Jón Arnór Stefánsson er Íþróttamaður ársins 2014 3. janúar 2015 20:49 Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Heimasíða KKÍ Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson var í kvöld kosinn Íþróttamaður ársins 2014 en fékk flest atvæði í árlegu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Jón Arnór Stefánsson fær þessi verðlaun en hann var nú í níunda sinn meðal tíu efstu í kjörinu. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2013, varð í öðru sæti í kjörinu að þessu sinni en þriðji varð síðan handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson. Jón Arnór fór á árinu fyrir íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það tryggði sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni. Íslenska landsliðið verður með á Evrópumótinu á næsta ári og þar munaði mikið um frábæra frammistöðu Jóns Arnórs í síðustu tveimur leikjum liðsins. Jón Arnór skoraði 22,0 stig að meðaltali í riðlakeppninni þar af 23 stig á 29 mínútum í 71-69 sigri á Bretland í Koparkassanum í Ólympíuþorpinu í London. Jón Arnór skoraði meðal annars stærstu körfu leiksins í London þegar hann skoraði úr þriggja stiga skoti 44 sekúndum fyrir leikslok og kom íslenska landsliðinu fjórum stigum yfir, 71-67. Jón Arnór skoraði fimm síðustu stig Íslands í leiknum. Jón Arnór spilaði á árinu með tveimur liðum í spænsku úrvalsdeildinni, næststerkustu deild heims á eftir NBA-deildinni í Bandaríkjunum. Jón Arnór hóf árið með CAI Zaragoza sem endaði í 8. sæti á Spáni og komst í undanúrslit spænska bikarsins en Jón Arnór var fyrirliði liðsins. Jón Arnór samdi síðan við stórliðið Unicaja Malaga en lið hans endaði árið í efsta sæti spænsku deildarinnar og komið í sextán liða úrslit Euroleague, sem er Meistaradeild körfuboltans í Evrópu.Íþróttamaður ársins 2014 - þau fengu stig: 1. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 435 stig 2. Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna) 327 3. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 303 4. Sara Björk Gunnarsdóttir (knattspyrna) 147 5. Aron Pálmarsson (handbolti) 100 6. Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) 65 7. Sif Pálsdóttir (fimleikar) 56 8. Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) 46 9. Hafdís Sigurðardóttir (frjálsar) 44 10. Jón Margeir Sverrisson (íþr. fatlaðra) 36 11. Alfreð Finnbogason (knattspyrna) 26 12. Karen Knútsdóttir (handbolti) 25 13. Helgi Sveinsson (íþr. fatlaðra) 24 14. Aníta Hinriksdóttir (frjálsar) 21 15. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 19 16. Hlynur Bæringsson (körfubolti) 15 17. Birgir Leifur Hafþórsson (golf) 11 18. Dagný Brynjarsdóttir (knattspyrna) 10 19. Gísli Sveinbergsson (golf) 9 20. Aron Einar Gunnarsson (knattspyrna) 8 21. Thelma Björg Björnsdóttir (íþr. fatlaðra) 7 22. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 4 23. Helga María Vilhjálmsdóttir (skíði) 3 24. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar) 2 – Viðar Örn Kjartansson (knattspyrna) 2 – Lilja Lind Helgadóttir (lyftingar) 2 – Hörður Axel Vilhjálmsson (körfubolti) 2 28. Fanney Hauksdóttir (kraftlyftingar) 1 – Jón Daði Böðvarsson (knattspyrna) 1 – Þormóður Árni Jónsson (júdó) 1 Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson var í kvöld kosinn Íþróttamaður ársins 2014 en fékk flest atvæði í árlegu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Jón Arnór Stefánsson fær þessi verðlaun en hann var nú í níunda sinn meðal tíu efstu í kjörinu. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2013, varð í öðru sæti í kjörinu að þessu sinni en þriðji varð síðan handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson. Jón Arnór fór á árinu fyrir íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það tryggði sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni. Íslenska landsliðið verður með á Evrópumótinu á næsta ári og þar munaði mikið um frábæra frammistöðu Jóns Arnórs í síðustu tveimur leikjum liðsins. Jón Arnór skoraði 22,0 stig að meðaltali í riðlakeppninni þar af 23 stig á 29 mínútum í 71-69 sigri á Bretland í Koparkassanum í Ólympíuþorpinu í London. Jón Arnór skoraði meðal annars stærstu körfu leiksins í London þegar hann skoraði úr þriggja stiga skoti 44 sekúndum fyrir leikslok og kom íslenska landsliðinu fjórum stigum yfir, 71-67. Jón Arnór skoraði fimm síðustu stig Íslands í leiknum. Jón Arnór spilaði á árinu með tveimur liðum í spænsku úrvalsdeildinni, næststerkustu deild heims á eftir NBA-deildinni í Bandaríkjunum. Jón Arnór hóf árið með CAI Zaragoza sem endaði í 8. sæti á Spáni og komst í undanúrslit spænska bikarsins en Jón Arnór var fyrirliði liðsins. Jón Arnór samdi síðan við stórliðið Unicaja Malaga en lið hans endaði árið í efsta sæti spænsku deildarinnar og komið í sextán liða úrslit Euroleague, sem er Meistaradeild körfuboltans í Evrópu.Íþróttamaður ársins 2014 - þau fengu stig: 1. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 435 stig 2. Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna) 327 3. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 303 4. Sara Björk Gunnarsdóttir (knattspyrna) 147 5. Aron Pálmarsson (handbolti) 100 6. Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) 65 7. Sif Pálsdóttir (fimleikar) 56 8. Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) 46 9. Hafdís Sigurðardóttir (frjálsar) 44 10. Jón Margeir Sverrisson (íþr. fatlaðra) 36 11. Alfreð Finnbogason (knattspyrna) 26 12. Karen Knútsdóttir (handbolti) 25 13. Helgi Sveinsson (íþr. fatlaðra) 24 14. Aníta Hinriksdóttir (frjálsar) 21 15. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 19 16. Hlynur Bæringsson (körfubolti) 15 17. Birgir Leifur Hafþórsson (golf) 11 18. Dagný Brynjarsdóttir (knattspyrna) 10 19. Gísli Sveinbergsson (golf) 9 20. Aron Einar Gunnarsson (knattspyrna) 8 21. Thelma Björg Björnsdóttir (íþr. fatlaðra) 7 22. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 4 23. Helga María Vilhjálmsdóttir (skíði) 3 24. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar) 2 – Viðar Örn Kjartansson (knattspyrna) 2 – Lilja Lind Helgadóttir (lyftingar) 2 – Hörður Axel Vilhjálmsson (körfubolti) 2 28. Fanney Hauksdóttir (kraftlyftingar) 1 – Jón Daði Böðvarsson (knattspyrna) 1 – Þormóður Árni Jónsson (júdó) 1
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira