Þú færð svo mikla auglýsingu! Friðrika Benónýsdóttir skrifar 9. september 2014 07:00 Á sama tíma og við stærum okkur af blómlegu menningarlífi og grósku í listum virðist viðhorfið til listamanna lítið breytast. Aftur og aftur berast fréttir af því að þeir sem leggja stund á listsköpun séu hlunnfarnir í launum. Leikarar í kvikmyndinni Sumarbörn hafa ekki fengið greidd laun, ásóknin í að tónlistarmenn spili frítt á „off venue“ á Airwaves er byrjuð og í niðurstöðum kjarakönnunar BHM kemur fram að þótt leikarar séu ánægðastir félagsmanna í sínu starfi eru þeir að sama skapi óánægðastir með launin. Það er sem sé enn grunnt á því viðhorfi að þeir sem velji að vera listamenn geri það af köllun og það að fá að starfa sem slíkur séu laun í sjálfu sér. Eins og listamenn þurfi ekki að sjá fyrir sér eins og annað fólk og geti lifað á ánægjunni af vel heppnuðu listaverki einni saman. Þetta viðhorf lýsir miklu virðingarleysi fyrir þeirri vinnu sem liggur að baki bíómynd, tónleikum eða leiksýningu, til dæmis. Flest af þessu fólki hefur menntað sig í sinni listgrein árum saman, tekið námslán til að sækja dýra skóla og lifað við sult og seyru. Samkeppnin er hörð og það kemst enginn áfram í þeim geira án þess að leggja hart að sér, vinna langa vinnudaga og vera tilbúinn að gefa allt í verkið. Margir neyðast til að stunda aðra vinnu til að hafa í sig og á og þá er listsköpunin stunduð í frístundum, kvöld og nætur, oft í mjög erfiðum aðstæðum. Þegar ofan á bætist stöðugur skætingur um listamenn sem afætur á samfélaginu er í rauninni stórfurðulegt að nokkur skuli leggja það á sig að auðga líf okkar hinna með tónlist, kvikmyndagerð, leiklist, myndlist og bókaskrifum. Það er eiginlega kraftaverk. Algengt viðkvæði þeirra sem vilja fá listamenn til að koma fram án endurgjalds er að það sé nú svo góð auglýsing að koma fram á þessum eða hinum staðnum eða þessari eða hinni hátíðinni og að þannig muni framlagið skila sér í auknum verkefnum handa listamönnunum. En ef þú ert ekki tilbúinn til að borga fólki laun fyrir að koma fram á þinni hátíð, málþingi, samkomu eða hvað það nú er, hvernig geturðu þá ætlast til þess að sá sem ræður þá til vinnu næst vilji eitthvað frekar borga þeim? Allir aðrir sem koma að svona samkomum fá yfirleitt borgað, enda afskaplega hæpið að þjónar, miðasölufólk og dyraverðir, svo einhverjir séu nefndir, tækju það í mál að gefa vinnuna sína á þeim forsendum að það væri auglýsing fyrir þá og myndi hjálpa þeim að fá betri vinnu næst. Auðvitað þrá allir listamenn viðurkenningu fyrir verk sín og eru þess vegna kannski tilleiðanlegri en aðrar stéttir til að gefa vinnu sína til að fá að koma fram fyrir áhorfendur en það réttlætir ekki að sá sem ræður þá til að koma fram geti leyft sér að hlunnfara þá. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að allir sitji við sama borð þegar kemur að greiðslu fyrir unna vinnu. Listsköpun á ekki að vera samfélagsþjónusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun
Á sama tíma og við stærum okkur af blómlegu menningarlífi og grósku í listum virðist viðhorfið til listamanna lítið breytast. Aftur og aftur berast fréttir af því að þeir sem leggja stund á listsköpun séu hlunnfarnir í launum. Leikarar í kvikmyndinni Sumarbörn hafa ekki fengið greidd laun, ásóknin í að tónlistarmenn spili frítt á „off venue“ á Airwaves er byrjuð og í niðurstöðum kjarakönnunar BHM kemur fram að þótt leikarar séu ánægðastir félagsmanna í sínu starfi eru þeir að sama skapi óánægðastir með launin. Það er sem sé enn grunnt á því viðhorfi að þeir sem velji að vera listamenn geri það af köllun og það að fá að starfa sem slíkur séu laun í sjálfu sér. Eins og listamenn þurfi ekki að sjá fyrir sér eins og annað fólk og geti lifað á ánægjunni af vel heppnuðu listaverki einni saman. Þetta viðhorf lýsir miklu virðingarleysi fyrir þeirri vinnu sem liggur að baki bíómynd, tónleikum eða leiksýningu, til dæmis. Flest af þessu fólki hefur menntað sig í sinni listgrein árum saman, tekið námslán til að sækja dýra skóla og lifað við sult og seyru. Samkeppnin er hörð og það kemst enginn áfram í þeim geira án þess að leggja hart að sér, vinna langa vinnudaga og vera tilbúinn að gefa allt í verkið. Margir neyðast til að stunda aðra vinnu til að hafa í sig og á og þá er listsköpunin stunduð í frístundum, kvöld og nætur, oft í mjög erfiðum aðstæðum. Þegar ofan á bætist stöðugur skætingur um listamenn sem afætur á samfélaginu er í rauninni stórfurðulegt að nokkur skuli leggja það á sig að auðga líf okkar hinna með tónlist, kvikmyndagerð, leiklist, myndlist og bókaskrifum. Það er eiginlega kraftaverk. Algengt viðkvæði þeirra sem vilja fá listamenn til að koma fram án endurgjalds er að það sé nú svo góð auglýsing að koma fram á þessum eða hinum staðnum eða þessari eða hinni hátíðinni og að þannig muni framlagið skila sér í auknum verkefnum handa listamönnunum. En ef þú ert ekki tilbúinn til að borga fólki laun fyrir að koma fram á þinni hátíð, málþingi, samkomu eða hvað það nú er, hvernig geturðu þá ætlast til þess að sá sem ræður þá til vinnu næst vilji eitthvað frekar borga þeim? Allir aðrir sem koma að svona samkomum fá yfirleitt borgað, enda afskaplega hæpið að þjónar, miðasölufólk og dyraverðir, svo einhverjir séu nefndir, tækju það í mál að gefa vinnuna sína á þeim forsendum að það væri auglýsing fyrir þá og myndi hjálpa þeim að fá betri vinnu næst. Auðvitað þrá allir listamenn viðurkenningu fyrir verk sín og eru þess vegna kannski tilleiðanlegri en aðrar stéttir til að gefa vinnu sína til að fá að koma fram fyrir áhorfendur en það réttlætir ekki að sá sem ræður þá til að koma fram geti leyft sér að hlunnfara þá. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að allir sitji við sama borð þegar kemur að greiðslu fyrir unna vinnu. Listsköpun á ekki að vera samfélagsþjónusta.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun