Rassskellti hasarhetjurnar í Expendables 3 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 09:30 Fyrst um sinn er bara gaman að þykjast vera lögga. Grínmyndin Let‘s Be Cops var frumsýnd á Íslandi í gær en í aðalhlutverkum eru þeir Jake Johnson og Damon Wayans Jr. Myndin fjallar um tvo bestu vini sem mæta sem lögreglumenn í búningaveislu og ávinna sér þannig virðingu og aðdáun allra sem í teitið mæta. Þeir ákveða því að þykjast vera löggur og vindur leikritið sífellt meira upp á sig. En þegar þessar platlöggur flækjast inn í vef glæpamanna og svikulla lögreglumanna þurfa þeir að treysta hvor á annan. Myndin hefur þénað ágætlega í miðasölu vestan hafs. Frumsýningarhelgina voru miðasölutekjurnar 17,7 milljónir dollarar, rúmir tveir milljarðar króna. Lenti myndin í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar þá helgi en athygli vekur að testósteróndrifna hasarmyndin Expendables 3 var í fjórða sæti og halaði inn 16,2 milljónir dollara, tæpa tvo milljarða, talsvert minna en fyrri myndirnar öfluðu. Í fyrsta sæti þessa helgi var síðan Teenage Mutant Ninja Turtles og í öðru sæti var Guardians of the Galaxy. Í öðrum hlutverkum í Let‘s Be Cops eru Rob Riggle, Nina Dobrev og James D‘Arcy en leikstjóri myndarinnar er Luke Greenfield, sem leikstýrði meðal annars The Animal og The Girl Next Door.Vinirnir fara í grímubúningapartí sem lögreglumenn.Óheppileg tímasetning frumsýningarinnar Let‘s Be Cops var frumsýnd vestan hafs þann 13. ágúst en nokkrum dögum áður, eða þann 9. ágúst, var ungur maður, Michael Brown, skotinn til bana af lögreglu í Ferguson í Missouri í Bandaríkjunum. Hafa margir bent á að tímasetning frumsýningar myndarinnar hafi verið mjög óheppileg. Þó að myndverið 20th Century Fox hafi eflaust ekki getað frestað frumsýningunni með svo stuttum fyrirvara hafa margir notendur á samfélagsmiðlum hvatt fyrirtækið til að minnka markaðssetningu myndarinnar í ljósi nýliðinna atburða í Ferguson. Þá eru margir æfir yfir því hvernig lögreglumenn og -konur eru sýndar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í Hollywood og telja ekki rétta mynd vera dregna upp af starfi lögreglunnar í Bandaríkjunum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Grínmyndin Let‘s Be Cops var frumsýnd á Íslandi í gær en í aðalhlutverkum eru þeir Jake Johnson og Damon Wayans Jr. Myndin fjallar um tvo bestu vini sem mæta sem lögreglumenn í búningaveislu og ávinna sér þannig virðingu og aðdáun allra sem í teitið mæta. Þeir ákveða því að þykjast vera löggur og vindur leikritið sífellt meira upp á sig. En þegar þessar platlöggur flækjast inn í vef glæpamanna og svikulla lögreglumanna þurfa þeir að treysta hvor á annan. Myndin hefur þénað ágætlega í miðasölu vestan hafs. Frumsýningarhelgina voru miðasölutekjurnar 17,7 milljónir dollarar, rúmir tveir milljarðar króna. Lenti myndin í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar þá helgi en athygli vekur að testósteróndrifna hasarmyndin Expendables 3 var í fjórða sæti og halaði inn 16,2 milljónir dollara, tæpa tvo milljarða, talsvert minna en fyrri myndirnar öfluðu. Í fyrsta sæti þessa helgi var síðan Teenage Mutant Ninja Turtles og í öðru sæti var Guardians of the Galaxy. Í öðrum hlutverkum í Let‘s Be Cops eru Rob Riggle, Nina Dobrev og James D‘Arcy en leikstjóri myndarinnar er Luke Greenfield, sem leikstýrði meðal annars The Animal og The Girl Next Door.Vinirnir fara í grímubúningapartí sem lögreglumenn.Óheppileg tímasetning frumsýningarinnar Let‘s Be Cops var frumsýnd vestan hafs þann 13. ágúst en nokkrum dögum áður, eða þann 9. ágúst, var ungur maður, Michael Brown, skotinn til bana af lögreglu í Ferguson í Missouri í Bandaríkjunum. Hafa margir bent á að tímasetning frumsýningar myndarinnar hafi verið mjög óheppileg. Þó að myndverið 20th Century Fox hafi eflaust ekki getað frestað frumsýningunni með svo stuttum fyrirvara hafa margir notendur á samfélagsmiðlum hvatt fyrirtækið til að minnka markaðssetningu myndarinnar í ljósi nýliðinna atburða í Ferguson. Þá eru margir æfir yfir því hvernig lögreglumenn og -konur eru sýndar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í Hollywood og telja ekki rétta mynd vera dregna upp af starfi lögreglunnar í Bandaríkjunum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira