Kristinn: Skoða þá möguleika sem koma upp Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. nóvember 2014 07:00 Kristinn skoraði átta mörk á tímabilinu í Svíþjóð. mynd/hbk.sek Kristinn Steindórsson, leikmaður Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir liðið þegar það tapaði 5-1 í lokaumferðinni gegn IFK Gautaborg á útivelli um helgina. Kristinn spilaði fantavel með Halmstad í sumar sem bætti árangur sinn mikið frá síðasta tímabili, en hjá Halmstad eru menn þokkalega sáttir við uppskeruna í ár. „Við áttum í miklum vandræðum í fyrra og fórum í umspilið. Markmiðið í ár var að halda sér uppi og fá fleiri stig sem tókst,“ segir Kristinn í samtali við Fréttablaðið, en sjálfur skoraði hann átta mörk og lagði upp tvö til viðbótar í sænsku úrvalsdeildinni í ár. „Í heildina er ég ánægður með mína frammistöðu þó maður vilji alltaf gera betur; skora meira og leggja upp fleiri mörk. En eftir þetta leiðindatímabil í fyrra var þetta mun skemmtilegra þannig að ég er sáttur,“ segir Kristinn. Óvíst er hvort Blikinn öflugi verður áfram hjá Halmstad, en hann er nú samningslaus. „Í rauninni veit ég ekki hvað gerist. Það er samt 100 prósent að ég held að ég komi ekki heim. Ekki núna. Ég kem bara til með að skoða þá möguleika sem verða í boði,“ segir Kristinn. Hann hefur ekki rætt við Halmstad ennþá, en mun spjalla við forráðamenn liðsins um framtíð sína í vikunni. Annars hefur hann heyrt af áhuga annarra liða. „Halmstad-menn vildu bíða með viðræður þar til eftir síðasta leik. Það er klárlega áhugi frá öðrum liðum en ekkert sem er komið langt á leið. Ég er til í að skoða allt í rauninni,“ segir Kristinn sem hefur mikinn áhuga á að komast til betra liðs. „Ég hef fulla trú á því að ég geti spilað með betri liðum og maður spilar eflaust bara betur hjá betra liði með betri menn í kringum sig. Ég vil bara helst fá hlutina á hreint sem fyrst,“ segir hann. Næst á dagskránni er smá frí áður en haldið verður heim til Íslands í desember, segir Kristinn. „Maður fer í smá ferðalag og sér svo hvað gerist. Kannski þarf maður að fara aftur til Halmstad og pakka ef eitthvað gerist.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Sjá meira
Kristinn Steindórsson, leikmaður Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir liðið þegar það tapaði 5-1 í lokaumferðinni gegn IFK Gautaborg á útivelli um helgina. Kristinn spilaði fantavel með Halmstad í sumar sem bætti árangur sinn mikið frá síðasta tímabili, en hjá Halmstad eru menn þokkalega sáttir við uppskeruna í ár. „Við áttum í miklum vandræðum í fyrra og fórum í umspilið. Markmiðið í ár var að halda sér uppi og fá fleiri stig sem tókst,“ segir Kristinn í samtali við Fréttablaðið, en sjálfur skoraði hann átta mörk og lagði upp tvö til viðbótar í sænsku úrvalsdeildinni í ár. „Í heildina er ég ánægður með mína frammistöðu þó maður vilji alltaf gera betur; skora meira og leggja upp fleiri mörk. En eftir þetta leiðindatímabil í fyrra var þetta mun skemmtilegra þannig að ég er sáttur,“ segir Kristinn. Óvíst er hvort Blikinn öflugi verður áfram hjá Halmstad, en hann er nú samningslaus. „Í rauninni veit ég ekki hvað gerist. Það er samt 100 prósent að ég held að ég komi ekki heim. Ekki núna. Ég kem bara til með að skoða þá möguleika sem verða í boði,“ segir Kristinn. Hann hefur ekki rætt við Halmstad ennþá, en mun spjalla við forráðamenn liðsins um framtíð sína í vikunni. Annars hefur hann heyrt af áhuga annarra liða. „Halmstad-menn vildu bíða með viðræður þar til eftir síðasta leik. Það er klárlega áhugi frá öðrum liðum en ekkert sem er komið langt á leið. Ég er til í að skoða allt í rauninni,“ segir Kristinn sem hefur mikinn áhuga á að komast til betra liðs. „Ég hef fulla trú á því að ég geti spilað með betri liðum og maður spilar eflaust bara betur hjá betra liði með betri menn í kringum sig. Ég vil bara helst fá hlutina á hreint sem fyrst,“ segir hann. Næst á dagskránni er smá frí áður en haldið verður heim til Íslands í desember, segir Kristinn. „Maður fer í smá ferðalag og sér svo hvað gerist. Kannski þarf maður að fara aftur til Halmstad og pakka ef eitthvað gerist.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Sjá meira