Brynjar hefði aldrei staðið upp aftur ef ég ætlaði að meiða hann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2014 00:01 Magnús Þór Gunnarsson segir aganefnd KKÍ dæma sig út frá atviki sem gerðist á síðasta tímabili. Vísir/Ernir „Mér finnst þessi dómur vera alveg út í Hróa hött,“ segir afar ósáttur Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Grindavíkur. Hann var í gær dæmdur í tveggja leikja bann fyrir „alvarlega grófan leik“ að því er stendur á síðu KKÍ. Magnús braut illa á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni í leik liðanna á dögunum og var vísað úr húsi.Vel ýkt hjá Brynjari „Þetta var ekki eins gróft og fólk er að segja. Ef fólk horfir á myndbandið sést að þetta er vel ýkt hjá Brynjari. Hann stendur upp þrem sekúndum síðar og ekkert að honum. Ég efast um að ég hafi slegið hann svo fast að hann hafi meitt sig og þetta verðskuldi tveggja leikja bann.“ Magnús var dæmdur í eins leiks bann í mars fyrir að brjóta einnig illa á sama KR-ingi, Brynjari Þór. Magnús segir að sá dómur hafi áhrif núna. „Þarna er verið að dæma mig fyrir það sem gerðist á síðasta tímabili. Það var búið að dæma á það brot og því finnst mér asnalegt að vera að halda því áfram núna. Það kemur þessu máli ekkert við,“ segir Magnús og þvertekur fyrir að hafa verið að reyna að meiða Brynjar.Viðurkennir harða villu „Maðurinn er að fara í „lay up“ og í stað þess að leyfa honum það slæ ég til hans. Ég viðurkenni að ég sló kannski fullfast í hann þannig að ég er ekki sáttur við að menn segi að þetta hafi verið viljandi. Hörð var villan, ég viðurkenni það,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar hefði ekki staðið upp þrem sekúndum síðar ef hann hefði ætlað að meiða hann. „Ef ég hefði ætlað að meiða Brynjar þá hefði hann aldrei staðið upp aftur. Ég er líka viss um að ef ég hefði sýnt iðrun og beðið hann afsökunar þá hefði ég ekki fengið brottvísun. Þá hefði ég bara fengið óíþróttamannslega villu.“ Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Magnús fer í bann á sama árinu fyrir að brjóta illa á sama manninum. Er honum eitthvað illa við Brynjar? „Nei, alls ekki. Þetta hittir bara svona á. Í fyrra brotinu þá heldur hann í höndina á mér, ég losa hana og slæ hann ekki einu sinni. Þríhöfðinn á mér fer í andlitið á honum og hann dettur,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar sé ekki barnanna bestur á vellinum. „Hann veit vel sjálfur að hann á fullt af þessu skilið. Hann er sjálfur rosalega „dirty“. Brynjar er lúmskur. Hann má eiga það og þar af leiðandi vinnur hann þessa baráttu.“ Brotin tvö má sjá hér að neðan.Seinna brotið á dögunum. Brotið í febrúar síðastliðnum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Í annað sinn á árinu sem Magnús lemur Brynjar | Myndband Magnúsi Þór Gunnarssyni Grindvíkingi virðist vera eitthvað illa við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. 7. nóvember 2014 21:53 Sjáðu fólskulega árás Magnúsar Þórs Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson á yfir höfði sér leikbann eftir fólskulega árás á KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í gær. 7. nóvember 2014 20:28 Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot | Myndband Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni. 12. nóvember 2014 12:09 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira
„Mér finnst þessi dómur vera alveg út í Hróa hött,“ segir afar ósáttur Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Grindavíkur. Hann var í gær dæmdur í tveggja leikja bann fyrir „alvarlega grófan leik“ að því er stendur á síðu KKÍ. Magnús braut illa á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni í leik liðanna á dögunum og var vísað úr húsi.Vel ýkt hjá Brynjari „Þetta var ekki eins gróft og fólk er að segja. Ef fólk horfir á myndbandið sést að þetta er vel ýkt hjá Brynjari. Hann stendur upp þrem sekúndum síðar og ekkert að honum. Ég efast um að ég hafi slegið hann svo fast að hann hafi meitt sig og þetta verðskuldi tveggja leikja bann.“ Magnús var dæmdur í eins leiks bann í mars fyrir að brjóta einnig illa á sama KR-ingi, Brynjari Þór. Magnús segir að sá dómur hafi áhrif núna. „Þarna er verið að dæma mig fyrir það sem gerðist á síðasta tímabili. Það var búið að dæma á það brot og því finnst mér asnalegt að vera að halda því áfram núna. Það kemur þessu máli ekkert við,“ segir Magnús og þvertekur fyrir að hafa verið að reyna að meiða Brynjar.Viðurkennir harða villu „Maðurinn er að fara í „lay up“ og í stað þess að leyfa honum það slæ ég til hans. Ég viðurkenni að ég sló kannski fullfast í hann þannig að ég er ekki sáttur við að menn segi að þetta hafi verið viljandi. Hörð var villan, ég viðurkenni það,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar hefði ekki staðið upp þrem sekúndum síðar ef hann hefði ætlað að meiða hann. „Ef ég hefði ætlað að meiða Brynjar þá hefði hann aldrei staðið upp aftur. Ég er líka viss um að ef ég hefði sýnt iðrun og beðið hann afsökunar þá hefði ég ekki fengið brottvísun. Þá hefði ég bara fengið óíþróttamannslega villu.“ Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Magnús fer í bann á sama árinu fyrir að brjóta illa á sama manninum. Er honum eitthvað illa við Brynjar? „Nei, alls ekki. Þetta hittir bara svona á. Í fyrra brotinu þá heldur hann í höndina á mér, ég losa hana og slæ hann ekki einu sinni. Þríhöfðinn á mér fer í andlitið á honum og hann dettur,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar sé ekki barnanna bestur á vellinum. „Hann veit vel sjálfur að hann á fullt af þessu skilið. Hann er sjálfur rosalega „dirty“. Brynjar er lúmskur. Hann má eiga það og þar af leiðandi vinnur hann þessa baráttu.“ Brotin tvö má sjá hér að neðan.Seinna brotið á dögunum. Brotið í febrúar síðastliðnum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Í annað sinn á árinu sem Magnús lemur Brynjar | Myndband Magnúsi Þór Gunnarssyni Grindvíkingi virðist vera eitthvað illa við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. 7. nóvember 2014 21:53 Sjáðu fólskulega árás Magnúsar Þórs Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson á yfir höfði sér leikbann eftir fólskulega árás á KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í gær. 7. nóvember 2014 20:28 Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot | Myndband Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni. 12. nóvember 2014 12:09 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira
Í annað sinn á árinu sem Magnús lemur Brynjar | Myndband Magnúsi Þór Gunnarssyni Grindvíkingi virðist vera eitthvað illa við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. 7. nóvember 2014 21:53
Sjáðu fólskulega árás Magnúsar Þórs Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson á yfir höfði sér leikbann eftir fólskulega árás á KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í gær. 7. nóvember 2014 20:28
Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot | Myndband Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni. 12. nóvember 2014 12:09