Fimm Íslendingalið féllu í Svíþjóð og Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. nóvember 2014 09:15 Hjörtur logi er einn þeirra Íslendinga sem féllu í haust. Fréttablaðið/vilhelm Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í fótbolta, og liðsfélagar hans í norska stórliðinu Brann féllu úr úrvalsdeildinni þar í landi í fyrrakvöld þegar það tapaði fyrir smáliðinu Mjöndalen í umspili um síðasta lausa sætið. Þar með lauk keppnistíðinni í efstu deildum Noregs og Svíþjóðar formlega og var Birkir ekki eini Íslendingurinn sem féll. Í heildina féllu fimm „Íslendingalið“ úr úrvalsdeildum Noregs og Svíþjóðar. Tvö lið féllu í Svíþjóð; Mjällby með Guðmann Þórisson innanborðs og Brommapojkarna sem Kristinn Jónsson spilaði með. Guðmann ætlar að vera áfram en Kristinn vill losna frá félaginu. Þriðja Íslendingaliðið, Gefle, sem KR-ingurinn Skúli Jón Friðgeirsson spilar með, hafnaði svo í þriðja neðsta sæti deildarinnar og fór í umspil gegn 1. deildar liðinu Ljungskile. Þar hafði Gefle betur. Í Noregi fóru aftur á móti þrjú Íslendingalið niður. Sandnes Ulf, með þá Hannes Þór Halldórsson, Hannes Þ. Sigurðsson og Eið Aron Sigurbjörnsson, hafnaði í neðsta sæti deildarinnar og Hjörtur Logi Valgarðsson og hans menn í Sogndal fylgdu. Það var svo á þriðjudaginn sem Brann féll og varð þar með fimmta Íslendingaliðið sem kvaddi úrvalsdeildir Noregs og Svíþjóðar. Ekki fara allir Íslendingarnir þó með liðunum niður. Hannes Þór Halldórsson er eftirsóttur af betri liðum og Birkir Már er á leið til Hammarby eins og kemur fram hér í Fréttablaðinu. Sem fyrr segir ætla bæði Kristinn og Guðmann að kveðja fallliðin í Svíþjóð. Einhverjir af þeim gætu fengið símtal frá smáliðinu Mjöndalen, en þjálfari þess segist hafa fylgst grannt með Íslendingum og Svíum. „Við höfum verið að skoða leikmenn í Svíþjóð og á Íslandi í allt haust og höfum góða mynd af markaðnum þar. Ekki láta ykkur koma á óvart ef íslenskur eða sænskur leikmaður á flott tímabil með liðinu næsta sumar,“ sagði Vegard Hansen, þjálfari liðsins, við Dagbladet. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Sjá meira
Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í fótbolta, og liðsfélagar hans í norska stórliðinu Brann féllu úr úrvalsdeildinni þar í landi í fyrrakvöld þegar það tapaði fyrir smáliðinu Mjöndalen í umspili um síðasta lausa sætið. Þar með lauk keppnistíðinni í efstu deildum Noregs og Svíþjóðar formlega og var Birkir ekki eini Íslendingurinn sem féll. Í heildina féllu fimm „Íslendingalið“ úr úrvalsdeildum Noregs og Svíþjóðar. Tvö lið féllu í Svíþjóð; Mjällby með Guðmann Þórisson innanborðs og Brommapojkarna sem Kristinn Jónsson spilaði með. Guðmann ætlar að vera áfram en Kristinn vill losna frá félaginu. Þriðja Íslendingaliðið, Gefle, sem KR-ingurinn Skúli Jón Friðgeirsson spilar með, hafnaði svo í þriðja neðsta sæti deildarinnar og fór í umspil gegn 1. deildar liðinu Ljungskile. Þar hafði Gefle betur. Í Noregi fóru aftur á móti þrjú Íslendingalið niður. Sandnes Ulf, með þá Hannes Þór Halldórsson, Hannes Þ. Sigurðsson og Eið Aron Sigurbjörnsson, hafnaði í neðsta sæti deildarinnar og Hjörtur Logi Valgarðsson og hans menn í Sogndal fylgdu. Það var svo á þriðjudaginn sem Brann féll og varð þar með fimmta Íslendingaliðið sem kvaddi úrvalsdeildir Noregs og Svíþjóðar. Ekki fara allir Íslendingarnir þó með liðunum niður. Hannes Þór Halldórsson er eftirsóttur af betri liðum og Birkir Már er á leið til Hammarby eins og kemur fram hér í Fréttablaðinu. Sem fyrr segir ætla bæði Kristinn og Guðmann að kveðja fallliðin í Svíþjóð. Einhverjir af þeim gætu fengið símtal frá smáliðinu Mjöndalen, en þjálfari þess segist hafa fylgst grannt með Íslendingum og Svíum. „Við höfum verið að skoða leikmenn í Svíþjóð og á Íslandi í allt haust og höfum góða mynd af markaðnum þar. Ekki láta ykkur koma á óvart ef íslenskur eða sænskur leikmaður á flott tímabil með liðinu næsta sumar,“ sagði Vegard Hansen, þjálfari liðsins, við Dagbladet.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Sjá meira