Hvað er hægt að sjá frítt á Airwaves? Þórður Ingi Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 10:00 Iceland Airwaves-tónleikahátíðin gekk í garð í dag og verður því mikið um að vera í bænum. Passar á hátíðina seldust upp í byrjun október en tónlistaráhugamenn sem nældu sér ekki í passa í tæka tíð þurfa ekki að örvænta þar sem hægt verður að sjá 675 „off-venue“-tónleika víðs vegar um borgina, þar sem ekkert kostar inn. (Þess skal þó getið að hægt verður að kaupa miða á lokatónleika hátíðarinnar með Flaming Lips og War on Drugs í takmörkuðu upplagi.) Fréttablaðið tók saman nokkra áhugaverða off-venue-viðburði fyrir þá sem voru svo óheppnir að missa af miðum.Berndsen á góðri stund.Fréttablaðið/MagnúsSýningin Horfðu í ljósið: Augnablik frá Iceland Airwaves verður opin á Kexi Hosteli yfir hátíðina. Sýningin samanstendur af ljósmyndum af mögnuðum Airwaves-augnablikum eftir helstu tónleikaljósmyndara Reykjavíkur. Reikna má með því að einhverjir Airwaves-gestir geti fundið myndir af sjálfum sér í góðu stuði og nokkrum árum yngri á veggjum Kexins.Jaakko Eino Kalevi.Nordic Playlist er vinsæl síða sem fær fræga norræna tónlistarmenn til að gera lagalista með skandinavískri tónlist. Frá föstudegi til sunnudags verður síðan með sérstakan „pop-up“-bar að Laugavegi 91. Þar verður meðal annars hægt að sjá tónlistarmennina Jakko Eino Kalevi frá Finnlandi, Kasper Björke frá Danmörku og sveitina BYRTA frá Færeyjum.Mugison.Fréttablaðið/HaraldurÚtvarpsstöðin KEXP frá Seattle í Bandaríkjunum verður með beina útsendingu og tónleika á Kexi Hosteli frá miðvikudegi til laugardags. Útvarpsstöðin hefur sýnt hátíðinni mikinn áhuga undanfarin ár. Í dag, miðvikudag, verður hægt að sjá Kiasmos, Sóleyju, Uni Stefson, Oyama og Mugison troða upp, annaðhvort á Kexinu eða í beinni útsendingu á KEXP.Kælan MiklaFréttablaðið/ValliHópurinn Stelpur rokka! sem hefur haldið úti rokksumarbúðum fyrir stelpur verður með sérstaka off-venue tónleika á Lofti Hosteli á fimmtudaginn. Þar koma fram Kælan mikla, Rachel Sermanni frá Skotlandi, Adda, Margrét Arnar og Boogie Trouble. Airwaves Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
Iceland Airwaves-tónleikahátíðin gekk í garð í dag og verður því mikið um að vera í bænum. Passar á hátíðina seldust upp í byrjun október en tónlistaráhugamenn sem nældu sér ekki í passa í tæka tíð þurfa ekki að örvænta þar sem hægt verður að sjá 675 „off-venue“-tónleika víðs vegar um borgina, þar sem ekkert kostar inn. (Þess skal þó getið að hægt verður að kaupa miða á lokatónleika hátíðarinnar með Flaming Lips og War on Drugs í takmörkuðu upplagi.) Fréttablaðið tók saman nokkra áhugaverða off-venue-viðburði fyrir þá sem voru svo óheppnir að missa af miðum.Berndsen á góðri stund.Fréttablaðið/MagnúsSýningin Horfðu í ljósið: Augnablik frá Iceland Airwaves verður opin á Kexi Hosteli yfir hátíðina. Sýningin samanstendur af ljósmyndum af mögnuðum Airwaves-augnablikum eftir helstu tónleikaljósmyndara Reykjavíkur. Reikna má með því að einhverjir Airwaves-gestir geti fundið myndir af sjálfum sér í góðu stuði og nokkrum árum yngri á veggjum Kexins.Jaakko Eino Kalevi.Nordic Playlist er vinsæl síða sem fær fræga norræna tónlistarmenn til að gera lagalista með skandinavískri tónlist. Frá föstudegi til sunnudags verður síðan með sérstakan „pop-up“-bar að Laugavegi 91. Þar verður meðal annars hægt að sjá tónlistarmennina Jakko Eino Kalevi frá Finnlandi, Kasper Björke frá Danmörku og sveitina BYRTA frá Færeyjum.Mugison.Fréttablaðið/HaraldurÚtvarpsstöðin KEXP frá Seattle í Bandaríkjunum verður með beina útsendingu og tónleika á Kexi Hosteli frá miðvikudegi til laugardags. Útvarpsstöðin hefur sýnt hátíðinni mikinn áhuga undanfarin ár. Í dag, miðvikudag, verður hægt að sjá Kiasmos, Sóleyju, Uni Stefson, Oyama og Mugison troða upp, annaðhvort á Kexinu eða í beinni útsendingu á KEXP.Kælan MiklaFréttablaðið/ValliHópurinn Stelpur rokka! sem hefur haldið úti rokksumarbúðum fyrir stelpur verður með sérstaka off-venue tónleika á Lofti Hosteli á fimmtudaginn. Þar koma fram Kælan mikla, Rachel Sermanni frá Skotlandi, Adda, Margrét Arnar og Boogie Trouble.
Airwaves Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira