4 einföld skref að vel skipulögðu jólahaldi Sara McMahon skrifar 9. desember 2014 07:00 Nú fer senn að líða að jólum og mannskapurinn kominn mislangt með allan undirbúning; sumir eru búnir að ljúka öllum verkefnum á meðan aðrir eru rétt að byrja. Eittsem ég hef komist að í gegnum tíðina er að jólin snúast fyrst og fremst um gott skipulag og minna um hinn fræga jólaanda (þetta er grín en samt ekki). Ég er ekki ein um að halda þessu fram því á internetinu rekst maður í æ meira mæli á gátlista sem eiga að aðstoða fólk við að skipuleggja jólin: 101 Days to Christmas – Day by Day to an Organized Christmas, Get Ready for Christmas Countdown, 10 Things to Do to Get Ready for Christmas. Allt góðir og gildir gátlistar sem geta auðveldað jólaundirbúninginn. Ég hef ákveðið að taka saman minn eigin gátlista fyrir ykkur sem ekki nennið að finna slíka á netinu. Skrefin að góðum og skipulögðum jólum eru fjögur talsins, einföld og léttunnin:1. Undirbúningur hefst í ágústmánuði. Þá skal kaupa vænan skammt af jólagjöfum. Seinni skammt á að kaupa í september.2. Hefjið bakstur í október og skellið þessu í frysti.3. Notið nóvember til að taka til í skápum og þrífa hátt og lágt.4. Pakkið inn gjöfum í desember og bjóðið fólki heim í þíddar smákökur. Jólamatinn má svo elda í byrjun desember og henda í frysti. Ef samlandar mínir taka sig til, allir sem einn, og fylgja þessum stutta og hófsamlega gátlista mínum þá verða jólin 2015 hægðarleikur einn. Skipulaginu munu svo fylgja aðrir óvæntir kostir. Til að mynda mun verslunarfólk ekki þurfa að vinna jafn langa vinnudaga í desember því jólagjafainnkaupin skiptast niður á ágúst og september. Þau fá því að njóta aðventunnar með okkur hinum, aldrei þessu vant. Svo mun fólk uppgötva að Sörur bragðast betur hálffrosnar og þrif geta verið hin besta fjölskylduskemmtun þegar þau fara fram í góðu tómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun
Nú fer senn að líða að jólum og mannskapurinn kominn mislangt með allan undirbúning; sumir eru búnir að ljúka öllum verkefnum á meðan aðrir eru rétt að byrja. Eittsem ég hef komist að í gegnum tíðina er að jólin snúast fyrst og fremst um gott skipulag og minna um hinn fræga jólaanda (þetta er grín en samt ekki). Ég er ekki ein um að halda þessu fram því á internetinu rekst maður í æ meira mæli á gátlista sem eiga að aðstoða fólk við að skipuleggja jólin: 101 Days to Christmas – Day by Day to an Organized Christmas, Get Ready for Christmas Countdown, 10 Things to Do to Get Ready for Christmas. Allt góðir og gildir gátlistar sem geta auðveldað jólaundirbúninginn. Ég hef ákveðið að taka saman minn eigin gátlista fyrir ykkur sem ekki nennið að finna slíka á netinu. Skrefin að góðum og skipulögðum jólum eru fjögur talsins, einföld og léttunnin:1. Undirbúningur hefst í ágústmánuði. Þá skal kaupa vænan skammt af jólagjöfum. Seinni skammt á að kaupa í september.2. Hefjið bakstur í október og skellið þessu í frysti.3. Notið nóvember til að taka til í skápum og þrífa hátt og lágt.4. Pakkið inn gjöfum í desember og bjóðið fólki heim í þíddar smákökur. Jólamatinn má svo elda í byrjun desember og henda í frysti. Ef samlandar mínir taka sig til, allir sem einn, og fylgja þessum stutta og hófsamlega gátlista mínum þá verða jólin 2015 hægðarleikur einn. Skipulaginu munu svo fylgja aðrir óvæntir kostir. Til að mynda mun verslunarfólk ekki þurfa að vinna jafn langa vinnudaga í desember því jólagjafainnkaupin skiptast niður á ágúst og september. Þau fá því að njóta aðventunnar með okkur hinum, aldrei þessu vant. Svo mun fólk uppgötva að Sörur bragðast betur hálffrosnar og þrif geta verið hin besta fjölskylduskemmtun þegar þau fara fram í góðu tómi.