"Ákveðin særing til að koma djöflunum út“ Þórður Ingi Jónsson skrifar 21. ágúst 2014 10:30 Erna sér fegurðina í ljótleikanum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Danslistakonan Erna Ómarsdóttir hefur verið valin af sameiginlegri dómnefnd RIFF og fulltrúum vídeóverkahátíðarinnar Hors Pistes til þess að sýna myndbandslistaverk sitt á Pompidou-safninu í París á næsta ári. Myndin verður frumsýnd á RIFF í Norræna húsinu í byrjun október. Verkið er ljóðræn heimildarmynd um störf listahópsins Shalala sem Erna skipar ásamt Valdimari Jóhannssyni tónlistarmanni. Hópurinn hefur unnið mikið með öskur í gegnum tíðina. „Þetta er ákveðin særing til að koma djöflunum út,“ segir Erna en hún segist sjá fegurðina í ljótleika öskursins. Shalala-hópurinn bjó meðal annars til það sem kallast „The Black Yoga Screaming Chamber“, öskurklefa sem þau gáfu bæði Alþingi og borgarstjórn Reykjavíkur. Klefinn var uppi í mánuð í Ráðhúsinu að sögn Ernu en Alþingi hefur ekki enn komið honum í notkun. „Það er staður þar sem menn myndu hafa gott af því að hafa öskurklefa nálægt sér,“ segir hún. Á Menningarnótt mun Shalala sýna listir sínar. Sýningin FOLK? I do (not) agree! verður í gangi frá 13.00 til 18.00 í Iðnó og tekur Shalala þátt í henni ásamt íslenskum og pólskum sviðslistamönnum. Klukkan 14.00 verður svokallað „Screaming Spa“ í Kling og Bang þar sem verður „íslensk heitapottsstemning“ og menn geta látið nudda sig með öskurhljóðbylgjum. Klukkan 15.30 í Iðnó mun Erna síðan leiða tíma í „Metal Aerobics“, líkamsrækt sem blandar eróbikki við þungamálmstónlist. „Menn geta fengið smá aukaorkulosun þar,“ segir Erna létt í bragði. RIFF Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira
Danslistakonan Erna Ómarsdóttir hefur verið valin af sameiginlegri dómnefnd RIFF og fulltrúum vídeóverkahátíðarinnar Hors Pistes til þess að sýna myndbandslistaverk sitt á Pompidou-safninu í París á næsta ári. Myndin verður frumsýnd á RIFF í Norræna húsinu í byrjun október. Verkið er ljóðræn heimildarmynd um störf listahópsins Shalala sem Erna skipar ásamt Valdimari Jóhannssyni tónlistarmanni. Hópurinn hefur unnið mikið með öskur í gegnum tíðina. „Þetta er ákveðin særing til að koma djöflunum út,“ segir Erna en hún segist sjá fegurðina í ljótleika öskursins. Shalala-hópurinn bjó meðal annars til það sem kallast „The Black Yoga Screaming Chamber“, öskurklefa sem þau gáfu bæði Alþingi og borgarstjórn Reykjavíkur. Klefinn var uppi í mánuð í Ráðhúsinu að sögn Ernu en Alþingi hefur ekki enn komið honum í notkun. „Það er staður þar sem menn myndu hafa gott af því að hafa öskurklefa nálægt sér,“ segir hún. Á Menningarnótt mun Shalala sýna listir sínar. Sýningin FOLK? I do (not) agree! verður í gangi frá 13.00 til 18.00 í Iðnó og tekur Shalala þátt í henni ásamt íslenskum og pólskum sviðslistamönnum. Klukkan 14.00 verður svokallað „Screaming Spa“ í Kling og Bang þar sem verður „íslensk heitapottsstemning“ og menn geta látið nudda sig með öskurhljóðbylgjum. Klukkan 15.30 í Iðnó mun Erna síðan leiða tíma í „Metal Aerobics“, líkamsrækt sem blandar eróbikki við þungamálmstónlist. „Menn geta fengið smá aukaorkulosun þar,“ segir Erna létt í bragði.
RIFF Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira