Blótmæli Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. ágúst 2014 08:00 Fari það í heitasta djöfulsins helvíti,“ muldraði ég með sjálfum mér í bakherbergi kirkju einnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir stuttu. Það hljómar virkilega barnalega en ég fæ eitthvert óútskýranlegt kikk út úr því að bölva og ragna í kirkjum. Ég sýni kirkjugestum reyndar alltaf þá virðingu að láta ekki til mín heyra og hef ég haldið þessum skrýtna sið fyrir sjálfan mig þar til nú. Pirringur minn í garð þjóðkirkjunnar vex með hverju árinu sem líður. Og biskup Íslands hellti úr stórri olíutunnu á þann eld á dögunum. Því miður lúffaði útvarpsstjóri þegar hann var beittur gamalkunnri handrukkarataktík vegna morgunbænarinnar á Rás 1, sem til stóð að fjarlægja úr dagskránni. Stofnuð var Facebook-grúppan „Orð kvöldsins og Morgunbæn verði áfram á RÚV“ og var fólki miskunnarlaust bætt inn í grúppuna án þess að það væri spurt leyfis. Þeir sem gerðu athugasemd við fyrirkomulagið fengu þau tilmæli að lítið mál væri að skrá sig úr grúppunni. Þetta er lúaleg aðferð við að safna liði en hún rímar fullkomlega við aðferðir kirkjunnar við hausasöfnun. Okkur er „addað“ í kirkjuna gegn vilja okkar áður en við svo mikið sem lærum að skríða. Svo fær kirkjan peninga fyrir hverja einustu hræðu þar til fólk skráir sig sjálft úr henni á fullorðinsaldri. Ef það þá nennir því. Hver yrðu viðbrögð þeirra sem finnst þetta eðlilegt ef ég bætti þeim við grúppuna „Félag áhugafólks um hundaerótík“ að þeim forspurðum? Myndi biskup halda ró sinni ef ég addaði honum? Smella á „leave group“ í rólegheitunum og fara að hugsa um eitthvað annað? Nei, ég hugsa að Agnes yrði mjög pirruð. Réttilega, enda væri þetta argasti dónaskapur. En ómálga börn geta ekki smellt á „leave group“ og á því þrífst þjóðkirkjan. Það er fullkomlega siðlaust og þar til þessu verður breytt mun ég í mótmælaskyni halda áfram að tvinna saman blótsyrðum í kirkjum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun
Fari það í heitasta djöfulsins helvíti,“ muldraði ég með sjálfum mér í bakherbergi kirkju einnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir stuttu. Það hljómar virkilega barnalega en ég fæ eitthvert óútskýranlegt kikk út úr því að bölva og ragna í kirkjum. Ég sýni kirkjugestum reyndar alltaf þá virðingu að láta ekki til mín heyra og hef ég haldið þessum skrýtna sið fyrir sjálfan mig þar til nú. Pirringur minn í garð þjóðkirkjunnar vex með hverju árinu sem líður. Og biskup Íslands hellti úr stórri olíutunnu á þann eld á dögunum. Því miður lúffaði útvarpsstjóri þegar hann var beittur gamalkunnri handrukkarataktík vegna morgunbænarinnar á Rás 1, sem til stóð að fjarlægja úr dagskránni. Stofnuð var Facebook-grúppan „Orð kvöldsins og Morgunbæn verði áfram á RÚV“ og var fólki miskunnarlaust bætt inn í grúppuna án þess að það væri spurt leyfis. Þeir sem gerðu athugasemd við fyrirkomulagið fengu þau tilmæli að lítið mál væri að skrá sig úr grúppunni. Þetta er lúaleg aðferð við að safna liði en hún rímar fullkomlega við aðferðir kirkjunnar við hausasöfnun. Okkur er „addað“ í kirkjuna gegn vilja okkar áður en við svo mikið sem lærum að skríða. Svo fær kirkjan peninga fyrir hverja einustu hræðu þar til fólk skráir sig sjálft úr henni á fullorðinsaldri. Ef það þá nennir því. Hver yrðu viðbrögð þeirra sem finnst þetta eðlilegt ef ég bætti þeim við grúppuna „Félag áhugafólks um hundaerótík“ að þeim forspurðum? Myndi biskup halda ró sinni ef ég addaði honum? Smella á „leave group“ í rólegheitunum og fara að hugsa um eitthvað annað? Nei, ég hugsa að Agnes yrði mjög pirruð. Réttilega, enda væri þetta argasti dónaskapur. En ómálga börn geta ekki smellt á „leave group“ og á því þrífst þjóðkirkjan. Það er fullkomlega siðlaust og þar til þessu verður breytt mun ég í mótmælaskyni halda áfram að tvinna saman blótsyrðum í kirkjum landsins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun