snúa heim og sinna herskyldu í tvö ár. Allir kóreskir karlmenn á aldrinum 18 til 35 ára þurfa samkvæmt lögum að sinna herskyldu í tvö ár í Suður-Kóreu en landið er enn í formlegu stríði við nágranna sína í norðri. Bae hefur sigrað tvisvar á PGA-mótaröðinni, síðast í október á Frys.com meistaramótinu en ef hann snýr ekki aftur fljótlega gæti hann átt yfir höfði sér ákæru frá suður-kóreska ríkinu. Það er hins vegar von fyrir Bae að fresta eða sleppa við herskylduna þar sem afreksíþróttamenn hafa oft fengið undanþágu. Það á eftir að koma í ljós á næstu dögum og vikum en það yrði mikil synd ef þessi skemmtilegi kylfingur þyrfti að draga sig frá keppni í tvö ár. Hann yrði þó ekki fyrsti atvinnukylfingurinn á PGA-mótaröðinni sem hefði þurft að gera það því Tælendingurinn Thongchai Jaidee þurfti einnig að setja golfferill sinn á ís í nokkur ár vegna starfa fyrir herinn, en hann reis til metorða í tælenska hernum sem fallhlífahermaður. Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ferill suður-kóreska kylfingsins Sang-Moon Bae á PGA-mótaröðinni er í hættu en þessu 28 ára kylfingur, sem er i 84. sæti á heimslistanum í golfi, hefur fengið þau skilaboð frá stjórnvöldum í heimalandinu að hann þurfi að snúa heim og sinna herskyldu í tvö ár. Allir kóreskir karlmenn á aldrinum 18 til 35 ára þurfa samkvæmt lögum að sinna herskyldu í tvö ár í Suður-Kóreu en landið er enn í formlegu stríði við nágranna sína í norðri. Bae hefur sigrað tvisvar á PGA-mótaröðinni, síðast í október á Frys.com meistaramótinu en ef hann snýr ekki aftur fljótlega gæti hann átt yfir höfði sér ákæru frá suður-kóreska ríkinu. Það er hins vegar von fyrir Bae að fresta eða sleppa við herskylduna þar sem afreksíþróttamenn hafa oft fengið undanþágu. Það á eftir að koma í ljós á næstu dögum og vikum en það yrði mikil synd ef þessi skemmtilegi kylfingur þyrfti að draga sig frá keppni í tvö ár. Hann yrði þó ekki fyrsti atvinnukylfingurinn á PGA-mótaröðinni sem hefði þurft að gera það því Tælendingurinn Thongchai Jaidee þurfti einnig að setja golfferill sinn á ís í nokkur ár vegna starfa fyrir herinn, en hann reis til metorða í tælenska hernum sem fallhlífahermaður.
Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira