Þakkar konunni fyrir stuðninginn 16. desember 2014 09:45 Leikarinn hvetur fjölmiðla til að fjalla um ásakanirnar á hendur honum á hlutlausan hátt. Vísir/Getty Bill Cosby hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um ásakanir á hendur sér um kynferðislegt ofbeldi. Í viðtali við New York Post hrósaði grínistinn eiginkonu sinni, Camille, fyrir „styrk“ sem hún hefur sýnt með því að standa með honum. Cosby, sem hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi gagnvart meira en tólf konum, sagði að sér hefði verið ráðlagt að tala ekki um ásakanirnar. Leikarinn, sem er 77 ára, bað fréttamenn um að halda hlutleysi. „Ég geri bara ráð fyrir því að þeldökkt fjölmiðlafólk hafi uppi framúrskarandi viðmið í blaðamennsku og þegar það gerir það verður það að fjalla um þetta á hlutlausan hátt,“ sagði Cosby. Hann bætti við að „kvenlæg ást og styrkur“ hefði hjálpað sér í gegnum stormviðrið og bætti svo við: „Þeir vilja ekki að ég tali við fjölmiðla.“ Lögreglan í Los Angeles hóf nýlega rannsókn á ásökunum Judy Huth um að Cosby hefði misnotað hana þegar hún var 15 ára. Í lögsókn sinni sagði hún að leikarinn hefði gefið henni áfengi og neytt hana svo til kynferðisathafnar í svefnherbergi á Playboy-setrinu í kringum 1974, eða fyrir fjörutíu árum. Cosby hefur á móti höfðað mál gegn hinni 55 ára Huth og segir að hún vilji einungis hafa af honum fé. Segir hann ásakanir hennar tilhæfulausar. Lögfræðingar hans, sem hafa einnig neitað öllum ásökunum, sendu nýverið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu umfjöllun fjölmiðla um málið sem „fjölmiðlafári“. Leikarinn hefur aldrei verið ákærður fyrir glæp en ásakanirnar gegn honum hafa orðið til þess að hann aflýsti uppistandsferðalagi sínu og hætti við nokkur sjónvarpsverkefni.Þekktur sem Cliff Huxtable Bill Cosby er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn peysuklæddi pabbi Dr. Cliff Huxtable úr gamanþáttunum The Cosby Show sem nutu mikilla vinsælda á níunda áratugnum. Cosby kom fyrst fram í sjónvarpi í Kvöldþætti NBC árið 1963. Í framhaldinu gerði hann plötusamning við Warner Brothers og gaf út röð verðlaunaðra grínplatna. Árið 1965 varð Cosby fyrsti þeldökki leikarinn til að leika aðalhlutverk í dramaþáttum í sjónvarpi þegar hann fékk hlutverk í I Spy. Hann byrjaði að leika í The Cosby Show árið 1984 og gekk þátturinn um átta ára skeið. Fyrstu ásakanir á hendur Cosby um kynferðislegt ofbeldi komu upp árið 2005 þegar Andrea Constand, starfsmaður í gamla háskólanum hans, sakaði leikarann um að hafa látið hana taka eiturlyf og misnotað hana á heimili hennar ári fyrr Bill Cosby Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira
Bill Cosby hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um ásakanir á hendur sér um kynferðislegt ofbeldi. Í viðtali við New York Post hrósaði grínistinn eiginkonu sinni, Camille, fyrir „styrk“ sem hún hefur sýnt með því að standa með honum. Cosby, sem hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi gagnvart meira en tólf konum, sagði að sér hefði verið ráðlagt að tala ekki um ásakanirnar. Leikarinn, sem er 77 ára, bað fréttamenn um að halda hlutleysi. „Ég geri bara ráð fyrir því að þeldökkt fjölmiðlafólk hafi uppi framúrskarandi viðmið í blaðamennsku og þegar það gerir það verður það að fjalla um þetta á hlutlausan hátt,“ sagði Cosby. Hann bætti við að „kvenlæg ást og styrkur“ hefði hjálpað sér í gegnum stormviðrið og bætti svo við: „Þeir vilja ekki að ég tali við fjölmiðla.“ Lögreglan í Los Angeles hóf nýlega rannsókn á ásökunum Judy Huth um að Cosby hefði misnotað hana þegar hún var 15 ára. Í lögsókn sinni sagði hún að leikarinn hefði gefið henni áfengi og neytt hana svo til kynferðisathafnar í svefnherbergi á Playboy-setrinu í kringum 1974, eða fyrir fjörutíu árum. Cosby hefur á móti höfðað mál gegn hinni 55 ára Huth og segir að hún vilji einungis hafa af honum fé. Segir hann ásakanir hennar tilhæfulausar. Lögfræðingar hans, sem hafa einnig neitað öllum ásökunum, sendu nýverið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu umfjöllun fjölmiðla um málið sem „fjölmiðlafári“. Leikarinn hefur aldrei verið ákærður fyrir glæp en ásakanirnar gegn honum hafa orðið til þess að hann aflýsti uppistandsferðalagi sínu og hætti við nokkur sjónvarpsverkefni.Þekktur sem Cliff Huxtable Bill Cosby er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn peysuklæddi pabbi Dr. Cliff Huxtable úr gamanþáttunum The Cosby Show sem nutu mikilla vinsælda á níunda áratugnum. Cosby kom fyrst fram í sjónvarpi í Kvöldþætti NBC árið 1963. Í framhaldinu gerði hann plötusamning við Warner Brothers og gaf út röð verðlaunaðra grínplatna. Árið 1965 varð Cosby fyrsti þeldökki leikarinn til að leika aðalhlutverk í dramaþáttum í sjónvarpi þegar hann fékk hlutverk í I Spy. Hann byrjaði að leika í The Cosby Show árið 1984 og gekk þátturinn um átta ára skeið. Fyrstu ásakanir á hendur Cosby um kynferðislegt ofbeldi komu upp árið 2005 þegar Andrea Constand, starfsmaður í gamla háskólanum hans, sakaði leikarann um að hafa látið hana taka eiturlyf og misnotað hana á heimili hennar ári fyrr
Bill Cosby Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira