Margir verða bara ljótari með árunum Henry Birgir Gunnarsson í Stokkhólmi skrifar 4. október 2014 08:00 Hressir John Kavanagh og Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, slá á létta strengi í Speglasalnum á Grand Hotel í Stokkhólmi þar sem fjölmiðladagurinn og opna æfingin fóru fram á fimmtudaginn. Fréttablaðið/Björn Sigurðsson „Ég veit ekki alveg hvar ég er en ég verð góður á morgun,“ sagði John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, en hann stendur í ströngu þessa dagana. Um síðustu helgi var hann með Conor McGregor í Las Vegas og hann kom beint þaðan til Stokkhólms til þess að fylgja Gunnari alla leið gegn Rick Story. Kavanagh lenti þrjú um nóttina í Stokkhólmi og þurfti svo að vakna klukkan sex um morguninn. Nóg að gera. „Ég er gríðarlega spenntur enda er þetta í fyrsta skipti sem Gunni er í aðalbardaga. Rick Story hentar Gunnari vel og ég er viss um að hann mun sýna að hann eigi skilið að berjast um titilinn,“ segir Kavanagh en hann er orðinn einn heitasti þjálfarinn í bransanum og fjölmiðlamenn kepptust um að ná af honum tali. Þó svo Kavanagh hafi misst af hluta undirbúnings bardaga Gunnars og Story þá segir þjálfarinn það ekki koma að sök. „Gunni var með okkur á Írlandi og tók vel á því með Conor. Við erum að æfa allt árið en ekki bara að taka á því þegar bardagi nálgast. Það eru sjö ár síðan við byrjuðum að vinna saman. Það hefur verið æft fyrir þennan stóra bardaga í sjö ár. Undirbúningurinn var frábær og Gunni lítur hrikalega vel út,“ segir Kavanagh en hann birti einmitt sjö ára gamla mynd af sér og Gunnari á Twitter á dögunum. „Hann lítur út fyrir að vera tólf ára á myndinni,“ segir hann og hlær við. Story hefur tapað fimm af síðustu níu bardögum sínum en allir vita þó hvað hann getur. Hversu góður er hann í dag að mati Kavanaghs? „Þetta er reyndur og harður strákur. Mér finnst hann hafa staðið í stað. Hann hefur ekki þróað sinn stíl eins og Gunnar hefur gert til að mynda. Það er mikill munur á Gunnari í dag og þegar hann keppti í UFC. Margir af þessum strákum taka ekki miklum framförum á fimm árum. Þeir eru kannski aðeins ljótari eftir alla bardagana,“ sagði Kavanagh og glotti. Gunnar sagði í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum að ný kynslóð væri að koma upp í UFC. Hann væri hluti af þeirri kynslóð rétt eins og Conor McGregor. Story væri það ekki. „Það er hárrétt hjá Gunnari. UFC er sífellt að þróast og nýir stílar að taka yfir. Það virðist verða mikil framför í íþróttinni á tveggja ára fresti. Story er til að mynda ekki jafn tæknilega sterkur og Gunni og þess vegna held ég að hann muni tapa bardaganum,“ sagði John Kavanagh að lokum. Bardagakvöldið hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Gunnar er ósigraður í fjórtán bardögum í MMA, þar af fjórum í UFC. MMA Tengdar fréttir Story er svefnlaus í Stokkhólmi Maður hefur séð hressari menn en Bandaríkjamanninn Rick Story á fjölmiðladeginum í Stokkhólmi í gær. Það átti sér þó skýringar. 2. október 2014 11:15 Gunnar: Kann að meta stuðning Svíanna Gunnar Nelson er klár í slaginn gegn Rick Story í Globen-höllinni á laugardag. 3. október 2014 06:00 Gunnar og Kavanagh buðu upp á skylmingaratriði Gunnar Nelson og þjálfari hans, John Kavanagh, vöktu mikla athygli fyrir æfinguna sem þeir héldu fyrir fjölmiðlamenn í gær. 2. október 2014 13:00 Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00 Gunnar verður heimsmeistari „Gunnar hefur verið að berjast lengi og við höldum að Gunnar eigi eftir að verða heimsmeistari einn daginn.“ 4. október 2014 07:00 Lét frænku mína klippa mig og það varð allt brjálað "Áhugasvið fólks er misjafnt og ég spáði ekki eins mikið í þessu og þeir sem settu þetta í blöðin," segir Gunnar Nelson en klipping sem hann fékk sér fyrir rúmum mánuði vakti talsverða athygli. 3. október 2014 17:30 Gunnar æfði í Speglasalnum og mætti Story | Myndir Flottar myndir frá opinni æfingu fyrir bardagakvöldið í Stokkhólmi á laugardaginn. 2. október 2014 10:00 Kemur ekki til greina að breyta inngöngulaginu | Myndband „Er Gunni ekki grjóthart,“ segir Gunnar Nelson þegar hann er spurður um hvort hann hafi íhugað að breyta viðurnefni sínu í UFC. 3. október 2014 11:54 „Ég ætla að klára bardagann“ Bæði Gunnar Nelson og Rick Story náðu þyngd í vigtun UFC í dag. 3. október 2014 13:33 Er verið að fórna Story fyrir Gunnar? Rick Story veltir fyrir sér ástæðum þess að hann var valinn til að berjast við Gunnar Nelson. 1. október 2014 22:00 Búið að selja yfir 10 þúsund miða á bardaga Gunnars í Globen Það fer hver að verða síðastur í Svíþjóð að næla sér í miða á bardaga Gunnars Nelson og Rick Story í Globen-höllinni glæsilegu. 2. október 2014 15:00 Story: Ætla að láta reyna á þol Gunnars Bandaríkjamaðurinn Rick Story er fullviss um að hann muni gera Gunnari Nelson lífið leitt er þeir mætast í búrinu í Stokkhólmi á laugardag. 2. október 2014 06:30 Gunnar valdi bestu „staðreyndina“ um sig Heppinn sprelligosi fékk áritaða hanska og miða á bardagann á laugardaginn. 2. október 2014 16:21 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjá meira
„Ég veit ekki alveg hvar ég er en ég verð góður á morgun,“ sagði John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, en hann stendur í ströngu þessa dagana. Um síðustu helgi var hann með Conor McGregor í Las Vegas og hann kom beint þaðan til Stokkhólms til þess að fylgja Gunnari alla leið gegn Rick Story. Kavanagh lenti þrjú um nóttina í Stokkhólmi og þurfti svo að vakna klukkan sex um morguninn. Nóg að gera. „Ég er gríðarlega spenntur enda er þetta í fyrsta skipti sem Gunni er í aðalbardaga. Rick Story hentar Gunnari vel og ég er viss um að hann mun sýna að hann eigi skilið að berjast um titilinn,“ segir Kavanagh en hann er orðinn einn heitasti þjálfarinn í bransanum og fjölmiðlamenn kepptust um að ná af honum tali. Þó svo Kavanagh hafi misst af hluta undirbúnings bardaga Gunnars og Story þá segir þjálfarinn það ekki koma að sök. „Gunni var með okkur á Írlandi og tók vel á því með Conor. Við erum að æfa allt árið en ekki bara að taka á því þegar bardagi nálgast. Það eru sjö ár síðan við byrjuðum að vinna saman. Það hefur verið æft fyrir þennan stóra bardaga í sjö ár. Undirbúningurinn var frábær og Gunni lítur hrikalega vel út,“ segir Kavanagh en hann birti einmitt sjö ára gamla mynd af sér og Gunnari á Twitter á dögunum. „Hann lítur út fyrir að vera tólf ára á myndinni,“ segir hann og hlær við. Story hefur tapað fimm af síðustu níu bardögum sínum en allir vita þó hvað hann getur. Hversu góður er hann í dag að mati Kavanaghs? „Þetta er reyndur og harður strákur. Mér finnst hann hafa staðið í stað. Hann hefur ekki þróað sinn stíl eins og Gunnar hefur gert til að mynda. Það er mikill munur á Gunnari í dag og þegar hann keppti í UFC. Margir af þessum strákum taka ekki miklum framförum á fimm árum. Þeir eru kannski aðeins ljótari eftir alla bardagana,“ sagði Kavanagh og glotti. Gunnar sagði í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum að ný kynslóð væri að koma upp í UFC. Hann væri hluti af þeirri kynslóð rétt eins og Conor McGregor. Story væri það ekki. „Það er hárrétt hjá Gunnari. UFC er sífellt að þróast og nýir stílar að taka yfir. Það virðist verða mikil framför í íþróttinni á tveggja ára fresti. Story er til að mynda ekki jafn tæknilega sterkur og Gunni og þess vegna held ég að hann muni tapa bardaganum,“ sagði John Kavanagh að lokum. Bardagakvöldið hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Gunnar er ósigraður í fjórtán bardögum í MMA, þar af fjórum í UFC.
MMA Tengdar fréttir Story er svefnlaus í Stokkhólmi Maður hefur séð hressari menn en Bandaríkjamanninn Rick Story á fjölmiðladeginum í Stokkhólmi í gær. Það átti sér þó skýringar. 2. október 2014 11:15 Gunnar: Kann að meta stuðning Svíanna Gunnar Nelson er klár í slaginn gegn Rick Story í Globen-höllinni á laugardag. 3. október 2014 06:00 Gunnar og Kavanagh buðu upp á skylmingaratriði Gunnar Nelson og þjálfari hans, John Kavanagh, vöktu mikla athygli fyrir æfinguna sem þeir héldu fyrir fjölmiðlamenn í gær. 2. október 2014 13:00 Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00 Gunnar verður heimsmeistari „Gunnar hefur verið að berjast lengi og við höldum að Gunnar eigi eftir að verða heimsmeistari einn daginn.“ 4. október 2014 07:00 Lét frænku mína klippa mig og það varð allt brjálað "Áhugasvið fólks er misjafnt og ég spáði ekki eins mikið í þessu og þeir sem settu þetta í blöðin," segir Gunnar Nelson en klipping sem hann fékk sér fyrir rúmum mánuði vakti talsverða athygli. 3. október 2014 17:30 Gunnar æfði í Speglasalnum og mætti Story | Myndir Flottar myndir frá opinni æfingu fyrir bardagakvöldið í Stokkhólmi á laugardaginn. 2. október 2014 10:00 Kemur ekki til greina að breyta inngöngulaginu | Myndband „Er Gunni ekki grjóthart,“ segir Gunnar Nelson þegar hann er spurður um hvort hann hafi íhugað að breyta viðurnefni sínu í UFC. 3. október 2014 11:54 „Ég ætla að klára bardagann“ Bæði Gunnar Nelson og Rick Story náðu þyngd í vigtun UFC í dag. 3. október 2014 13:33 Er verið að fórna Story fyrir Gunnar? Rick Story veltir fyrir sér ástæðum þess að hann var valinn til að berjast við Gunnar Nelson. 1. október 2014 22:00 Búið að selja yfir 10 þúsund miða á bardaga Gunnars í Globen Það fer hver að verða síðastur í Svíþjóð að næla sér í miða á bardaga Gunnars Nelson og Rick Story í Globen-höllinni glæsilegu. 2. október 2014 15:00 Story: Ætla að láta reyna á þol Gunnars Bandaríkjamaðurinn Rick Story er fullviss um að hann muni gera Gunnari Nelson lífið leitt er þeir mætast í búrinu í Stokkhólmi á laugardag. 2. október 2014 06:30 Gunnar valdi bestu „staðreyndina“ um sig Heppinn sprelligosi fékk áritaða hanska og miða á bardagann á laugardaginn. 2. október 2014 16:21 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjá meira
Story er svefnlaus í Stokkhólmi Maður hefur séð hressari menn en Bandaríkjamanninn Rick Story á fjölmiðladeginum í Stokkhólmi í gær. Það átti sér þó skýringar. 2. október 2014 11:15
Gunnar: Kann að meta stuðning Svíanna Gunnar Nelson er klár í slaginn gegn Rick Story í Globen-höllinni á laugardag. 3. október 2014 06:00
Gunnar og Kavanagh buðu upp á skylmingaratriði Gunnar Nelson og þjálfari hans, John Kavanagh, vöktu mikla athygli fyrir æfinguna sem þeir héldu fyrir fjölmiðlamenn í gær. 2. október 2014 13:00
Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00
Gunnar verður heimsmeistari „Gunnar hefur verið að berjast lengi og við höldum að Gunnar eigi eftir að verða heimsmeistari einn daginn.“ 4. október 2014 07:00
Lét frænku mína klippa mig og það varð allt brjálað "Áhugasvið fólks er misjafnt og ég spáði ekki eins mikið í þessu og þeir sem settu þetta í blöðin," segir Gunnar Nelson en klipping sem hann fékk sér fyrir rúmum mánuði vakti talsverða athygli. 3. október 2014 17:30
Gunnar æfði í Speglasalnum og mætti Story | Myndir Flottar myndir frá opinni æfingu fyrir bardagakvöldið í Stokkhólmi á laugardaginn. 2. október 2014 10:00
Kemur ekki til greina að breyta inngöngulaginu | Myndband „Er Gunni ekki grjóthart,“ segir Gunnar Nelson þegar hann er spurður um hvort hann hafi íhugað að breyta viðurnefni sínu í UFC. 3. október 2014 11:54
„Ég ætla að klára bardagann“ Bæði Gunnar Nelson og Rick Story náðu þyngd í vigtun UFC í dag. 3. október 2014 13:33
Er verið að fórna Story fyrir Gunnar? Rick Story veltir fyrir sér ástæðum þess að hann var valinn til að berjast við Gunnar Nelson. 1. október 2014 22:00
Búið að selja yfir 10 þúsund miða á bardaga Gunnars í Globen Það fer hver að verða síðastur í Svíþjóð að næla sér í miða á bardaga Gunnars Nelson og Rick Story í Globen-höllinni glæsilegu. 2. október 2014 15:00
Story: Ætla að láta reyna á þol Gunnars Bandaríkjamaðurinn Rick Story er fullviss um að hann muni gera Gunnari Nelson lífið leitt er þeir mætast í búrinu í Stokkhólmi á laugardag. 2. október 2014 06:30
Gunnar valdi bestu „staðreyndina“ um sig Heppinn sprelligosi fékk áritaða hanska og miða á bardagann á laugardaginn. 2. október 2014 16:21