Sjö hlutir sem ég sá fyrir Atli Fannar Bjarkason skrifar 11. desember 2014 07:00 Óyggjandi vísindi völva eru öllum ljós. Í lok síðasta árs rýndi ég í lófaspákúluna og þegar litið er um öxl kemur í ljós að ég reyndist sannspár í sjö atriðum.7. Kommentakerfi DV verður lagt niður og landsmönnum býðst að senda hver öðrum kaldar kveðjur með drónum. – Þarna átti ég að sjálfsögðu við lætin í kringum eignarhald á DV og síðar eigendaskipti.6. Megrunarkúrinn „Éttu skít“ verður kynntur til sögunnar og hampað af helstu sérfræðingum á sviði næringarfræða. – Sameinuðu þjóðirnar bentu á í maí á þessu ári að um 1.900 tegundir af ætum skordýrum væru þekktar á jörðinni. Bent var á að vestræn ríki séu þau einu sem líta svo á að skordýraát sé ógeðslegt. Skilaboðin voru skýr: Borðið skordýr. Rétt eins og ég spáði um. Nánast.5. Fyrsti rafbíllinn á Íslandi verður rafmagnslaus á Sæbraut. Þegar eigandinn hringir eftir aðstoð verður síminn hans batteríslaus. – Þetta er pottþétt búið að gerast. Aldrei hafa fleiri rafbílar verið fluttir til landsins en árið 2013. Þá er símanotkun orðin þannig að fólk þarf að hlaða símann tvisvar á dag. Þetta vissi ég.4. Flóttamanni er vísað úr landi vegna þess að hann gleymir ítrekað að bjóða góðan daginn. – Þarna tókst mér að spá um lekamálið og eftirmál þess með slíkri nákvæmni að það væri galið af mér að kaupa ekki lottó um helgina.3. Í örvæntingarfullri leit að fjármagni byrjar Landspítalinn með eigin útgáfu af „Vertu viss“ þar sem líffæri eru gjaldmiðillinn. – Þarna spáði ég um kjaradeilu lækna ásamt aðstöðuvanda á Landspítalanum. Eitthvað sem enginn sá fyrir.2. Ökukennarinn Gylfi Sigurðsson semur við þýska úrvalsdeildarliðið Bayern München – misskilningur sem kostar liðið 13 milljarða. – Eitthvað sagði mér að Gylfi Sigurðsson myndi semja við nýtt lið á árinu. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að lesa þær fréttir úr spá minni.1. Rafbílavæðingin heldur áfram þegar Toyota kynnir nýjan og endurbættan Rav 4. – Ég sagði ykkur það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Fréttir ársins 2014 Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun
Óyggjandi vísindi völva eru öllum ljós. Í lok síðasta árs rýndi ég í lófaspákúluna og þegar litið er um öxl kemur í ljós að ég reyndist sannspár í sjö atriðum.7. Kommentakerfi DV verður lagt niður og landsmönnum býðst að senda hver öðrum kaldar kveðjur með drónum. – Þarna átti ég að sjálfsögðu við lætin í kringum eignarhald á DV og síðar eigendaskipti.6. Megrunarkúrinn „Éttu skít“ verður kynntur til sögunnar og hampað af helstu sérfræðingum á sviði næringarfræða. – Sameinuðu þjóðirnar bentu á í maí á þessu ári að um 1.900 tegundir af ætum skordýrum væru þekktar á jörðinni. Bent var á að vestræn ríki séu þau einu sem líta svo á að skordýraát sé ógeðslegt. Skilaboðin voru skýr: Borðið skordýr. Rétt eins og ég spáði um. Nánast.5. Fyrsti rafbíllinn á Íslandi verður rafmagnslaus á Sæbraut. Þegar eigandinn hringir eftir aðstoð verður síminn hans batteríslaus. – Þetta er pottþétt búið að gerast. Aldrei hafa fleiri rafbílar verið fluttir til landsins en árið 2013. Þá er símanotkun orðin þannig að fólk þarf að hlaða símann tvisvar á dag. Þetta vissi ég.4. Flóttamanni er vísað úr landi vegna þess að hann gleymir ítrekað að bjóða góðan daginn. – Þarna tókst mér að spá um lekamálið og eftirmál þess með slíkri nákvæmni að það væri galið af mér að kaupa ekki lottó um helgina.3. Í örvæntingarfullri leit að fjármagni byrjar Landspítalinn með eigin útgáfu af „Vertu viss“ þar sem líffæri eru gjaldmiðillinn. – Þarna spáði ég um kjaradeilu lækna ásamt aðstöðuvanda á Landspítalanum. Eitthvað sem enginn sá fyrir.2. Ökukennarinn Gylfi Sigurðsson semur við þýska úrvalsdeildarliðið Bayern München – misskilningur sem kostar liðið 13 milljarða. – Eitthvað sagði mér að Gylfi Sigurðsson myndi semja við nýtt lið á árinu. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að lesa þær fréttir úr spá minni.1. Rafbílavæðingin heldur áfram þegar Toyota kynnir nýjan og endurbættan Rav 4. – Ég sagði ykkur það.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun