Dóra María: Þrjú stig það eina sem kemur til greina Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. ágúst 2014 06:00 Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, heldur bolta á lofti á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. vísir/valli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir nágrönnum sínum frá Danmörku í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda í baráttunni um sæti í umspilinu um sæti á Heimsmeistaramótinu í Kanada árið 2015. Takist íslenska liðinu að tryggja sér farseðilinn til Kanada yrði það í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið leikur í lokakeppni heimsmeistaramóts. Stelpurnar okkar þurfa að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru til þess að eiga möguleika á sæti í umspilinu en þær mæta Ísrael og Serbíu á Laugardalsvelli í september.Erfiður mótherji Aðeins tveimur sætum munar á liðunum á styrkleikalista FIFA.en þetta verður í níunda skiptið sem liðin mætast en í fyrsta sinn á íslenskri grundu. Eini sigur íslenska liðsins kom árið 2011 á æfingamóti í Algarve. Danska liðið hefur sex sinnum borið sigur úr býtum en liðin gerðu í fyrsta sinn jafntefli í júní. Dóra María Lárusdóttir kom Íslandi yfir um miðbik fyrri hálfleiks en danska liðið jafnaði örfáum mínútum síðar. Hart var barist í leiknum og liðin lögðu allt undir.Megum ekki tapa fleiri stigum Dóra María er ein af reyndustu leikmönnum landsliðsins. Hún lagði áherslu á að íslenska liðið ætlaði sér að taka stigin þrjú. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel, við verðum að vinna þennan leik og við höfum verið að undirbúa okkur eftir því. Við verðum að vera einbeittar í leiknum og við ætlum okkur að klára þetta. Þrjú stig er það eina sem dugar okkur eins og staðan er í dag. Við höfum tapað of mörgum stigum í öðrum leikjum og við megum ekki verða af fleiri stigum,“ sagði Dóra en íslenska liðið hefur skoðað það danska vel undanfarna daga. „Við ætlum fyrst og fremst að halda áfram því sem við gerðum í Danmörku, það gekk vel. Þeim gekk illa að skapa sér færi og við þurfum að vera þéttar til baka. Við verðum að spila sem ein heild og reyna að sækja hratt á þær,“ sagði Dóra sem vonast eftir góðum stuðningi. „Við höfum verið með sterkan heimavöll í gegnum tíðina og erum búnar að skapa svolítið vígi hérna í Laugardalnum. Vonandi getum við nýtt okkur það í leiknum.“Engin geimvísindi í þessu Freyr Alexandersson var nokkuð brattur þegar undirritaður heyrði í honum en hann á von á góðum leik en jafnframt erfiðum. „Hópurinn er vel stemmdur, leikmenn liðsins eru bjartsýnir og hugaðir fyrir leikinn og við þurfum bara að púsla þessu rétt saman. Við þekkjum mótherjann vel, það er stutt síðan liðin léku síðast svo það eru engin geimvísindi í þessu. Liðin þekkja hvort annað mjög vel og það skiptir máli að framkvæma hlutina vel,“ sagði Freyr sem leggur áherslu á að allir leikmenn liðsins spili hápressu. „Við verðum að vera með hugarfarið í lagi og svolítið huguð í okkar leik, það gæti skipt máli. Við viljum reyna að koma hátt á þær og koma þeim í óþægilegar stöður og ég geri ráð fyrir að danska liðið reyni það sama gegn okkur. Ég hef verið að líta á fyrri leikinn þegar hápressan tókst ekki, athuga hvað fór úrskeiðis og reyna að leita að því sem við getum gert betur í okkar leik. Þær eru vel spilandi og geta leyst hápressu og við þurfum að vera betur undirbúin. Að sama skapi gekk okkur illa að notfæra okkur skyndisóknir í leiknum úti og við höfum unnið mikið í því í vikunni fyrir leikinn í kvöld,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari við Fréttablaðið að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir nágrönnum sínum frá Danmörku í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda í baráttunni um sæti í umspilinu um sæti á Heimsmeistaramótinu í Kanada árið 2015. Takist íslenska liðinu að tryggja sér farseðilinn til Kanada yrði það í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið leikur í lokakeppni heimsmeistaramóts. Stelpurnar okkar þurfa að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru til þess að eiga möguleika á sæti í umspilinu en þær mæta Ísrael og Serbíu á Laugardalsvelli í september.Erfiður mótherji Aðeins tveimur sætum munar á liðunum á styrkleikalista FIFA.en þetta verður í níunda skiptið sem liðin mætast en í fyrsta sinn á íslenskri grundu. Eini sigur íslenska liðsins kom árið 2011 á æfingamóti í Algarve. Danska liðið hefur sex sinnum borið sigur úr býtum en liðin gerðu í fyrsta sinn jafntefli í júní. Dóra María Lárusdóttir kom Íslandi yfir um miðbik fyrri hálfleiks en danska liðið jafnaði örfáum mínútum síðar. Hart var barist í leiknum og liðin lögðu allt undir.Megum ekki tapa fleiri stigum Dóra María er ein af reyndustu leikmönnum landsliðsins. Hún lagði áherslu á að íslenska liðið ætlaði sér að taka stigin þrjú. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel, við verðum að vinna þennan leik og við höfum verið að undirbúa okkur eftir því. Við verðum að vera einbeittar í leiknum og við ætlum okkur að klára þetta. Þrjú stig er það eina sem dugar okkur eins og staðan er í dag. Við höfum tapað of mörgum stigum í öðrum leikjum og við megum ekki verða af fleiri stigum,“ sagði Dóra en íslenska liðið hefur skoðað það danska vel undanfarna daga. „Við ætlum fyrst og fremst að halda áfram því sem við gerðum í Danmörku, það gekk vel. Þeim gekk illa að skapa sér færi og við þurfum að vera þéttar til baka. Við verðum að spila sem ein heild og reyna að sækja hratt á þær,“ sagði Dóra sem vonast eftir góðum stuðningi. „Við höfum verið með sterkan heimavöll í gegnum tíðina og erum búnar að skapa svolítið vígi hérna í Laugardalnum. Vonandi getum við nýtt okkur það í leiknum.“Engin geimvísindi í þessu Freyr Alexandersson var nokkuð brattur þegar undirritaður heyrði í honum en hann á von á góðum leik en jafnframt erfiðum. „Hópurinn er vel stemmdur, leikmenn liðsins eru bjartsýnir og hugaðir fyrir leikinn og við þurfum bara að púsla þessu rétt saman. Við þekkjum mótherjann vel, það er stutt síðan liðin léku síðast svo það eru engin geimvísindi í þessu. Liðin þekkja hvort annað mjög vel og það skiptir máli að framkvæma hlutina vel,“ sagði Freyr sem leggur áherslu á að allir leikmenn liðsins spili hápressu. „Við verðum að vera með hugarfarið í lagi og svolítið huguð í okkar leik, það gæti skipt máli. Við viljum reyna að koma hátt á þær og koma þeim í óþægilegar stöður og ég geri ráð fyrir að danska liðið reyni það sama gegn okkur. Ég hef verið að líta á fyrri leikinn þegar hápressan tókst ekki, athuga hvað fór úrskeiðis og reyna að leita að því sem við getum gert betur í okkar leik. Þær eru vel spilandi og geta leyst hápressu og við þurfum að vera betur undirbúin. Að sama skapi gekk okkur illa að notfæra okkur skyndisóknir í leiknum úti og við höfum unnið mikið í því í vikunni fyrir leikinn í kvöld,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari við Fréttablaðið að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira