Síðasti jólabasar í bili Þórður Ingi Jónsson skrifar 17. desember 2014 10:30 Aðstandendur Kunstschlager frá vinstri: Sigmann Þórðarson, Kristín Karólína Helgadóttir, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Þorgerður Þórhallsdóttir, Helgi Þórsson, Hrönn Gunnarsdóttir og Ásta Fanney Sigurðardóttir. Í myndina vantar Baldvin Einarsson. Þarna er líka kötturinn Pommes, sem er því miður ekki til sölu. Í dag verður hinn árlegi jólabasar gallerísins Kunstschlager á Rauðarárstíg opnaður. Þetta er í þriðja skiptið sem basarinn er haldinn en verður því miður síðasti viðburðurinn í galleríinu þar sem Kunstschlager bætist í hóp þeirra sem hrökklast burt úr miðbænum vegna hækkandi húsaleigu. „Það er gaman fyrir fólk að koma og kynnast þessu áður en það lokar,“ segir Helga Páley Friðþjófsdóttir, einn aðstandenda gallerísins. „Þetta er síðasti séns til að kíkja þarna inn á þessum stað,“ segir Helga og ítrekar að ábendingar séu vel þegnar varðandi mögulegt húsnæði fyrir framtíðina. „Við viljum halda áfram sem hópur á næsta ári og erum enn að leita að húsnæði,“ segir Helga. Á Jólabasarnum í fyrra voru yfir 70 listamenn sem seldu verk. „Ég taldi ekki hvað þetta voru margir listamenn þegar við vorum að setja upp í fyrradag en ég er sjálf enn að taka við verkum. Það koma oft verk á síðustu stundu,“ segir Helga. Að sögn Helgu hefur basarinn hjálpað starfseminni mikið í gegnum tíðina. „Þetta hefur verið okkar helsta tekjulind fyrir árið. Það er líka svo skemmtilegt að sjá hvað hér er fjölbreytt og mikið af verkum á basarnum. Þarna er öll flóran og mikið af fjölbreyttum listamönnum. Þetta er list á góðu verði og góð fjárfesting.“ Húsið verður opnað klukkan 18.00 í dag og verður jólaglögg í boði og heitt á könnunni. Fram að jólum verður opið aðra daga frá klukkan 16.00 til 20.00. Jólafréttir Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira
Í dag verður hinn árlegi jólabasar gallerísins Kunstschlager á Rauðarárstíg opnaður. Þetta er í þriðja skiptið sem basarinn er haldinn en verður því miður síðasti viðburðurinn í galleríinu þar sem Kunstschlager bætist í hóp þeirra sem hrökklast burt úr miðbænum vegna hækkandi húsaleigu. „Það er gaman fyrir fólk að koma og kynnast þessu áður en það lokar,“ segir Helga Páley Friðþjófsdóttir, einn aðstandenda gallerísins. „Þetta er síðasti séns til að kíkja þarna inn á þessum stað,“ segir Helga og ítrekar að ábendingar séu vel þegnar varðandi mögulegt húsnæði fyrir framtíðina. „Við viljum halda áfram sem hópur á næsta ári og erum enn að leita að húsnæði,“ segir Helga. Á Jólabasarnum í fyrra voru yfir 70 listamenn sem seldu verk. „Ég taldi ekki hvað þetta voru margir listamenn þegar við vorum að setja upp í fyrradag en ég er sjálf enn að taka við verkum. Það koma oft verk á síðustu stundu,“ segir Helga. Að sögn Helgu hefur basarinn hjálpað starfseminni mikið í gegnum tíðina. „Þetta hefur verið okkar helsta tekjulind fyrir árið. Það er líka svo skemmtilegt að sjá hvað hér er fjölbreytt og mikið af verkum á basarnum. Þarna er öll flóran og mikið af fjölbreyttum listamönnum. Þetta er list á góðu verði og góð fjárfesting.“ Húsið verður opnað klukkan 18.00 í dag og verður jólaglögg í boði og heitt á könnunni. Fram að jólum verður opið aðra daga frá klukkan 16.00 til 20.00.
Jólafréttir Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira