Hryðjuverkaárásin fordæmd um allan heim Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2015 17:57 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP/AFP Þjóðarleitogar, samtök og fleiri aðilar lýsa yfir óhugnaði sínum vegna árásirnnar á skrifstofur Charle Hebdo. Barack Obama. forseti Bandaríkjanna, fordæmdi árásina á Charlie Hebdo og sagði hana til merkis um hugleysi og illsku mannanna sem framkvæmdu hana. Þá lýsti forsetinn yfir samúð með frönsku þjóðinn, en tólf létu lífið í árásinni. Obama sagði Frakka vera einn af elstu og bestu bandamönnum Bandaríkjanna og að þeir hefðu staðið við bakið á þeim allt frá hryðjuverkaárásunum í New York þann 11. september 2001. Þetta sagði forsetinn á blaðamannafundi í dag. Forsetinn bauð fram aðstoð Bandaríkjanna við að hafa upp á þeim hryðjuverkamönnum sem komu að árásinni, en hann hafði þó ekki rætt við Francois Hollande, forseta Frakklands. „Ég vil segja það beint við íbúa París og alla Frakka að hver og einn einasti Bandaríkjamaður stendur með ykkur í dag,“ sagði Obama. Hann sagði einnig að í raun væri árásin á málfrelsi. Þetta er einstaklega villimannsleg árás,“ sagði Francois Hollande, forseti Frakklands. „Þessari hræðulegu árás er ætlað að valda deilum,“ sagði Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. „Við megum ekki falla í þá gildru. Nú þarf samstaða að ríkja í heiminum.“ „Við fordæmum þennan glæp. Við ítrekum að við erum tilbúnir til að hjálpa við baráttuna gegn hryðjuverkum,“ sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands. „Þessi ógeðfellda árás er ekki bara árás gegn lífi Frakka og innra öryggis Frakklands. Hún stendur einnig fyrir árás á tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla, sem eru hornsteinar lýðræðislegs þjóðfélags,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands. „Þessi árás mun valda ótta á stigi sem ekki hefur þekkst áður,“ sagði sænski listamaðurinn Lars Vilks. Hann hefur verið undir lögregluvernd frá því hann teiknaði skopmynd af Muhammad. „Charlie Hebdo var lítil vin. Það voru ekki margir sem þorðu að gera það sem þeir gerðu.“ „Þetta hús stendur með Frökkum í baráttunni gegn öllum tegundum hryðjuverka og við stöndum að fullu að baki tjáningarfrelsi og lýðræðis. Þetta fólk mun aldrei geta tekið þau gildi frá okkur,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á þingi í dag. „Íslensk stjórnvöld fordæma hryðjuverkaárásina á Charlie Hebdo. Hörmulegur atburður og við vottum aðstandendum fórnarlamba okkar dýpstu samúð,“ segir Sigmundur Davíð. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30 Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45 Ritstjóri DV var kallaður í yfirheyrslu vegna teikninganna Umdeildar teikningar reynast sprengiefni. Afstaða Íslendinga hefur verið á stjákli. 7. janúar 2015 14:12 „Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32 Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39 Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52 Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Þjóðarleitogar, samtök og fleiri aðilar lýsa yfir óhugnaði sínum vegna árásirnnar á skrifstofur Charle Hebdo. Barack Obama. forseti Bandaríkjanna, fordæmdi árásina á Charlie Hebdo og sagði hana til merkis um hugleysi og illsku mannanna sem framkvæmdu hana. Þá lýsti forsetinn yfir samúð með frönsku þjóðinn, en tólf létu lífið í árásinni. Obama sagði Frakka vera einn af elstu og bestu bandamönnum Bandaríkjanna og að þeir hefðu staðið við bakið á þeim allt frá hryðjuverkaárásunum í New York þann 11. september 2001. Þetta sagði forsetinn á blaðamannafundi í dag. Forsetinn bauð fram aðstoð Bandaríkjanna við að hafa upp á þeim hryðjuverkamönnum sem komu að árásinni, en hann hafði þó ekki rætt við Francois Hollande, forseta Frakklands. „Ég vil segja það beint við íbúa París og alla Frakka að hver og einn einasti Bandaríkjamaður stendur með ykkur í dag,“ sagði Obama. Hann sagði einnig að í raun væri árásin á málfrelsi. Þetta er einstaklega villimannsleg árás,“ sagði Francois Hollande, forseti Frakklands. „Þessari hræðulegu árás er ætlað að valda deilum,“ sagði Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. „Við megum ekki falla í þá gildru. Nú þarf samstaða að ríkja í heiminum.“ „Við fordæmum þennan glæp. Við ítrekum að við erum tilbúnir til að hjálpa við baráttuna gegn hryðjuverkum,“ sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands. „Þessi ógeðfellda árás er ekki bara árás gegn lífi Frakka og innra öryggis Frakklands. Hún stendur einnig fyrir árás á tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla, sem eru hornsteinar lýðræðislegs þjóðfélags,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands. „Þessi árás mun valda ótta á stigi sem ekki hefur þekkst áður,“ sagði sænski listamaðurinn Lars Vilks. Hann hefur verið undir lögregluvernd frá því hann teiknaði skopmynd af Muhammad. „Charlie Hebdo var lítil vin. Það voru ekki margir sem þorðu að gera það sem þeir gerðu.“ „Þetta hús stendur með Frökkum í baráttunni gegn öllum tegundum hryðjuverka og við stöndum að fullu að baki tjáningarfrelsi og lýðræðis. Þetta fólk mun aldrei geta tekið þau gildi frá okkur,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á þingi í dag. „Íslensk stjórnvöld fordæma hryðjuverkaárásina á Charlie Hebdo. Hörmulegur atburður og við vottum aðstandendum fórnarlamba okkar dýpstu samúð,“ segir Sigmundur Davíð.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30 Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45 Ritstjóri DV var kallaður í yfirheyrslu vegna teikninganna Umdeildar teikningar reynast sprengiefni. Afstaða Íslendinga hefur verið á stjákli. 7. janúar 2015 14:12 „Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32 Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39 Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52 Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30
Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19
Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45
Ritstjóri DV var kallaður í yfirheyrslu vegna teikninganna Umdeildar teikningar reynast sprengiefni. Afstaða Íslendinga hefur verið á stjákli. 7. janúar 2015 14:12
„Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32
Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39
Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52
Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent